Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1997, Side 70

Læknaneminn - 01.04.1997, Side 70
Um meinferli og orsakir sóra (psoriasis) Helgi Valdimarsson iNNGANGUR Hér verður í stuttu máli og á fremur persónulegan hátt gerð grein fyrir rannsóknum sem benda til þess að T eitilfrumur gegni lykilhlutverki við myndun sóraút- brota. Einnig verður reifuð sú tilgáta að þessar T frum- ur séu sértækar fyrir aminósýruraðir sem eru sameigin- legar fyrir keratin í húð og M-prótín þ-hemólýtískra streptókoklca. Fyrst verður farið nokkrum almennum orðum um sjúkdóminn og aðdraganda þeirra rann- sókna sem greint verður frá. Þeim sem vilja fá ítarleg- ar almennar upplýsingar um vefræna mynd sjúkdóms- ins og mismunandi klínísk afbrigði hans er bent á yfir- litsgrein (1) og myndtextabækur. Sóri er algengur sjúkdómur, sem talið er að um 2 af hundraði Evrópubúa fái. Hann er oftast þrálátur en lætur þó yfirleitt ekki á sér kræla fyrr en eftir kyn- þroska, og stundum ekki fyrr en eftir fertugt. Sjúk- dómurinn er ættlægur og samrýmist birtingarmynstur hans innan fjölskyldna að fleiri en eitt gen stuðli að til- urð hans. Þótt elcki hafi ennþá verið sýnt fram á með óyggjandi hætti að sóri sé sjálfsofnæmissjúkdómur, benda nýlegar rannsóknir til þess að svo sé. Talið er að flestir sjálfsof- næmissjúkdómar eigi rætur að rekja til samspils milli erfðaupplags og umhverfisþátta, en harla lítið er ennþá vitað um hverskonar erfðaeiginleikar eða utanaðkom- andi áreiti eiga hlut að máli eða hvernig samspilinu er háttað. Þó hefur lengi verið kunnugt að sýking að völdum (3-hemólýtískra streptókokka er oft undanfari þess að sóri brýst fram eða versnar. Skilningur á orsaka- sambandinu milli streptókokkasýkinga og sóra gæti þess vegna orðið til að varpa ljósi á orsakir og meinferli fleiri sjálfsofnæmissjúkdóma. Helgi Valdimarsson. Prófessor í ónœmisfrœði og forstöðumaður rannsóknastofu Háskólans í ónœmisfrœði Landspítalanum. Oftast er auðvelt að greina sóra með sjúkrasögu og skoðun einvörðungu. Utbrotin hafa yfirleitt sérkenn- andi útlit, staðsetningu og dreifingu. Þau einkennast af mikilli hreistun, sem endurspeglar mikla hröðun í fjölgun keratinfruma í yfirhúð. Þessi fjölgun er lang- mest í útbrotaskellum, en hennar gætir líka utan þeirra í húð sem virðist klínískt heilbrigð (1). Utbreiðsla og virkni sóraútbrota er mjög mismun- andi, og getur verið taisvert breytileg hjá sama sjúldingi frá einum tíma til annars. Skellurnar eru algengastar í hársverði, aftan á olnbogum og framan á hnjám. Þeg- ar sjúkdómsvirkni vex, stækka þær skellur sem fyrir eru, fleiri myndast og þær verða rauðari vegna meiri bólgu, jafnframt því sem T frumum og makrófökum fjölgar í útbrotunum. Allt að tíundi hluti sórasjúldinga fær liðagigt. Oftast eru það stakir liðir sem bólgna, þótt liðbólgan geti í sumum tilvikum verið samhverf eins og hjá sjúklingum með iktsýki. Sóragigt er yfirleitt frem- ur væg, og gigtarþættir (rheumatoid factors) eru sjald- an hækkaðir, en einstaka sórasjúkiingur fær þó mjög ill- víga gigt. ÓNÆMISVIÐBRÖGÐ VALDA SÓRAÚTBROTUM Mikil fjölgun keratínfruma greinir sóra frá öðrum húðsjúkdómum. Rannsóknir á orsökum hans beindust því löngum að stjórnun á vexti keratínfrumanna og til- raunir til að bæta meðferðarárangur að efnum sem hamla vöxt þeirra (1). Dr. Lionel Fry, húðsjúkdóma- læknir í London, var einn þeirra sem höfðu unnið að slíkum rannsóknum um árabil, þegar hann kom að máli við greinarhöfund árið 1979 og kvaðst hafa áhuga á að kanna hvort ónæmiskerfið gæti eitthvað haft með sjúkdóminn að gera. Lengi hafði verið vitað um tengsl sjúkdómsins við (3- LÆKNANEMINN 68 1. tbl. 1997, 50. árg.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.