Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1997, Blaðsíða 87

Læknaneminn - 01.04.1997, Blaðsíða 87
Meðferð gigtsjúkdóma - seinni hluti - Sjálfsofnæmissjúkdómar prednisólóngjöf. Upphafsskammtur af prednisólón (lmg/kg/dag) er gefinn í um 2 vikur eða þar til öll ein- kenni eru horfin og sökk eðlilegt. Þar eftir er predn- isólón minnkað í 50 mg og síðan 40 mg á dag á 2ja vikna fresti og þar eftir um 10% á l-2ja vikna fresti (17). Algengur viðhaldsskammtur er 7,5 til 15 mg prednisólón á dag í 1-3 ár eða þar til sjúkdómurinn brennur út (20). Mat á sjúkdómsvirkni er oft erfiðara í gagnaaugaslagæðabólgu samanborið við fjölvöðvagigt því einkenni eru oft óljósari. Því reynist oft nauðsyn- legt að taka mið af sökkmælingum til að ákvarða við- haldsskammta prednisólóns. ÆÐABÓLGUR Æðabólgur eru fjölskrúðugur flokkur sjúkdóma sem eiga það eitt sameiginlegt að frummeinsemdin er bólga í æðum. Hvort æðabólgan er í æðavegg bláæðar, blá- æðlings, slagæðlings eða slagæðar er breytilegt eftir sjúkdómum en hefur afgerandi áhrif á sjúkdómsmynd. Æðabólgur slagœðamegin í blóðrásinni eru mun alvar- legra vandamál því bólgan stíflar æðina og orsakar blóðþurrð og drep í viðkomandi líffæri. Æðabólgur í bláæðum/háræðum eru miklu algengari en jafnframt saklausari. Þær sjást aðallega í húð og valda húðútbrot- um og stundum húðsárum. Tafla 4 sýnir helstu teg- undir æðabólgusjúkdóma. Hér verður rætt um Weggner’s grannlemahesis, pol- yarteinh’s nodægta og chure-strauss syndrom sem einkennast af æðabólgu slagæðavefnum í blóðrásinni og hypersensitivity æðabólgu og æðaslægju í húð sem leggst f.o.f. á bláæðar og bláæðtiga. Wegener's Granulomatosis (WG) leggst einkum á efri loftvegi (sinusitis, otitis, sár í munni/nefi), lungu og nýru. Slappleiki, þyngdartap, hiti og liðverkir eru algengar kvartanir en fjölmörg önnur einkenni geta komið fram. Sjúkdómsgreining byggist á einkennum, jákvæðu cANCA prófi og á vefjasýni. Fyrir tíma ónæm- isbælandi lyfjameðferðar dóu flestir WG sjúldingar. Straumhvörf urðu í meðferð WG þegar áhrifamáttur cyclophosphamíðs varð ljós (21 ) þannig að í dag er 8 ára lifun 87% (22). Polyarteritis nodosa (PAN) veldur útbreiddum æðabólgum. Blóðþurrð og vefjaskemmdir í görnum, nýrum, hjarta, taugum og húð leiða til garnadreps, nýrnabólgu, háþrýstings og nýrnabilunar, hjartabilunar, taugaskaða, húðútbrota og sára. Æða- bólgur í lungum eru sjaldgæfar. Hiti, slappleiki og 'láfia 4 ÆÐABÓLGUSJÚKDÓMAR Wegener's granulomatosis polyarteritis nodosa Churg-Strauss angiitis Takayasu arteritis Kawasaki arterids Thrombangitis obliterans miðtaugakerfis æðabólga hypersensidvity vasculiris æðabólgur í húð Henoch-Schönlein purpura cryoglobulinemia Behcet's syndrome æðabólgur í öðrum sjúkdómum (t.d. lúpus, iktsýki, samfara illkynja sjúkdómum) þyngdartap eru algeng. Sjúkdómsgreining getur verið mjög erfið. Vefjasýni og/eða mesenteric æðamyndataka staðfestir sjúkdómsgreiningu í grunuðum tilfellum. Horfur sjúklinga eru þokkalegar. Fyrir tíma ónæmis- bælandi meðferðar var 5 ára lifun <15% en með núver- andi meðferðarformum er 5 ára lifun 70-80% (23) Churg-Strauss œðabólga kemur fyrir hjá sjúldingum með astma og ofnæmissögu. Iferðir í lungum ásamt eosinofiliu í blóði eru mest sláandi einkennin en ann- ars svipar sjúkdómsmynd því sem sést í PAN. Allir sjúklingar með ofangreinda alvarlega æðabólgu- sjúkdóma fá prednisólón í háum skömmtum (1-2 mg/kg/dag). Sjúklingar með meðalslæman eða slæman sjúkdóm fá jafnframt cyclophosphamíð 1-2 mg/kg/dag (21,22,25). I vægari tilfellum dugar stundum predn- isólón meðferð ein sér, einkum í Churg-Strauss æða- bólgu. Háskammta prednisólóngjöf er haldið óbreyttri þar til sjúkdómsvirkni er horfin en þá er hægt dregið úr skömmtum yfir nokkra mánuði. Cyclophosphamíð meðferð er haldið áfram í fullum skömmtum í 6-12 mánuði eftir að sjúklingur er einkennalaus en síðan hægt dregið úr henni. A öllum tímum er mikilvægt að fylgjast náið með sjúkdómsvirkni og hugsanlegum aukaverkunum af meðferð. Til skemmri tíma litið er hættan á mergbælingu þýðingarmest, sérstaklega neutropenia. Um helmingur sjúklinga fær eina eða fleiri alvarlega sýkingu á meðan á cyclophosphamíð meðferð stendur (22). Bakteríusýkingar eru algengastar LÆKNAIMEMINN 85 1. tbl. 1997, 50. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.