Læknaneminn - 01.04.1997, Page 83
Meðferð gigtsjúkdóma - seinni hluti - Sjálfsofnæmissjúkdómar
Mynd 2. Sjúklingur með hrygggigt. Á 25 ára tímabili hafa hryggjaliðir runið saman, líkamsstaða
breytist og sjúldingurinn orðið óvinnufær. Með bólgueyðandi meðferð og sjúkraþjálfun er hægt að
forðast svo alvarlegar hryggskemmdir.
leiða til þess að líkamsstaða linast og hryggurinn sveig-
ist fram. Ef hryggurinn rennur síðan saman í
framsveigðri stellingu getur sjúklingurinn ekki lengur
rétt úr sér, allar daglegar athafnir verða erfiðar og sjúk-
lingurinn verður óstarfhæfur (sjá mynd2). Sjúkraþjálf-
un mýkir, teygir og styrkir bakvöðva og liðbönd og við-
heldur eðlilegri líkamsstöðu.
RAUOIR ÚLFAR (LÚPUS)
Lúpus er sjúkdómur sem getur birst í margvíslegum
myndum og haft áhrif á hvaða líffærakerfi sem er (11).
Meðferð tekur f.o.f. mið af þeim einkennum sem við-
komandi sjúklingur hefur en ekld af því hvort sjúkling-
urinn er með lúpus eða ekld. Þannig krefst bólga í
nýrnagauklum öflugrar ónæmisbælandi meðferðar en
sjúklingur sem hefur f.o.f. einkenni frá stoðkerfi eða
húð fær vægari meðferð. Tctfla 3a sýnir helstu einkenni
í lúpus. 95% sjúklinga hafa kjarnamótefni (ANA) í
blóði og yfir helmingur hefur jafnframt hækkun á
mótefnum gegn dsDNA eða Sm. Þessi síðast nefndu
mótefni eru sértæk fyrir lúpus og staðfesta sjúkdóms-
greininguna.
Meðfei-ð á lúpus fellst í notkun malaríulyfja (hydrox-
ychloroquine), bólgueyðandi gigtarlyfja, sykurstera og
annarra ónæmisbælandi lyfja (einkum azathiopríns og
cyclophosphamíðs). Hydroxychloroquine myndar
grunninn í meðferðinni, sérstaklega hjá þeim mörgu
sjúklingum sem kvarta yfir liðverkjum, þreytu, slapp-
leika eða hafa hita, húðútbrot og hárlos, því hydroxy-
chloroquine hefur góð áhrif á þessi einkenni. Oðrum
lyfjum er síðan bætt við eftir því sem við á. Hér á eft-
ir verður rætt um meðferð mismunandi vandamála í
lúpus.
I. Stoðkerfisverkir og þreyta.
Liðverkir og liðbólgur eru algengar í lúpus. Liðbólg-
ur sjást aðallega í smáliðum handa, úlnliðum og í
hnjám. Liðvökvinn er „inflammatoriskur“ en oftast
sést minni bólguvirkni en í iktsýki og liðskemmdir eru
fátíðar. I stöku tilfelli afmyndast liðir án þess að lið-
skemmdir sjáist (Jaccoud's arthropathy). Meðferð
beinist að því að draga úr einkennum en ekki að forða
liðskemmdum eins og í iktsýki. Bólgueyðandi gigtarlyf
eru fyrsta meðferð, en hydroxychloroquine verkar yfir-
leitt vel á liðbólgur í lúpus og er kjörmeðferð hafi sjúk-
lingar margar aðrar kvartanir, sbr. hér að ofan. I slæm-
LÆKNANEMINN
81
1. tbl. 1997, 50. árg.