Læknaneminn - 01.04.2005, Page 71

Læknaneminn - 01.04.2005, Page 71
Verkefni 4. árs læknanema Þróun nýs prófs til greiningar á frjókorna- og saiíiyfjaofnæmi Kristján Dereksson', Inga Skaftadóttir2, Björn Rúnar Lúðvíksson1'2 ’Læknadeild Háskóla íslands, 2Rannsóknarstofnun LSH í ónæmisfræði Inngangur: Stærsti hluti almennra ofnæmiseinkenna eru IgE- miðluð og má greina með húðprófi (Skin Prick Test) eða CAP/RAST serum mælingu. Þó sértæki slíkra prófa sé gott er það engan veginn fullnægjandi. Mikil þörf er á sértæku greining- arprófi gegn salílyfjaofnæmi þar sem áreitispróf er eina mögu- lega greiningarleiðin í dag. Markmið rannsóknarinnar var að meta nýja in vitro greiningarleið gegn frjókorna og/eða salílyfjaof- næmi. Efniviður og aðferðir: Þátttakendum var skipt í 3 hópa: einstaklinga með staðfest frjókornaofnæmi (n=9), einstaklinga með staðfest salílyfjaofnæmi (n=8) og einstaklinga án greinds ofnæmis (n=9). Staðlaðir spurningalistar voru lagðir fyrir þátttak- endur og einnig framkvæmd húðpróf gegn grasi, birki, túnsúru og njóla. Tíu ml bláæðablóðs voru dregnir og heilblóð síðan ræst með IL-3 í tilraunaglösum áður en hugsanlegum ofnæmis- völdum var bætt við. Eftir 15 til 60 mínútur var fjöldi ræstra basófíla metinn með frumuflæðisjá sem CD63+/CD123+ frumur. Auk þess var magn 15-HETE mælt í floti með ELISA-prófi, fyrir og eftir ræsingu með salílyfjum. Niðurstöður: Frjókornaofnæmi: Með því að meta ræsingu basófíla þá fannst jákvæð svörun í 11 af 12 tilvikum ofnæmis greindu með húðprófi. Hins vegar voru 23 af 24 sem voru með neikvætt SPT-próf með neikvæða basófílasvörun en sá sem var „falskt jákvæður” var þó með sögu er benti til ofnæmis. Næmi var 91,7% en sértæki 95,8% miðað við húðpróf og jákv. spágildi 91,7% og neikv. spágildi 95,8% (P < 0,001). Salílyfjaofnæmi: Tveir einstaklingar af átta sem höfðu staðfest salílyfjaofnæmi sýndu marktæka aukningu á ræsingu basófíla eftir 30-60 mín frumuræktun með salílyfjum en enginn í níu manna viðmiðunar- hóp (P < 0,003). Þar sem talið er að stærsti hluti salílyfjaofnæmis sé ekki IgE-miðlað þá var virkjun annarra flokka hvítfruma metin út frá ræsingu, stærð og kornafjölda (granulation). Engar slíkar breytingar voru finnanlegar. Engin marktæk breyting fannst í 15- HETE seytingu í tengslum við salílyf í þessari rannsókn. Ályktanir: Hið nýja in vitro greiningarpróf er greinilega nýr kostur til greiningar IgE-miðlaðs ofnæmis gegn grasi, birki og salílyfjum. Því má ætla að svipað próf megi nota gegn fleiri IgE miðluðum ofnæmissjúkdómum, svo sem gegn fæðuofnæmi þar sem næmi núverandi greiningarprófa er takmarkað. Lykilorð: Salílyf, NSAID, frumuflæðisjá, ofnæmi, frjókorn. Nýgengi sarkmeina á íslandi Kristín Jónsdóttir', Bjarni A. Agnarsson1'2, Kristrún R. Benediktsdóttir1-2' Jóhannes Björnsson1-2, Halldór Jónsson jru Læknadeild Háskóla Islands1, Rannsóknarstofa Háskólans í meinafræði, Bæklun- arskurðdeild Landspítala háskólasjúkrahúss. Inngangur: Samkvæmt tveimur íslenskum rannsóknum á nýgengi sarkmeina, mjúkvefjasarkmeina 1955-1988 og beins- arkmeina 1955-1974, var tíðni þeirra svipuð því sem gerist í nágrannalöndum okkar. Sarkmein eru mun algengari í mjúk- vefjum en í beini eða 1,8 per 100.000 íbúa fyrir karla og 1,6 per 100.000 fyrir konur, á meðan nýgengi beinsarkmeina er 0,85 per 100.000 íbúa. Tilgangur rannsóknarinnar er að skoða hvernig breytingar hafi átt sér stað á tímabilinu 1989 - 2002. Efniviður og aðferðir: Upplýsingar um fjölda sarkmeinatilfella á rannsóknartímabilinu fengust frá Krabbameinsskrá Krabba- meinsfélags íslands. Þar koma fram greiningarár, greiningar- aldur, staðsetning (skv. ICD-10) og meingerð æxlis. Sarkmein sem komu upp annars staðar en í mjúkvefjum, t.d. húð, brjóstum og innri líffærum voru ekki tekin með, né þau sem eru á mörkum þess að vera illkynja t.d. dermatofibrosarcoma protu- berans. Þá voru Kaposi sarkmein undanskilin þar sem þau voru ekki tekin inn í fyrri rannsóknir. Stuðst var við vefjaflokkun WHO. Niðurstöður: Þegar búið er að taka frá þau tilvik sem ekki falla undir rannsóknina eru eftir 134 sarcoma tilfelli, þar af 101 í mjúk- vef og 33 í beini. M/F hlutfallið fyrir bæði mjúk- og beínæxli er 2:1. Meðaldurinn reynist 48 ár, 50 ár (0-104 ár) í mjúkvefja- hópnum og 42 ár (9-76) í beinahópnum. Nýgengi sarcoma er 3,6 á 100.000 íbúa, nýgengi STS er 1,8 fyrir konur og 3,5 fyrir karla og nýgengi beinæxla er 0,6 fyrir konur og 4,7 fyrir karla. Algengustu mjúkvefjaæxlin eru liposarcoma (24%), MFH (22%) og leiomyosarcoma (14%). Tíu mjúkvefjaæxli (10%) eru ekki greind í vefjaflokka. í beinahópnum eru chondrosarcoma algengust (19, 58%) en osteosarcoma næstalgengust (10, 30%). Ályktun: Samkvæmt þessum niðurstöðum hefur ekki orðið veruleg breyting á nýgengi beinæxla né mjúkvefjaæxla meðal kvenna. Hins vegar hefur orðið veruleg aukning á mjúkvefj- aæxlum hjá körlum (1,8 per 100.000, 1955-1988 upp í 3,5 per 100.000 1989-2002). Þá hefur kynjahlutfallið (M:F) aukist úr 1,15:1 upp í 2:1 fyrir mjúkvefjaæxli, ekki hafa orðið breytingar á kynjahlutfalli beinæxla. Staðbundin endurkoma krabbameins í endaþarmi Kristín Ólína Kristjánsdóttir1, Páll Helgi Möller2, Tómas Jónsson2, Jakob Jóhannsson3 Tryggvi Stefánsson2 "Læknadeild Háskóla íslands, "’Skurödeild LSH Hringbraut, 3,Krabbameinsdeild LSH hringbraut Inngangur: Nýgengi endaþarmskrabbameins er 6,2 á 100 þúsund íbúa á ári á íslandi. Skurðaðgerð er eina læknanlega LÆKNANEMINN 2005 69
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.