Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1997, Blaðsíða 53

Læknaneminn - 01.04.1997, Blaðsíða 53
INNGANGUR Ofnæmi og astmi hefur farið vaxandi í hinum vest- ræna heimi sl. 20 ár. Orsök þessarrar aukningar er sennilega margþætt. Þó virðist sem aukning á ofnæmisvökum í híbýlum nútímans geti haft veruleg áhrif. Við eyðum æ meiri tíma innandyra og verðum því meira fyrir þessum ofnæmisvökum. Auk þess fer fjöldi gæludýra á heimilum vaxandi, og er nú svo komið að um helmingur allra heimila er annað hvort með hund eða kött nema hvort tveggja sé! Á árum áður voru þessi dýr mest utandyra en alls ekki í stássto- funni og sváfu ekki í rúmi eða á kodda eiganda síns eins og nú tíðkast. Híbýli eru byggð til að spara orku og þannig þéttari en áður, loftræsting er oft minni og algengara er að leggja t.d. filt teppi í hólf og gólf en áður tíðkaðist. Einnig er mun meira af innan- stoklcsmunum, bólstruðum húsgögnum, gardínum og bólcum í vistarverum okkar en áður þekktist. Allir þes- sir þættir leiða til þess að dýrahárin geta safnast fyrir í miklu magni og erfiðara verður að þrífa og ná þeim í burtu. Mikill umgangur innandyra veldur því að ofnæmisvakarnir frá dýrahárunum þyrlast upp og valda meiri einkennum frá augum, nefi og lungum en ef þeir lægju óáreittir í kyrrlátu herbergi. Nú verður fjölbreytni gæludýr æ meiri t.d. naggrísir, hamstur, kanínur og mýs. Dæmi eru til þess að þessi dýr séu ekki einungis á heimilum, heldur einnig skólastofum og leikskólum. HVAÐA DÝR VALDA HELST OFNÆMI ? Ofnæmi hefur verið lýst af flestum dýrategundum. Þó er ofnæmi mun algengara af sumum dýrategundum en öðrum. Ræður þar mest um hversu algeng dýrin eru Unnur Steina Björnsdóttir sérfrœðingur í ojhœmissjúkfómum og lyflœkningum, VtfilstaSasítala. og DavíS Gíslason yfirlaknir, sér- frxSingur í ónamissjiíkdómum og lyfhekningum, VífilstaSaspítala. Ofnæmi íyrir dýmm Unnur Steina Björnsdóttir og Davíð Gíslason (t.d. kettir, hundar) og hversu sterkir ofnæmisvakar þeirra eru (nagdýr, kettir). I erlendum rannsóknum hefur lcomið í ljós að milli 5-10% einstaklinga eru með jákvæð húðpróf fyrir kött- um eða hundum og að 15-30% sjúklinga með ofnæmiskvef eru með jákvæð húðpróf. I þeim rannsóknum er kattarofnæmi um tvisvar sinnum algengara en hundaofnæmi. Atvinnusjúkdómar vegna dýraofnæmis eru einnig vel þeklctir, t.d. hjá einstakl- ingum sem vinna landbúnaðarstörf. Þó þar beri hæst ofnæmi fyrir heymaurum á Islandi (t.d. Lepidoglyphus destructor, þar sem 12 % bænda eru með jákvæð húðpróf) er einnig þeklct ofnæmi fyrir kúm, sauðfé og svínum. Ofnæmi fyrir nagdýrum er sérstaldega algengt meðal rannsóknarfólks sem umgengst tilraunadýr t.d. rottur og mýs á tilraunastofum. Tíðni nagdýraofnæmis á íslandi er nánast óþelckt, en 15-30% allra sem vinna slílc rannsóknarstörf eru næmir. Þar eru rottur algen- gastar, síðan kanínur og svo naggrísir. SJUKDOMSEINKENNI Ofnœmiseinkenni árið um kring Ofnæmisvakar frá dýrum eru í umhverfi okkar árið umkring. Sjúklingar með ofnæmi fyrir dýrum þjást því á öllum tímum árs. Þó verður áberandi aukning einkenna á haustin og veturna þegar innivera okkar eylcst og skólaganga hefst. Sem dæmi mætti taka dreng sem skyndilega fær auknar nefstíflur og astmaköst í september eftir einkennalausan tíma yfir sumar- mánuðina. Læknirinn sem rannsakar hann kemst að því að eftir að hann byrjaði aftur í skólanum, hengir hann úlpuna sína á snaga við hliðina á snaga vinar síns sem á kött. Auk þess sitja þeir félagar hlið við hlið. A húðprófi kemur svo í ljós að sjúklingurinn er með jákvæða svörun fyrir köttum. Fnæs, dæs og hvœs Einkenni um dýraofnæmi geta verið vægur kláði í LÆKNANEMINN 51 1. tbl. 1997, 50. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.