Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1997, Side 85

Læknaneminn - 01.04.1997, Side 85
Meðferð gigtsjúkdóma - seinni hluti - Sjálfsofnæmissjúkdómar Skammtímaárangur af slíkri kröftugri meðferð er oftast góður en óljóst hvort þessi meðferð breytir langtíma- horfum. IV- Miðtaugakerfi. Einkenni frá miðtaugakerfi eru margvísleg, allt frá starfrænum kvillum (t.d. þunglyndi, vægar minnis- truflanir) yfir í psychosur, lamanir og krampa. I hverju tilfelli er mikilvægt að gera sér grein fyrir undirrót kvartananna svo að hægt sé að beita réttri meðferð: Æðabólgur, heilabólgur, blóðsegar og starfrænir kvillar meðhöndlast á ólíkan hátt. Eftir aðstæðum í hverju til- felli eru því notuð ónæmisbælandi lyf, blóðþynning eða geðlyf. SJÖGREN S HEILKENNI I Sjögren's heilkenni leiðir bólga í tárakirtlum og/eða munnvatnskirtlum til þurrkeinkenna frá augum og/eða munnholi. Meðferð miðar f.o.f. að því að draga úr þurrkeinkennunum með gervitárum og munnskolum. Þessu vandamáli verður ekki gerð frekari skil hér en vís- að í grein Björns Guðbjörnssonar um Sjögren's heil- kennið í þessu tölublaði Læknanemans. POLYMYOSITIS OG DERMATOMYOSITIS Fjölvöðvabólga (Polymyositis) einkennist af mátt- leysi sem er mest áberandi í nærvöðvum útlima og í hálsvöðvum. Máttleysi í kyngingarvöðvum, öndunar- vöðvum og bandvefsmyndun í lungum eru alvarleg vandamál sem geta leitt til öndunarbilunar. í Dermatomyositis sést auk ofannefndra einkenna húð- útbrot, einkum í andliti (heliotrope rash) og á fingrum (Gottron's papules). An meðferðar veslast sjúklingurinn upp vegna vax- andi máttleysis og erfiðleika við að nærast. Sjúkdóms- greining byggist á einkennandi sjúlcrasögu og skoðun, hækkun á vöðvaensímum (kreatín kínasi og aldolasi), vöðvariti og vöðvasýni. Flestir sjúklingar eru ANA já- kvæðir og um þriðjungur hafa anti-Jo 1 mótefni sem eru sértæk fyrir fjölvöðvabólgu. Mikilvægt er að hefja lyfjameðferð sem fyrst og beita kröftugri meðferð til að hindra frekari vöðvaskemmdir. Ef töf verður á meðferð og sjúldingur er þegar kominn með umtalsvert mátt- leysi eru langtímahorfur verri (14) Meðferð: Prednisólón 1-2 mg/kg/dag í tvískiptum skömmtum. Jafnframt er gefið methotrexate eða azat- hioprine í þeim tilgangi að ná steraskömmtum fljótar og betur niður. Árangur meðferðar er metinn út frá sögu og kliniskri skoðun ásamt mælingu á vöðvaensím- um. Algengt vandamál í meðferð þegar frá ltður er að meta hvort vaxandi máttleysi stafi frá aukinni virkni í vöðvabólgusjúkdómnum eða frá steramyopathiu sem einnig veldur máttleysi í nærvöðvum útlima. Reynt er að forðast þessa aukaverkun stera með því að nota met- hotrexate eða azathioprine samhliða. Þegar bráðastig vöðvabólgunnar er afstaðið er markviss endurhæfing æskileg, þar sem áhersla er lögð á að byggja upp veikl- aða vöðva. Fara verður rólega í sakirnar, annars getur endurhæfingin haft skaðleg áhrif. HERSLISMEIN (SCLERODERMA) Herslismein eru mjög sjaldgæfur en alvarlegur band- vefssjúkdómur þar sem lyfjameðferð hefur gefið lélega raun og dánartíðni er há (10 ára lifun 50-75%). Sjúk- dómurinn einkennist af herslum í húð (scleroderma) sem eru mest áberandi á útlimum og í andliti en getur jafnframt komið á bolinn, einkum í alvarlegustu tilfell- unum. Húðin herpist saman og „límist“ við undir liggjandi vef þannig að teygjanleiki húðar hverfur. Á höndum leiðir þetta til þess að fingurnir verða óhreyf- anlegir. Aðrar algengar húðbreytingar eru kalkútfell- ingar og æðagúlar (telangiectasíur). Flestir sjúklingar eru með liðverki/bólgur, slæmt kuldanæmi (Raynaud's) og brjóstsviða (vegna bandvefsíferðar í vél- inda). Pneumonitis, cardiomyopathia, háþrýstingur í lungnablóðrás og nýrnabilun eru alvarlegustu vanda- málin og leiða oft til dauða. Sjúkdómsgreining byggist á sögu og klínískri skoðun, mótefnamælingum og í völdum tilfellum á húðsýni. Flestir sjúklingar eru ANA jákvæðir. Annað hvort anti-centromer eða anti-Scl 70 mótefni finnast í um helmingi sjúklinga og eru nokk- uð sértæk fyrir scleroderma. Meðferð: Engin meðferðarform virðast breyta Iang- tímahorfum sjúklinga. D-penicillamin dregur úr húð- herslum og liðverkjum og er sú meðferð sem mest hef- ur verið reynd (15). I vaxandi mæli er farið að nota methotrexate og jafnvel cyclophosphamíð (16). Þessar tilraunameðferðir hafa í sumum tilfellum slcilað þolcka- legum árangri. Meðferð Raynaud's fyrirbrigðis byggist á því að forðast þætti sem auka á æðasamdrátt (s.s. kaf- fein drykki, nikótín og æðaþrengjandi lyf) og klæðast LÆKNANEMINN 83 1. tbl. 1997, 50. árg.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.