Læknaneminn - 01.04.1997, Síða 28
Um Medicina
orthopaedica
Jósep Ó. Blöndal
Einhvern tíma var vandamálum sjúklinga sem upp
koma við greiningu og meðferð kvilla í hinum mjúku
hlutum hreyfikerfisins lýst eitthvað á þessa leið:
Sjúklingur með rangar hugmyndir um hvaðan verkir
hans koma, fer til læknis, sem spyr rangra spurninga,
skoðar vitlaus líffæri, tekur röntgenmyndir.af heilbrig-
iðum vefjum í vitlausum Iíkamshluta, og ýmist skrifar
lyfseðil á lyf, sem elcki virkar, eða sendir sjúkling til
sjúkraþjálfara með röng fyrirmæli eða engin og sjúk-
lingur fær á endanum nudd, bakstra og bylgjur á vit-
lausan líkamshluta.
Virki meðferðin ekki, er sjúklingur svo sendur til sér-
fræðings í vitlausri sérgrein.
„ORTHOPAEDIC MEDICINE"
Fræðigreinin „orthopaedic medicine“ (OM,
„musculoskeletal medicine“; stoðkerfisfræði, hreyfi-
kerfisfræði, biflcerfisfræði) fjallar um sjúklegt ástand í
hinum mjúku hlutum hreyfikerfisins.
OM er umfram allt klinisk grein og oft lítið gagn af
paraldiniskum rannsóknum, sem oft gefa jafnvel upp-
lýsingar, sem reynast villandi. Þar við bætist, að
„objective“ einkenni skortir iðulega og sjúklingur stað-
setur verkina óljóst eða rangt. Þreifing er varasöm sem
greiningartæki af ýmsum ástæðum. T.d. eru sum svæði
líkamans alltaf aum við þreifingu, surnir vefir liggja of
djúpt til að hægt sé að þreifa þá af einhverju viti og um-
fram allt er ekki hægt að treysta á, að sársaukasvæðið og
upprunasvæði sársaukans séu eitt og hið sama („refer-
red pain“, „referred tenderness“). Einnig má nefna, að
Jósep Ó. Blöndal, sjúkrahúslœknir, St Franciskusspítala, Stykkis-
hólmi.
sálarástand sjúklings getur skipt miklu máli varðandi
túlkun hans á áreitum frá líkamanum.
Þá berst læknir í ofannefndri aðstöðu við ýmis orð og
orðtæki, sem náð hafa meiri eða minni fótfestu, bæði
hjá lærðum og leikum. „Periarthritis“, „painful arc syn-
drome“, „rotator cuff syndrome“, „tognun“,
„supraspinatus syndrome“, „frosin öxl“ og allsherj-
arruslakistan „vöðvabólga" ( á fínu máli ,,myosis“) eru
dæmi um íðyrði, sem hafa óljósa eða jafnvel enga merk-
ingu.
JAMES H. CYRIAX
Grunnur OM er á vissan hátt verk eins manns, James
H. Cyriax (1902-1985), en hann var yfirlæknir endur-
hæfingardeildar St. Thomas Hospital í Lundúnum í
áratugi. Ymsir aðrir hafa auðvitað komið að verkinu á
síðari árum, s.s. McKenzie, Maitland, Kaltenborn,
Ongley, Ombregt o.m.fl., en margir þessara manna
voru samstarfsmenn og nemendur Cyriax.
Cyriax þróaði greiningaraðferðir, sem taka mið af og
sneiða hjá mörgum þeirra erfiðleika, sem að ofan eru
nefndir. Hann vann að því árum saman að einfalda og
fínpússa kerfið og í dag er greiningarkerfi hans notað
víða um heim og er í grundvallaratriðum óbreytt frá því
hann skildi við það.
SAGA > SKOÐUN > GREINING >
MARKVISS MEÐFERÐ > BATI
Markviss meðferð krefst undangenginnar nákvæmrar
greiningar og staðsetningar á meinsemdinni. Til að ná
þessu markmiði að því er hreyfikerfið varðar, þarf að
taka nákvæma sögu og gera kerfisbundna skoðun á öll-
um þeim vefjum, sem hugsanlega gætu valdið viðkom-
LÆKNANEMINN
26
1. tbl. 1997, 50. árg.