Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1997, Síða 86

Læknaneminn - 01.04.1997, Síða 86
Arnar Víkingsson góðum hlífðarfötum. Æðavíkkandi lyf (kalsíum hemj- arar, alfa-hemjarar og nítröt) draga oft úr kuldaáhrif- um. I slæmum tilfellum þar sem vefjadrep er yfirvof- andi er reynt ganglion blokk eða prostaglandín L (Iloprost) gjöf. FJÖLVÖÐVAGIGT OG GAGNAUGASLAGÆÐABÓLGA Fjölvöðvagigt og gagnaugaslagæðabólga eru senni- lega tvær mismunandi myndir af sama undirliggjandi vandamáli. Allt að þriðjungur sjúklinga með fjölvöðva- gigt hefur jafnframt gagnaugaslagæðabólgu. I báðum sjúkdómunum eru sjúklingarnir yfir fimmtugt og slappleiki, þyngdartap, hiti og söltkhækkun ásamt krónisku blóðleysi eru algeng vandamál. Fjölvöðvagigt einkennist af verkjum og miklum stirðleika í axlargrind og mjaðmagrind, oft að því marki að sjúklingurinn er ófær um að sinna vinnu og jafnvel einföldum daglegum þörfum. Sjúkdómurinn veldur ekki varanlegum vefja- skemmdum og því miðast meðferðin að því að draga úr einkennum. Gagnaugaslagæðabólga einkennist einkum af höfuðverk, sjóntruflunum og kjálkaöng. Ólíkt fjölvöðvagigtinni leiðir ómeðhöndluð gagnaugaslag- æðabólga til vefjaskemmda, algengast er sjóntap og jafnvel blindu vegna lokunar á slagæðum til augans. Meðferðaráætlun miðast þess vegna bæði að því að draga úr einkennum og að koma í veg fyrir sjóntap. Sjúkdómsgreining ijjölvöðvagigt byggist f.o.f. á fyrr- nefndum einkennum ásamt viðvarandi sökkhækkun. Aður en meðferð hefst þarf með góðri sjúkrasögu og skoðun ásamt völdum rannsóknum að útiloka aðra sjúkdóma sem gætu gefið svipuð einkenni, s.s. liðagigt, fjölvöðvabólgu, króniskar sýkingar, vanstarfsemi í skjaldkirtli og illkynja sjúkdóma. Einnig þarf að meta hvort ástæða sé til að taka sýni frá gagnaugaslagæð. Þó svo að sjúklingurinn hafi engin sértæk einkenni um gagnaugaslagæðabólgu gæti samt verið ástæða til sýna- töku, einkum ef sjúklingurinn er með hita eða mikla sökkhækkun (>60-70mm/klst). Eins og fyrr greinir beinist meðferð í fjölvöðvagigt eingöngu að því að draga úr einkennum. Algengast er að gefa prednisólón í upphafsskammti 20 mg að morgni (17). Svörun við prednisólón er oft mjög dramatísk þannig að sjúkling- urinn verður einkennalaus á 1-2 dögum. Slík svörun styður mjög greiningu fjölvöðvagigtar. Ef svörun við 20 mg af prednisólón er ófullnægjandi er full ástæða til að endurskoða sjúkdómsgreininguna, hafandi í huga samfarandi gagnaugaslagæðabólgu eða aðra sjúkdóma eins og að ofan greinir. Eftir að fullnægjandi svörun hefur náðst (nær alltaf innan 2ja vikna) er hratt dregið úr prednisólón gjöf að þeim skammti þar sem aftur fer að bera á einkennum. Sjúklingnum er síðan haldið á lágmarksviðhaldsskammti um óákveðinn tíma, allt eft- ir því hvað sjúkdómsvirkni er fljót að dvína. Sumir sjúklingar þarfnast meðferðar í aðeins nokkra mánuði, en algengara er að meðferðar sé þörf í 1-3 ár eða leng- ur. Prednisólón er mjög öflugt lyf í fjölvöðvagigt og auðvelt er að þurrka út einkenni sjúklings. Aðalhöfuð- verkurinn við slíka meðferð eru aukaverkanir frá prednisólón, einkum útlitsbreytingar og beinþynning (sjá töflu 2). Þess vegna er nauðsynlegt að viðhalda virku efiirliti með sjúklingi þar sem stöðugt er reynt að draga úr prednisólón skammti. Við mat á sjúkdóms- virkni er aðallega byggt á kvörtunum sjúklingsins en sökkmælingar eingöngu notaðar til stuðnings. Mikil- vægt er að falla ekki í þá gryfju að auka ekki predn- isólóngjöf hjá einkennalausum sjúklingi þó að sökk fari hækkandi. Bólgueyðandi gigtarlyf draga stundum úr einkennum fjölvöðvagigtar og geta haft stera sparandi áhrif. I einstaka tilfelli er jafnvel hægt að meðhöndla sjúklinginn eingöngu með bólgueyðandi gigtarlyfi. l’ilraunir til að nota methotrexate sem stera sparandi lyf í fjölvöðvagigt hafa ekki borið mikinn árangur. Gagnaugaslagaðabólga er meðhöndluð með predn- isólón í upphafsskammti 1 mg/kg/dag, gjarnan í tví- eða þrískiptum skömmtum. Mikilvægt er að hefja meðferð um leið og sjúkdómsgreining liggur fyrir því sjóntap kemur oft skyndilega og án fyrirvara. Sjóntap sést hjá um 20% sjúklinga en í nær öllum tilfellum áður en prednisólónmeðferð hófst. Því miður er sjón- tapið venjulega óafturkræft, innan við 20% sjúklinga verða betri í kjölfar prednisólón meðferðar. (18) Sjálf- sagt er að hefja meðferð þó að vefjagreining liggi ekki fyrir ef sjúkdómsgreining er sterklega grunuð. Predn- isólón meðferð í 4 daga fyrir sýnatöku frá gagnauga- slagæð hefur engin áhrif á meinafræðilega niðurstöðu og jafnvel þótt sjúklingur hafi verið á prednisólóni í 2- 4 vikur áður en sýnataka fór fram er oftast hægt að greina einkennandi bólgubreytingar á vefjasýni (19). í þeim tilfellum þar sem sjúklingur er með nýtil- komna eða yfirvofandi sjónskerðingu er stundum mælt með háskammta stera nreðferð, þ.e. methylprednisólón 500-1000 mg í æð daglega í 3 daga fylgt eftir með LÆKNANEMINN 84 1. tbl. 1997, 50. árg.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.