Læknaneminn - 01.04.1997, Page 47
Lifrarbólga C
Mynd 2. Lifrarsýni úr sjúklingi með lifrarbólgu
C. Þétt íferð lymfócýta í portal svæðin og aukin
fituíferð.
Mynd 3. Stækkuð mynd af portal svæði. Gall-
gangur í miðjunni. Krónisk bólga í kring og
íferð lymfócýta og plasma fruma í ganginn.
andi (6). Tvö eða fleiri eftirfarandi fýrirbæra sést í 2/3
hluta lifrarsýna: Klasar lymfócýta (lymphoid follicles) á
portalsvæðum, fituíferð í lifrarfrumur og gallganga-
bólga (myndir 2 og 3). Þessar breytingar eru þó aldrei
„pathnognomiskar“ því svipuð mynd getur sést í t.d.
primary biliary cirrhosis og autoimmune hepatitis.
FARALDSFRÆÐI
Faraldsfræði lifrarbólgu C (LC) er einna best rann-
sökuð meðal blóðgjafa. Algengi LCV mótefna í þessum
hópi er allt frá 0.2% á Irlandi og 0,6% í Bandaríkjun-
um uppí 1.2% í Suður- Evrópu ogjapan (7). Algengi
er noldcru hærra meðal almennings. Á Islandi hafa
mótefni fundist hjá 0.1% blóðgjafa (8) en alls hafa um
400 einstaklingar greinst með mótefni hér á landi
(Arthúr Löve, óbirtar niðurstöður). Talið er að allt að 5
milljónir manna í Evrópu og 4 milljónir í Bandaríkjun-
um séu sýktar af LCV.
SMITLEIÐIR 0G ÁHÆTTUHÓPAR
LCV smitast aðallega með sýktu blóði eða blóðhlut-
um en kjarnsýra veirunnar hefur einnig fundist í þvagi,
sæði og munnvatni (9). Helstu áhættuþættir íyrir LC
eru sprautun fíkniefna í æð, að hafa þegið blóð eða
blóðhluta, blóðskilun og ígræðsla líffæra úr LCV smit-
uðum einstaklingum (mynd 4). I Bandaríkjunum og
flestum Evrópuríkjum hafa 30-50% sjúklinga engan
þekktan „parenteral" áhættuþátt. Uppruni sýkingar-
innar hjá þessum einstaklingum er óþekktur en virðist
tengjast kynhegðun og félagslegum aðstæðum. Á Is-
landi hins vegar hafa nánast allir LC sjúklingar þekkt-
an áhættuþátt, þ.e. annað hvort sprautufíkn eða blóð-
gjöf fyrir tíma skimunar (8).
Sprautufíklar eru stærsti áhættuhópurinn en 60-90%
þeirra eru sýktir. Margir þeirra hafa einnig lifrarbólgu
B. Veiran berst á milli þessarra einstaklinga með
óhreinum áhöldum.
Eftir að blóðbankar fóru að skima blóð og blóðhluta
m.t.t. til LCV hefur lifrarbólgu í kjölfar blóðgjafar
fækkað mjög. 5-10% sjúklinga með LC hafa þó sögu
um að hafa þegið blóð, venjulega íýrir tíma skimunar.
Algengi LCV mótefna meðal heilbrigðisstarfsfólks er
svipað og meðal almennings (10). Þeir sem vinna með
sprautur eru þó í áhættuhópi. Líkur á smiti við að stin-
ga sig á nál mengaðri blóði úr sýktum einstaklingi eru
taldar innan við 10% (11).
Veiran berst sjaldan frá móður til fósturs eða nýbura
en hættan eylcst ef magn veirunnar í blóði móðurinn-
ar er mikið svo sem við ónæmisbælingu af völdum HIV
(12).
Þótt smit við kynmök virðist tiltölulega sjaldgæft
hafa rannsóknir sýnt að líkur á smiti aulcast með vax-
andi fjölda rekkjunauta (13).
EINKENNI OG SJUKDÓMSGANGUR.
Meðgöngutími lifrarbólgu C er 5-12 vikur, meðaltal
8 vikur. Innan 3ja vikna verður RNA veirunnar merkj-
anlegt í blóði. Nokkrum vikum síðar kemur fram
hækkun á transaminösum og einkenni koma svo fljót-
lega í kjölfarið. Mótefni gegn LCV koma oftast fram
LÆKNANEMINN
45
1. tbl. 1997, 50. árg.