Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1997, Page 68

Læknaneminn - 01.04.1997, Page 68
Hilmar Kjartansson breitt, ýmist stutt eða langt milli augna, epicanthus, lág nefrót, uppbrett nef, lágsæt eyru og stór munnur með framhangandi neðri vör. (8) Skjaldkirtill: I fáeinum tilvikum er um að ræða trufl- anir á starfsemi skjaldkirtils og þá yfirleitt vanstarfsemi hans. (1) Hjarta: Einkennandi fyrir heilkennið eru ósæðar- þrengsli fyrir ofan lokurnar (supravalvulert). Einnig koma fyrir þrengingar í lungna- og nýrnaslagæðum, sem og fleiri gallar á æðakerfi. Skv. Jones and Smith (9) voru þó 6 sjúklingar af 19 ekki með þrengingar á ósæð eða lungnaslagæðum. Þá er hár blóðþrýstingur algengur hjá fullorðnum með Williams-heilkenni, en í rannsókn Morris og fél- aga voru 8 af 17 með háþrýsting. (10) Meltingarfœri: Bakflæði til vélinda er algengt og við- varandi hægðatregða. Um 10-15% fá endaþarmssig (rectal prolapse). Kviðslit eru algeng. (1) Kalkbúskapur: Of hátt magn kalsíums kemur fyrir og þá helst á fyrstu árum ævinnar. Hækkað kalsíum getur þó verið viðvarandi fram á fullorðinsár skv. Morris og félögum (11). Ekki er vitað hve stórt hlutverk hækkað kalsíum spilar í sjúkdómsmynd heilkennisins. Ymsar tilgátur um truflaðan kalkbúskap hafa verið rannsakaðar. Til dæmis aukið næmi fyrir D-vítamíni (8) og breytingar á calcitonin búskap (13), en þeim rannsóknum hefur ekki tekist að varpa ljósi á orsakir truflaðs kalkbúskapsar. Þvagfœri: Helstu einkenni eru aukin tíðni þvagláta og að missa þvag að degi til (diurnal enuresis). I rannsókn Schulman og félaga (6) voru 32% sjúldinga með einkenni frá þvagfærum. Aðrir gallar í nýrum eru einn- ig algengir og af 40 sjúklingum í rannsókn Pober og félaga (12) voru 7 með galla, þar af 2 með nephrocalci- nosis og 2 með áberandi breytileika í stærð nýrna. Stoðkerfi: Minnkuð hreyfigeta um liði sem krefst sjúkraþjálfunar. (10) Vöxtur: Samkvæmt rannsóknum sem Pankau og fél- agar gerðu (14) er vöxtur hjá einstaklingum með Williams-heilkenni minnkaður. Þar kom í ljós saga vaxtarseinkunar hjá 35% stúlkna og 22% drengja í fósturlífi. Þau fylgja eftir það sinni vaxtarkúrfu og eru um tveimur staðalfrávikum undir meðalhæð hvað endanlega stærð varðar. Samkvæmt sömu rannsókn er kynþroski einnig tekinn út fyrr. Taugakerfi: Aukinn vöðvatónus í eldri einsaldingum en minnkaður hjá þeim yngri. Einnig eru viðbragsbog- ar auknir, einkum í neðri útlimum. Þá er samhæfingu hreyfinga oft ábótavant (5). Þroski: Greindarvísitala er að meðaltali um 55 (8). Eðlileg greind þekkist þó í einhverjum tilvikum, en flestir eru vægt greindarskertir. Athyglisbrestur með ofvirkni er algengur hjá kröldcum á skólaaldri með Williams-heilkenni (1). Einnig hefur alvarlegu þung- lyndi og kvíða verið lýst. Samkvæmt rannsóknum sem gerðar hafa verið hefur komið fram að greindarskerð- ingin er ekki framsækin og einstaklingarnir tapa ekki andlegum eiginleikum, s.s. reiknings- eða lestrarhæfni, á milli tímabila (3). Þessir einstaklingar eru með einkennandi geðslag, s.k. kokteil-party persónuleiki og eru oft ræðnir. Þannig er stundum tilhneiging til að vanmeta greindarskerðingu hjá þessum einstaklingum. Orsök: Upphaflega var talað um tvo sjúkdóma, annars vegar idiopatiska hyperkalsemiu hjá ung- börnum og hins vegar supravalvular aortic stenosis. Sameiginlegt þessum sjúkdómum var hið sérstæða álfs- andlit. Beuren (18) leiddi svo líkur að því að um sama sjúkdóminn væri að ræða. Talið er að úrfelling á elastin geni geti útskýrt breytingar í stoðvef og æðavef, en þau gen sem valda hækkuðu kalsíum, sérkennilegu andlitslagi og greind- arskerðingu hafa ekki fundist enn. Nýlegar rannsóknir benda til að stærri úrfellingarbútur geti þannig valdið tapi á fleiri genum. Tvö gen, WSCRl og LIMKl, hafa verið nefnd og hugsanlegt er að þau eigi stóran þátt í greindarskerðingunni (2). Greining á Williams- heilkenni er gerð með fluoroscence in situ hybridisari- on (FISH), sem sýnir fram á deletion á elastin-geninu á 7qll.23 með mikilli nákvæmni (7,16). Efþessi dele- tion finnst ekki er greiningin hugsanlega vafasöm. Líklegt þykir að flestar þessar útþurrkanir á litningi 7 séu eftir ferskar stökkbreytingar. Autosomal ríkjandi erfðir eru þó þeklctar innan fjölskyldna (8). Rannsókn Dutlys og félaga (17) bendir til þess að breytingin geti verið tilkomin vegna unequl crossing over á litningi 7 við myndun kynfrumna. Mismikil sýnd (penetrance) er á sjúkdómseinkennum og getur það útskýrst að ein- hverju leyti út frá stærð úrfellingar á litningi 7 (2). Þannig er álitið að Williams-Beuren syndrome sé orsakað af samfelldri genaúrfellingu. Tíðni: Sennilega um 1 af 10.000 fæðingum (8). Meðferð: Ef þrengingar á æðum valda einkennum þarf að lagfæra þær með aðgerð. Einnig þarf að meðhöndla of hátt kalsíum ef urn slíkt er að ræða (8). LÆKNANEMINN 66 1. tbl. 1997, 50. árg.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.