Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1997, Síða 72

Læknaneminn - 01.04.1997, Síða 72
Helgi Valdimarsson un sóraútbrota helst í hendur við húðíferð og ræsingu CD4+ T fruma en bati tengdist íferð og ræsingu CD8+ T fruma (3). Næsti þáttur rannsóknarinnar beindist að sjúlding- um með krónískan sóra sem voru á mismunandi með- ferð, en til viðmiðunar voru hafðir ómeðhöndlaðir sjúklingar. Helstu niðurstöður voru þær að CD4+ T frumur hverfa úr yfirhúð áður en útbrotin byrja að lag- ast. Jafnframt hverfa þessar frumur fyrr úr yfirhúð sjúklinga sem fá skjótan bata heldur en þeirra sem batnar hægt (4,5). Aður en þessar niðurstöður lágu fyrir var búið að sýna fram á að lyfið cyclosporin lamar virkni CD4+ T fruma á sértækan hátt m.a. með því að koma í veg fyr- ir að þær myndi interleukin-2 (IL-2) og fleiri frumu boðefni (cytokines). Ef sú tilgáta okkar var rétt að CD4+ T frumur gegni lykilhlutverki í því að mynda og viðhalda sóraútbrotum, ætti cyclosporin að vera mjög öflugt lyf gegn sóra. Þess vegna var fengið Ieyfi til að gefa hópi sórasjúklinga þetta lyf, og var niðurstaða þess- arar tilraunameðferðar mjög afgerandi. Utbrotin hurfu snarlega af þeim öllum sjúklingum sem fengu cyclosporin (3-4 mg/kg) en hinsvegar komu þau fljótt til baka eftir að meðferð var hætt (6). Um svipað leyti höfðu aðrir rannsakendur tekið eftir að sórasjúklingar sem fengu cyclosporin í tengslum við nýrnaígræðslu losnuðu við útbrotin meðan þeir tóku þetta lyf. Á grundvelli þessara rannsókna settum við árið 1986 formlega fram þá tilgátu að CD4+ T frumur gegni lyk- ilhlutverki í myndun psoriasis útbrota, og boðefni þess- ara fruma (cytokines) stuðli að þeirri offjölgun keratin- fruma sem einkenna sjúkdóminn (7). Þessi tilgáta vakti talsverða athygli, en margir drógu hana í efa, sér- staklega húðlæknar sem voru ennþá þeirrar skoðunar að sóri ætti fyrst og fremst rætur að rekja til truflunar í stjórnun á skiptingu keratínfruma, og íferð bólgufruma væri afleiðing en eklci orsök þessarar truflunar. Mér er það m.a. minnisstætt að eftir erindi sem ég hélt á fjölsóttum fundi í Mílanó 1986 stóð upp virtur húðlæknir og tilgreindi ýmsar nánari rannsóknir sem gera þyrfti áður en hægt væri að taka kenningu okkar trúanlega. Svar mitt var á þá leið að vitaskuld væri þetta rétt, enda væri markmið allra tilrauna að afsanna rannsóknartilgátur. Sjálfur væri ég hins vegar orðinn það sannfærður um að tilgáta okkar væri rétt, að ég hefði ákveðið að verja ekki meiri tíma og fjármunum til að reyna að afsanna hana, en fagnaði því hinsvegar að þeir sem ennþá hefðu nægilegar efasemdir helguðu sig slíkum rannsóknum, því þær væru vissulega þarfar. Reyndar hafa langflestar rannsóknir síðari ára stutt tilgátu okkar. Get ég í því sambandi ekki staðist þá freistingu að vitna í grein sem birtist nýlega í Journal of Clinical Investigation (8). 1 grein þessari er lýst tilraun- um þar sem útbrotalaus húð sórasjúklinga og heil- brigðra einstaklinga var grædd á mýs með óvirkt ónæmiskerfi (SCID mýs). Þegar ræstum T frumum sem höfðu verið einangraðar úr blóði húðgjafanna var sprautað inn í húðgræðlingana mynduðust í þeim út- brot sem líktust mjög sóra. Þar sem annar höfundur þessarar greinar haíði löngum verið í hópi þeirra sem efuðust hvað mest um að kenning okkar um mein- myndun sóra væri rétt, var ánægjulegt að sjá eftirfar- andi málsgrein í umræðukafla greinarinnar: “While psoriasis is generally viewed as a skin disease because of the prominent clinical presentation ofthick, scaling plaques, the current data strongly support the hypothesis advanced 1 Oyears ago thatpsoriasis represents apathological process driven primarily by a berration contained within the immune system”. Hér var verið að vitna í áðurnefnda tilgátu, sem við birtum í Immunology Today árið 1986. Þess skal getið að fjallað var sérstaklega um þessa grein í ritstjórnarleiðara tímaritsins. RANNSÓKNIR Á TILURÐ SÓRA Ahrif ofnœmisboðefna ájjölgtin keratínframa Eftir 1985 vörðum við talsverðum tíma og fjármun- um til að reyna að greina hvaða ónæmisboðefni gætu orsakað aukinn vaxtarhraða lceratínfruma í sóra. Við vitum nú að þessar rannsóknir gátu á þeim tíma eldci borið mikinn árangur þar sem þá var of lítið vitað um þessi boðefni, fjölda þeirra, margvíslega eiginleika og flókið samspil. Þó tókst okkur að sýna fram á að keratínfrumur sórasjúldinga höfðu minnkað næmi fyr- ir vaxtahamlandi áhrifum interferon-gamma (IFN-y), og gat þetta að hluta skýrt ofvaxtartilhneigingu þeirra (9) . Nokkru síðar sýndi þýskur rannsóknahópur fram á að T frumuklónur sem höfðu verið einangraðar úr sóraskellum í húð, geta örvað vöxt yfirhúðfrumanna (10) . Ofiirvteki, sameindahermun og sóraútbrot Um það leyti sem við vorum að verða fullsödd af LÆKNAIMEMINN 70 1. tbl. 1997, 50. árg.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.