Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1997, Blaðsíða 24

Læknaneminn - 01.04.1997, Blaðsíða 24
Magnús Páll Albertsson gigt valdi þarna vandræðum og eru sjúklingarnir þá yngri en ella (Helgi Jónsson og félagar; Hypermobility associated with osteoarthritis of the thumb base: a clin- ical and radiological subset of hand osteoarthritis; Annals of the Rheumatic Diseases 1996;(55):540-3.)- Óþægindi sem sjúklingar kvarta undan eru verkur yfir þumalrótinni, oft með þrota og einnig minnkuð gripgeta handarinnar. Sérhvert grip þar sem þumallinn grípur á móti hinum fingrunum reynir nefnilega mik- ið á þennan lið. Þannig er ekki óalgengt að sjúklingar eigi í erfiðleikum með að lyfta upp mjólkurfernu, pönnu o.þ.h. Gefur auga leið að slík einkenni geta ver- ið til mikilla vandræða fyrir sjúldingana einkum þegar það er haft í huga að sjúkdómurinn er oft í báðum höndum. Hér er óstöðugleiki í liðnum oft áberandi í myndinni og „subluxerar" hann gjarnan einkum við átök. Því get- ur spelkumeðferð oft hjálpað ef einkenni eru lítil og er til nolckuð úrval af tilbúnum umbúðum á þumalrótina, bæði mjúkum og hörðum. Halda þær þumlinum í frá- færslu (abductio) og gera liðinn stöðugri við átök. Einnig geta steragjafir í liðinn eða bólgueyðandi töflur oft hjálpað, a.m.k. tímabundið. Þegar gigtin hefur ver- ið lengi til staðar gerir „aðfærslu-kreppa“ (adductions kontraktura) ástandið enn verra þar sem greip handar- innar minnkar til muna. Aður en við förum að velta fyrir okkur aðgerðar- möguleikum skulum við líta aðeins nánar á útbreiðslu þessa sjúkdóms í hendinni. Eins og sést á mynd 1, ligg- ur geirstúfsbein (trapezium) á milli grunnsins á mið- handarlegg I (basis á metacarpus I) og bátsbeins (scaphoideum) og þar við liggur einnig geirstúflings- bein (trapezoideum). Liðirnir á svæðinu eru TMC, ST og STT eins og sýnt er á myndinni. Oftast situr slit- gigtin íTMC liðnum en getur getur einnig kornið fram í ST liðnum, ýmist með TMC eða, eins og sjaldnar er, einum sér. Slitgigt í STT liðunum getur einnig komið fram en er venjulega ekki flokkuð með þumalrótargigt og ekki eins algeng. Ef gigtin er einungis í TMC liðnum og sú meðferð sem þegar er búið að nefna ekki hjálpar nægilega, er staurliðsaðgerð þar sem TMC liðurinn er festur oft besta lausnin. Gefur hún venjulega sterkt og sársauka- laust grip. Ef gigtin er hins vegar bæði í TMC og ST liðunum, eða eins og sjaldnar er, aðeins í ST liðnum, hefur reynst betur að fjarlægja geirstúfsbeinið og leggja í staðinn niður sinabút. Er þetta sýnt á mynd 2 þar sem 5TT Mynd 1: Afstaða beina og liða í þumalrótinni. (S=scaphoideum, T=trapezium, T d=trapezoideum, MCI=metacarpus I) notaður er hluti FCR sinarinnar. Dregur aðgerðin gjarnan nafn sitt af því hvaða sin er notuð og hefi ég mesta og besta reynslu af „APL plastik“ þar sem hluti af sin langa þumalfráfæris (APL = abductor pollicis longus). Einnig er sin FCR (sveifarlægur úlnliðsbeygir = flexor carpi radialis) notuð af mörgum („Weilby plastik“) eða ECRL (langi sveifarlægi úlnliðsréttir = extensor carpi radialis longus). Er viðkomandi sin þá bæði notuð til að gefa grunni miðhandarleggs I stöðug- leika og til að fylla upp tómarúmið eftir geirstúfsbeinið á meðan það síðan fyllist af örvef. Ef gigtin er í STT liðunum er venjulegast valið að gera þá liði að staurlið- um („STT artrodesa“). Samanburður á þessum meðferðarmöguleikum leið- ir í ljós að brottnám geirstúfsbeins og sinaflétta gefur LÆKNANEMINN 22 1. tbl. 1997, 50. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.