Læknaneminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Læknaneminn - 01.04.1997, Qupperneq 31

Læknaneminn - 01.04.1997, Qupperneq 31
Líkamsklukkan og melatónín Helgi Kristbjarnarson Margir þættir í starfsemi líkamans breytast með tíma sólarhringsins. Líkamshitinn hækkar eftir því sem líður á daginn, en fellur í byrjun nætur og er lægstur um kl. 5 að nóttu. Algengt er að líkamshiti heilbrigðs manns sveiflist frá 36,4°C til 37,6°C. Seyting ýmissa horm- ona, t.d. cortisóls og adrenalíns, er einnig háð dægrum og sama gildir um starfsemi nýrna. Þessar breytingar eru óháðar því hvort maður vakir eða sefur og stjórnast afklukku Iíkamans. Suprachiasmatic kjarninn (SCN) í hypothalamus rétt ofan við chiasma opticum er venjulega talinn vera klulcka líkamans. Þegar þessi kjarni er eyðilagður rugl- ast allir sólarhringsrythmar sem ekki stjórnast af ytri þáttum. Þessi kjarni er nær eingöngu gerður úr frum- um sem innihalda GABA og virðist þetta boðefni gegna lykilhlutverki í stjórnun svefns og vöku. Vel þekkt er að bensódíazepínlyf virka sem agonistar við GABA, og kann það að vera skýringin á svæfandi verk- un þeirra. Reyndar er svona klukka til staðar í flestum lífverum, jafnvel í jurtum. Blóm sem opna krónu sína á daginn og loka á næturnar halda því áfram þótt þau séu höfð í svarta myrkri. Fólk sem dvelur í myrkri eða þar sem það fær enga vísbendingu um tíma, heldur áfram sólar- hringsrythma sem þó er venjulega talinn vera um 25 klst. STILLING LÍKAMSKLUKKUNNAR Dægurvilla er það nefnt þegar líkamsklukkan er ekki rétt stillt miðað við sólargang. Þeir sem ferðast yfir marga lengdarbauga t.d. í flugi lenda gjarnan í dægur- Helgi Kristbjarnarson er sérfrœðingur t geSHkningum og tauga- lífeðlisfrœði og hefur um árabil stundað rannsóknir á svefni og svefnsjúkdómum. villu þegar þeir koma á áfangastað, og tekur noldcra daga að endurstilla líkamsklukkuna. Athyglisvert er að það tekur lengri tíma að jafna sig eftir ferð í austur en í vestur, þ.e. að erfiðara er að flytja líkamsklukkuna fram en aftur. Dægurvilla er einn af orsakaþáttum svefn- leysis. Það kallast hins vegar dægurskrið þegar líkamsklukk- an gengur ekki rétt og er lengur en 24 klst. að fara einn hring. Þeir sem eru haldnir þessum sjaldgæfa kvilla eiga oft í tímabundnum erfiðleikum með svefn en þessir erfiðleikar eru breytilegir frá einni viku til annarrar. Þessi kvilli er þó nokkuð algengur hjá alblindu fólki, er talinn hrjá um þriðjung þeirra. Sólarhringssveiflan nefnist circadian rythmi (circa = um, diem = dagur) en í líkamanum eru á ferli fleiri ryt- hmar, bæði ultradian og infradian. Nafnið ultradian vísar oftast til 90 mínútna sveiflu í starfsemi ósjálfráða taugakerfisins og í skiptingu svefns milli draumsvefns og djúpsvefns. Infradian rythmar eru tíðahringur kon- unnar og árstíðasveifla í líkamsstarfsemi sem þó er nokkuð umdeilt hvort er til staðar hjá mönnum. SYFJA Þreyta og syfja aukast ekki línulega með tímanum frá því fólk svaf st'ðast, heldur er syfja háð tíma sólarhrings. Þannig má búast við mestri þreytu og syfju (fatique) um ld. 5 að nóttu, sem minnkar aftur með morgnin- um, þótt fólk hvílist ekki. Skýringu á þessu má finna í módeli Borbélys sem gerir ráð fyrir tveimur þáttum „process S“ og „process C“ sem sameiginlega stjórna svefni. S er viðsnúinn exponential ferill sem vex með tímanum frá síðasta svefni og gæti verið magn óþekkts efnis sem safnist fyrir í heila í vöku, en eyðist í svefni, S fellur hratt þegar fólk sofnar. C er sínusferill sem Iík- ist hitastigsbreytingu líkamans. Hann er lægstur um ld. LÆKNANEMINN 29 1. tbl. 1997, 50. árg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.