Læknaneminn - 01.04.1997, Side 32
Helgi Kristbjamarson
Mynd la). Myndin sýnir kenningu Borbélys um
C- og S-ferla. Tilhneiging til svefns stendur í
réttu hlutfalli við hæð S-ferils. Hár C-ferill
vinnur gegn tilhneigingu til svefns.
Mynd 2) Myndin skýrir hvers vegna svefn eftir
30 klst. vöku getur oft verið stuttur og lítið
endurnærandi.
5 að nóttu. Þegar bilið milli þessara ferla er mest er syfj-
an mest, þ.e. þegar S hefur hátt gildi en C lágt gildi
(mynd la). Lögun S-ferilsins skýrir hvers vegna lítill
blundur að degi til getur oft seinkað náttmáium veru-
lega. (mynd lb). Læknar, sem vinna næturvaktir til ld.
10 næsta morgun, þekkja vel hve erfitt er að ná góðum
svefni eftir slíka vakt (mynd 2).
LÍKAMSKLUKKAN 0G ÞUNGLYNDI
Lengi hefur verið vitað að þunglyndisjúkdómi fylgja
vissar svefntruflanir, einkum að fóllc vaknar oft snem-
ma á morgnana. Onnur tegund þunglyndis (atypical
depression) lýsir sér með aukinni svefnþörf. Þessi sjúk-
dómur er náskyidur skammdegisþunglyndi sem lcemur
fram á veturna þegar birta er lítil.
LÆKNANEMINN 1
Mynd lb) Myndin sýnir hvernig stuttur svefn
að deginum til getur seinkað svefnmálum veru-
lega.
Vitað er að ef fólki, sem er mjög þunglynt, er haldið
vakandi heilan sólarhring batna einkennin verulega, en
þessi bati hverfur strax og sjúklingurinn fær að sofna,
jafnvel stutta stund, þannig að þessu er ekki hægt að
beita til lækninga.
Tvær kenningar hafa einkum verið uppi um sam-
bandið milli líkamsklukku og þunglyndis. Onnur ger-
ir ráð fyrir að S- og C-ferlarnir séu ekki í fasa í þung-
lyndi, en hin að S-ferillinn sé of hægur (mynd3). Báð-
ar kenningarnar leitast við að skýra árvöku þessara sjúk-
linga og jákvæð áhrif vöku á einkenni, en hvorug skýr-
ir þó eðli þunglyndissjúkdóms með fullnægjandi hætti.
Sýnt hefur verið fram á jákvæð áhrif ljósmeðferðar á
skammdegisþunglyndi, sem skýrst gæti með hömlun á
melatónínframleiðslu eða færslu á circadían fasa, en
melatónín hefur elcki reynst nýtilegt til að lækna þung-
lyndi.
MELATÓNÍN
Melatónín er aðalframleiðsluefni heilakönguls, cor-
pus pineale. Þessi kirtill, sem stundum er kallaður epi-
íysa, er á margan hátt áþekkur heiladinglinum
(hypofysunni) í útliti og líffræðilegri gerð og hefur því
vakið athygli lækna frá alda öðli. Heimspekingurinn
René Decartes taldi epifysuna vera heimkynni sálarinn-
ar. Ríkulegt háræðanet sem umlykur kirtilinn er svo
blóðríkt, að aðeins í nýrunum er að finna meira blóð-
streymi miðað við rúmmál.
Þótt þessi kirtill sé staðsettur utan á heilanum getur
1. tbl. 1997, 50. árg.