Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1997, Síða 78

Læknaneminn - 01.04.1997, Síða 78
Arnar Víkingsson því að velja lyf fyrir ákveðinn sjúkling þarf hann að taka mið af mörgum þáttum: 1. Hversu alvarlegur er gigt- sjúkdómurinn? 2. Hvaða reynsla er af einstökum lyfj- um í viðkomandi sjúkdómi? 3. Spila önnur heilsufar- svandamál inn í lyfjaval? 4. Hverjar eru aukaverkan- irnar af lyfjunum og hver er lyfjakostnaðurinn? 1. Alvarleiki sjúkdóms (tafla 1). Gigtsjúkdómar geta verið banvænir. Sjúklingar með Wegener's granulom- atosis, polyarteritis nodosa, herslismein, lúpus nephrit- is og illvíga iktsýki hafa aukna dánartíðni. Við slíkar aðstæður vefst það lítið fyrir læknum að þörf sé á kröft- ugri meðferð til að bæta lífshorfur. En fyrir flesta gigt- sjúklinga snýst raunveruleikinn meira um sjúkleika (morbidity) en aukna dánartíðni. Vanlíðan, verkir, minnkað starfsþrek ásamt sértækari vandamálum í til- teknum sjúkdómum leiða til þess að sjúklingurinn verður óvinnufær og kraftar hans nýtast illa á heimili. Þetta endurspeglast í því að gigtsjúkdómar eru algeng- asta orsök örorku á Islandi. I Bandaríkjunum eru 60 % iktsýkissjúklinga með verulega minnkaða starfsgetu og árstekjur eru 50-70% lægri en viðmiðunarhópa (1). Nauðsynlegt er að gera sér grein fyrir þessum vanda- málum og leita leiða til að forða sjúklingnum frá slík- um örlögum. Stundum felst það í því að beita með- ferð sem við fyrstu sýn virðist óþarflega kröftug og áhættusöm fyrir sjúkdóm sem er ekki lífshættulegur, heldur “bara gigt”. 2. Hvaða lyfskal nota? Verkunarmáti bremsulyfja er æði ólíkur og áhrifamáttur einstakra lyfja háður því hvaða sjúkdómur á í hlut. T.d. er mjög góð reynsla af notkun methotrexate í iktsýki en lyfið hefur takmarkað notagildi í lúpus. Cyclosporin A hefur reynst best í sjúkdómum þar sem T frumu ofvirkni er áberandi, t.d. í sóra, en síður í öðrum, s.s. í iktsýki. 3. Onnur heilsufarsvandamál. Flest bremsulyf skapa verulegt álag á ýmsa líffærastarfsemi, einkum bein- merg. Ollum lyfjunum fylgja umtalsverðar aukaverk- anir og næmi sjúklinga fyrir einstökum aukaverkunum er verulega háð öðrum heilsufarsvandamálum. T.d. er varhugavert að gefa sjúklingi með magasár bólgueyð- andi gigtarlyf, sjúklingi með skerta nýrnastarfsemi Cyclosporin A og sjúklingi með lifrarbólgu met- hotrexate. 4. Aukaverkanir og lyfjakostnaður. Aukaverkanir bremsulyfja eru fjölmargar, sumar eru sameiginlegar flestum bremsulyfjum en aðrar einkennandi fyrir til- tekið lyf. Sameiginlegu aukaverkanirnar endurspegla að nokkru þá eiginleika flestra bremsulyfja að hafa bælandi áhrif á frumuskiptingu. Þetta kemur einkum fram í meltingarfæraóþægindum, húðútbrotum, slím- húðarsárum og mergbælingu (sjá töflu 2). Hydroxychloroquine og cyclosporin A hafa lítil slík áhrif og geta því verið kjörlyf hjá sjúklingum sem hafa sjúkdóm í beinmerg. Sértækar aukaverkanir bremsulyfja eru margvíslegar og misalvarlegar (tafla 2). Sínu alvarlegastar eru auka- verkanir alkylerandi lyfja (cyclophosphamíð og chlo- rambucil), enda eru þessi lyf því aðeins notuð að sjúk- lingurinn hafi mjög alvarlegan sjúkdóm sem svarar ekki annarri meðferð (t.d. Wegener's granulomatosis, lúpus nephritis). Lyfjakostnaður er misjafn og byggist ekld einungis á uppgefnu lyfjaverði heldur einnig á kostnaði við eftirlit út af aukaverkunum. IKTSÝKI Iktsýki er algengasta tegund liðagigtar, tíðnin talin liggja á bilinu 1-4% þýðis. Flestir sjúklingar fá út- breiddar liðbólgur; einkum í fingurliði, úlnliði, axlir, hné, ökkla og tábergsliði, en raunar getur hvaða synovi- al liður sem er orðið fyrir barðinu á iktsýkinni. Sumir sjúklingar fá jafnframt einkenni utan stoðkerfis, s.s. brjósthimnubólgu, gollurshúsbólgu, bandvefsmyndun í lunga, gigtarhnúta, sicca einkenni, taugabólgur og æðabólgur. Sjúkdómsgreining byggist f.o.f. á klínik þar sem mest einkennandi eru samhverfar fjölliðabólg- ur í smáliðum handa. Hækkaður gigtarþáttur mælist í 85-90% sjúklinga og styður sjúkdómsgreininguna. Sjúkdómsgangur er mjög breytilegur, allt frá „vægri iktsýki“ þar sem sjúklingurinn hefur óveruleg liðein- kenni, fulla starfsgetu og fær engar liðskemmdir, yfir í „illvíga iktsýki" þar sem vaxandi liðskemmdir leiða til ævilangrar fötlunar og styttingar á lífslíkum sem nem- ur 5 til 10 árum (1). Meðferðaráætlanir fyrri ára fólu í sér svokallaða „pýramída nálgun”, þar sem byrjað var á að nota bólgu- eyðandi gigtarlyf fyrstu 6 til 24 mánuðina (sem voru á botni pýramídans). Ef svörun við bólgueyðandi gigtar- lyfjum var ófullnægjandi fikruðu læknarnir sig upp pýramídann og reyndu næst veik bremsulyf (t.d. hydroxychloroquine) og síðan öflugri bremsulyf ef þurfti til að halda einkennum niðri. Með slíkri með- ferðaráætlun tók það oft nokkur ár að finna endanlegt LÆKNANEMINN 76 1. tbl. 1997, 50. árg.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.