Læknaneminn - 01.04.1997, Side 50
Sigurður Ólafsson
Taflal
Lifrarbólga C - Greining
a) Blóðrannsóknir Notagildi
1. Mótefni gegn LCV ELISA RIBA 2. LCV RNA PCR Fyrsta próf. Skimun Staðfestingarpróf (næmara,sértækara) PViremia. Svörun við meðferð
b) Lifrarsýni Virlcni bólgu. Stig (? fibrosis, cirrhosis) Utiloka aðra sjúkdóma
viðvarandi brenglun á lifrarprófum, Iangvinna lifrar-
bólgu á lifrarsýni og þeim sem tilheyra áhættuhópi.
Sjaldnast er vandamál að greina LC frá öðrum orsökum
afbrigðilegra lifrarprófa. Mikilvægt er að hafa í huga að
þessir sjúklingar geta jafnframt haft aðra lifrarsjúkdóma
svo sem af völdum alkóhóls. Þar sem algengt er að sjúk-
lingar með LC hafi eitt eða fleiri af svo kölluðum
sjálfsofnæmismótefnum svo sem ANA er viss hætta á
að þeir verði ranglega greindir með autoimmune hepa-
titis.
MEÐFERÐ
Æskilegt markmið meðferðar væri að uppræta
veiruna og koma í veg fyrir þróun sjúkdómsins í
skorpulifur og lifrarbilun. Hægt er að skipta meðferð í
1) Eftirlit og ráðgjöf, 2) Lyfjameðferð, 3) Lifrar-
ígræðslu.
1) Eftirlit og ráðgjöf
Mikilvægt er að gera sér grein fyrir stigi sjúkdómsins
Tafla II
Lifrarbólga C -Interferon meðferð
Skammtur: 3 milljónir eininga undir húð 3svar í viku
Lengd meðferðar: 12 mánuðir (ef svörun eftir 3 mánuði)
Betri árangur ef:
• HCV-RNA titer er lágur
• HCV genotýpa önnur en 1
• Lítil fibrosa í lifrarsýni
• Sjúkdómur staðið stutt
• Sjúklingur ungur
Helstu aukaverkanir:
Algeng: „Flensu-lík“ einkenni (hiti, beinverkir, slappleiki), lystar-
leysi, hárlos
Sjaldgæfari: Þunglyndi, of eða vanstarfsemi í skjaldkirtli, merg-
bæling
á hverjum tíma. Sé sjúklingurinn kominn með
skorpulifur þarf að meta hann með tilliti til fylgikvilla
svo sem ascites og portal háþrýsdngs. Slíkir sjúklingar
eru einnig í hættu á að fá lifrarkrabbamein og rétt að
gera ómskoðun af lifur og mæla alfa feto protein a.m.k.
árlega. Sjúklinga með fylgikvilla skorpulifrar þarf að
meta með tilliti til lifrarígræðslu. Sjúklingar með LC
ættu að forðast áfengi.
2) Lyjjameðferð
Interferon alfa
Interferon alfa er eina lyfið sem er í almennri notkun
í heiminum við lifrarbólgu C. Interferon eru protein
sem hafa „andviraT og ónæmisstýrandi eiginleika. Þau
bindast sérstökum viðtökum á yfirborði fruma, virkja
ýmsa hvata og gen sem hafa áhrif á veiru margföldun
(27). Þau auka einnig virkni náttúrulegra drápsfruma,
auka þroska frumudrepandi T fruma og auka tjáningu
HLA mótefnavaka af flokki I á yfirborði fruma. Venjan
hefur verið að gefa (sprauta) 3 milljónir eininga undir
'LANDSINS MESTA ÚRVAL TÖLVU- OG FRÆÐIBÓKA^
bók/hJa, /túdei\t\
Við Hringbraut 101 Rvk. Sími 561 5961 Fax 562 0256
l Netfang http://www.centrum.is/unibooks/ j
LÆKIMANEMINN
48
1. tbl. 1997, 50. árg.