Læknaneminn - 01.04.1997, Blaðsíða 22
Gizur Gottskálksson
fyrstu niðurstöður mjög lofandi. Enn sem komið er, er
fjöldi sjúklinga takmarkaður og meðferðin tímafrek og
flókin en vonir standa til að hún verði mun einfaldari á
næstunni. Gáttatif er langalgengasta tegund hraðsláttar
og því er til mikils að vinna að bæta aðgerðina. Til
dæmis má reikna með að 1200-1500 íslendingar hafi
gáttatif að jafnaði.
Að lokum skal rakið hvernig brennsluaðgerð við heil-
kenni Wolf-Parkinson-White fer fram. Hjartarafrit
þessara sjúklinga einkennist af stuttu P-R bili og svo
kallaðri delta-bylgju (sjá mynd3). Eins og sést er auka-
braut til staðar sem leiðir rafboð milli gátta og slegla, til
hliðar við hið eðlilega leiðslukerfi. Rafboð berst niður
aukabraut sem byrjar að afskauta hluta slegilsins (delta-
bylgja). Rafboð sem fer um leiðslukerfið verður fyrir töf
í AV-hnútnum, en leiðist síðan hratt út í slegilvöðvann
og nær að afskauta stærsta hluta slegilsins (QRS-komp-
lexið). Sá hluti sem afskautast frá aukabraut er sýndur
skyggður og samsvarar delta-bylgjunni. Þegar sjúkling-
ur fær hraðslátt berst rafstraumur í hring, venjulega
niður leiðslukerfið og upp aukabrautina (Mynd 4). Við
þetta hverfur delta-bylgjan af ritinu. Þegar aukabrautin
er brennd, þá eru rafþræðir staðsettir eins og sést á
mynd 1. Síðan er rafþráður sem er notaður við
brennslu, færður að aukabrautinni í skyggingu, leitað
er eftir stystu leiðini milli slegils og gátta. Þegar góð
staðsetning fæst er brennt og aukabraut verður þá ekki
lengur leiðandi, delta-bylgjan
hverfur og leiðslumynstrið í
hjartanu breytist (mynd 5).
L0KA0RÐ
Miklar framfarir hafa orðið
í meðferð hjartsláttartruflana
á allra síðustu árum. Hægt er
að lækna ýmsa kvilla þar sem
áður þurftu áralanga lyfjameð-
ferð og fjölmargar sjúkrahús-
legur, með tilheyrandi auka-
verkunum og kostnaði. Mikl-
ar vonir eru nú bundnar við
það, að hægt verði í náinni
framtíð að lækna með
brennsluaðgerð, verulegan
hluta sjúklinga með gáttatif
(atrial fibrillatio). Verði það
raunin mun fjöldi þessara að-
gerða stóraukast.
Uppsalir, september 1996
Mynd 5■
LÆKNANEMINN
20
1. tbl. 1997, 50. árg.