Læknaneminn - 01.04.1997, Page 42
Fritz H. Berndsen 1), Tómas Guðbjartsson 2), Jónas Magnússon 3)
Mynd 9. Sjálfhelduhaull [44]
a) Smágirni hjá sjúklingi með sjálfhelduhaul og skerta blóðrás til garnarinnar (strangulatio). Dökku svæðin eru þau sem
voru klemmd inni í haulnum en búið er að draga smágirnið út úr haulnum. b) I þessu tilfelli þurfti ekki að nema á
brott dökku svæðin þar sem görnin jafnaði sig þegar lagðir voru yfir hana volgir dúkar.
dreginn inn í kviðarholið er bakveggurinn styrktur með
því að leggja yfir hann poiypropylene-net.
Aðgerðir við lœrishaul
Lærishaular (hernia femoralis) eru um 7% af öllum
kviðslitum[46] og eiga þeir upptök sín neðan við nára-
bandið í svokölluðum lærisgangi (canalis femoralis) og
þar liggur haullinn miðlægt við v. femoralis (sjá fyrri
grein). Eins og áður hefur komið fram eru lærishaular
algengastir hjá eldri konum, sérstaklega hjá þeim sem
gengið hafa með mörg börn og hjá feitum einstakling-
um. Hættan á sjálfhelduhaul er umtalsvert meiri en hjá
sjúklingum með nárahaula og því mikilvægt að taka
þessa sjúldinga til aðgerðar fyrr en síðar. Aðgerðirnar er
bæði hægt að framkvæma opið með náraskurði eða
með kviðsjá. Tiltölulega stór hluti aðgerðanna eru
bráðaaðgerðir vegna sjálfhelduhauls og eru þá
kviðsáraðgerðir og aðgerðir með neti síðri kostur.
Margir kjósa í slíkum tilvikum að notast við Nyhus að-
gerð (sjá kafla um endurtekin kviðslit) þar sem auðvelt
er að kanna ástand garnarinnar áður en kviðslitinu er
lokað. Þessari aðgerð er einnig hægt að beita í valað-
gerðum (electiv op.) með eða á nets. Margir kjósa þó
svokallaða McVay aðgerð en hún er ekki ósvipuð
Shouldice aðgerðinni nema hvað saumað er dýpra í
neðra blaðið þ.e. í svokallað Cooper's ligament (í stað
fascia transversalis og nárabandsins). Með þessu móti er
lærisganginum lokað. Hættan á endurteknu kviðsliti er
minni eftir aðgerðir á lærishaulum en nárahaulum.
Fylgikvillar kviðslitsaðgerða
Helstu fylgikvillar skurðaðgerða eru sýndir í töflu I.
Við fyrstu nárakviðslitsaðgerð eru alvarlegir fylgi-
kvillar í aðgerðinni sjálfri sjaldséðir og skurðdauði nán-
ast eingöngu bundinn við þá sem gangast undir bráða-
aðgerðir vegna sjálflielduhaula þar sem drep verður á
görn (mynd 9) [1]. Minniháttar blæðingar eru al-
gengastar en ef farið er ógætilega eru stórar æðar, a./v.
femoralis og a/v. epigastrica inf. slcammt undan. Fylgi-
kvillar eru mun algengari í aðgerðum á endurteknum
kviðslitum enda oft töluvert um samgróninga og líf-
færafræðin ruglingslegri. Sama á við um stóra hliðlæga
haula sem teygja sig niður í pung. Þeir geta Iegið upp
að a./v. testiculare og vas deferens og verður því að fara
varlega þegar haullinn er losaður frá sáðstrengnum
[26].
Fylgikvillar eftir aðgerð eru hinsvegar algengari. Þeir
geta verið í tengslum við svæfingu eða hryggdeyfingu
en eru oftar af völdum sjálfrar skurðaðgerðarinnar [27].
Eldri karlar eiga oft erfitt með að kasta vatni fyrst eftir
LÆKNANEMINN
40
1. tbl. 1997, 50. árg.