Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1997, Side 67

Læknaneminn - 01.04.1997, Side 67
Williams-Beuren heilkenni, Sjúkratilfelli fundoplicatio og útvíkkun á vélinda. Eftirmála þess er að hluta gerð skil hér að framan. SJÚKRASAGA Eins og áður segir hefur hann farið í endurteknar útvíkkanir á vélinda vegna þrengsla. Nú kemur hann inn með þriggja vilcna sögu um kyngingarörðugleika þar sem allt fast fæði stendur illilega í honum. Undanfarnar 3 vikur hefur hann því einungis nærst á fljótandi fæði og verið að léttast fyrir innlögn. Einkenni nú samsvara fyrri einkennum um þrengingu. SKOÐUN: Almennt: Fjörlegur og hress 15 ára piltur sem gefur ágætis sögu. Er aðeins á eftir í almennun þroska samkvæmt þroskaprófum, en vel með á nótunum. Hann er mjög grannholda, er 151 cm og liðlega 39 kg, sem er 2. staðalfrávikum undir meðallagi bæði í þyngd og hæð. Hann lítur því út fyrir að vera yngri en lífaldur gefur til kynna. Höfuð: Andlitslag er sérkennilegt með lágsætum eyrum, breiðu enni, lágri nefrót og uppbrettu nefi. Einnig er munnur stór með framhangandi neðri vör. Þá er tiltölulega langt milli augna. (mynd 2) HNE: Hljóðhimnur sjást ekki sökum mergs. Slímhúðir í koki eru eðlilegar. Tunga er grófgerð og harði hluti góms er hástæður. Gómbogar lyftast jafnt. Tennur eru skakkar en heilar. Augu: Augnhreyfingar eðlilegar. Háls: Hvorki struma né stasi. Barki í miðlínu og skagar fram. Brjóstkassi: Symmetrískur og lyftist jafnt við öndun. Lungu: Eðlileg lungnahlustun. Hjarta ogœðakerfi: l.og 2. hjartatónn heyrast og vægt II0 systólískt óhljóð sem heyrist best við vinstri brjóst- beinsrönd. Heyrist elcki leiðni. Utlægir púlsar greinast vel. Púls er 135 og blóðþr. 140/85. Kviður: Er með nokkur ör eftir lcviðslitsaðgerðir og Nissen. Er mjög grannholda. Er eymslalaus og ekki þreifast fyrirferðir né líffærastækkanir. Ytri kynfieri: Eðlileg. Utlimir: Beinaberir en annars eðlilegir. Fingur stuttir sem og tær. Gróf taugaskoðun: Tonus er eðlilegur og viðbragðs- bogar jafnir, en líflegir. Skyn er eðlilegt sem og kraftar. Mynd 2a Mynd 2b Spilar á trommur samkvæmt sögu og krefst það mikill- ar samhæfingar hreyfinga. Geðskoðun: Er viðmótsþýður og kátur. Næst gott samband við hann og segir hann gjarnan frá því sem hann hefur gaman af. Er einum beklc á eftir í skóla, en finnst gaman og gengur þokkalega með sérkennslu. 1 þessari innlögn kom í ljós þrenging á vélinda sem var í kjölfarið víkkað út. Einnig leit hjartasérfræðingur á hann m.t.t. hjartasjúkdóms hans, en eklci var um neina versnun þar að ræða. Við útskrift var hann farinn að nærast vel og heilsaðist ágætlega. UMRÆÐA Einkenni: Williams-heilkenni er fjölkerfa sjúkdómur og geta einkennin verið mismunandi á milli einstakl- inga. Hér verður farið yfir helstu líffærakerfin sem sjúkdómurinn leggst á. Augu: Skjálgi (strabismus) er mjög algengur. Þannig var tíðnin 54% skv. Winter et al. (4). í flestum tilfell- um er skjálginn af innlægri gerð (esotropia). Einnig er fjarsýni algeng.(l) HNE: Endurteknar miðeyrnabólgur koma oft fyrir. Fylgjast þarf því með heyrnartapi.(l) Röddin er oft djúp og gróf Tennur: Skakkar tennur eru algengar og orsaka skakkt bit (malocclusion). Einnig eru tennur oft litlar. (8) Skemmdir eru tíðar og þarf því góðrar tannhirðu við. Sérkennilegt andlitslag: Oft kallað álfsandlit. Ennið er LÆKNANEMINN 65 1. tbl. 1997, 50. árg.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.