Læknaneminn - 01.04.2005, Page 84

Læknaneminn - 01.04.2005, Page 84
Verkefni 4. árs læknanema Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að tá- og ökklaþrýstingsmælingar séu álíka nákvæmar við mat á stigi blóðþurrðar í ganglimum. Þó að ökklaþrýstingsmæiing sé einfaldari en táþrýstingsmæling er í vissum tilfellum ómögulegt að mæla ökklaþrýsting. Þá getur táþrýstingsmæling komið að góðum notum. Lifun sjúklinga sem gengust undir aðgerð vegna ósæðagúls í kvið 1996-2003 Magni V. Guðmundsson*, Erik Wellander sérfræðingur**, Stefán E. Matt- hiasson yfirlæknir og dósent**, Helgi H. Sigurðsson sérfræðingur** 'Læknadeild Háskóla íslands, **Æðaskurðlækningadeild LSH Inngangur: Ósæðagúll í kvið (Aþdominal Aortic Aneurysm- AAA) er ekki óalgengur sjúkdómur. Algengi er á bilinu 2-13% eftir aldri og kyni. Ekkert bendir til þess að tölur fyrir ísland séu fráþrugðnar. Algengasta skilgreiningin er staðbundin útvíkkun á kviðhluta ósæðar þar sem þvermálið er > 50% áætlað þvermál eða að miðað sé við þvermál >3,0 cm. Ósæðargúlar vaxa í þver- máli með tíð og tíma. Þetta hefur í för með sér aukna rofhættu. Dánartíðni við rof er allt að 80%. Fyrirbyggjandi aðgerð er fram- kvæmd til að hindra ótímabæran dauða vegna rofs en vana lega ekki fyrr en gúllinn er 5-5,5 cm í þvermál. Val aðgerð er ekki hættulaus og sýna tölur dánartíðni milli 3,5-6,8%. Vissir sjúk- lingar eru þó ekki meðtaldir þegar aðrir alvarlegir sjúkdómar eru til staðar þar sem áhættan við aðgerð er talin yfirstíga rofhætt- una. Efniviður og aðgerðir: Yfirfarnar voru sjúkraskrár allra þeirra sem fóru í aðgerð vegna ósæðagúls í kvið án rofs á tímaþilinu 1996-2003. Könnuð var lifun eftir aðgerðir og 30 daga þar á eftir og mt.t.. aldurs og nokkurra helstu áhættuþátta, svo sem reyk- inga, háþrýstings og hárra blóðfita. Niðurstöður: Alls 94 einstaklingar gengust undir aðgerð. 74 karlar (79%) og 20 konur (21%). 9 (10%) létust innan 30 daga eftir aðgerð en 8 (8,5%) innan 10 daga. Aldursskiptingin var þannig að undir 65 ára fóru 20 í aðgerð og engin lést (0%), 66- 75 ára fóru 46 í aðgerð og 4 létust (9%) og yfir 75 ára fóru 28 í aðgerð og 5 létust (18%). Af þeim sem lifðu aðgerðina af voru 60% með háan blóðþrýsting, 69% reyktu eða höfðu reykt og 22% voru með háar blóðfitur. Af þeim sem létust í aðgerð eða innan 30 daga voru 78% með háan þlóðþrýsting, 56% reyktu og 22% voru með háar blóðfitur. 30 daga dánartíðni karla var 9,5% (7) en kvenna 10% ( 2 ). Ályktanir: Lifun yngri sjúklinga er betri en eldri (p=0,012). 30 daga dánartíðni er u.þ.b. 10% sem er nokkru hærra en búist var við. Enginn munur er milli valaðgerða og bráðaðgerða vegna einkennagefandi AAA án rofs. Dánartíðni kvenna er lægri en búast mátti við. Ljóst er af þessum niðurstöðum að kanna þarf betur dánarorsakir eldri sjúklinga til að bæta lifun í og eftir aðgerð. Lykilorð: Ósæð, ósæðagúll, lifun. Mótefni gegn amyloid p í Alzheimer sjúkdómi Þórir Svavar Sigmundsson1 Dr.Einar Sigurðsson2 Læknadeild Háskóla islands1, Dept. of pathology and psychiatry, New York University2. Inngangur: Alzheimer-sjúkdómur (AS) lýsir sér með skerðingu á ýmsum sviðum vitrænnar getu og leiðir til minnkaðrar færni til að takast á við daglegt líf. Sjúkdómurinn herjar á 12-15 milljónir manna víðsvegar um heiminn (1800 til 2000 manns á íslandi) og eykst nýgengi hans hratt með aldri. Ab-peptíð eru afurð APP (Amyloid Precursor Protein) sem er gegnunhimnuprótein í frumuhimnu taugafruma. Uppsöfnun eitraðara Ab peptíða (einpeptíð, fápeptíð, þráðlur) er talin undanfari meingerðar Alzheimer sjúkdóms (skellur og taugatrefjaflækjur) og orsaka þá heilabilun, sem einkennir sjúk- dóminn. Rannsóknir á AS-músamódelum, gefa til kynna að minnka megi Amyloid b (Ab) útfellingar í heila og bæta vitsmuna- getu með ónæmingu. Bólusetning með eitruðu Ab1-42 í Alzheimer sjúklingum orsakaði heilahimnubólgu í 6% sjúklinga en sjúklingar sem mynduðu virk mótefni hafa sýnt betri árangur á vitsmunaprófum en viðmið. Vísindamenn við New York háskóla hafa smíðað Ab-afleiður sem hafa minni eitrunareigin- leika en Ab1-42. Mýs bólusettar með þessum afleiðum stóðu sig betur á vitsmunaprófum en ómeðhöndlaðar mýs. Mótefni hafa verið einangruð úr þessum músum og markmiðið þessarar rannsóknar er að kanna eiginleika mótefnanna in vitro og bera saman við áhrif þeirra á samsvarandi Pólusettar mýs með AS. Efni og aðferðir: Mótefni einangruð úr bólusettum músum, Thioflavin T mæling til að mæla þráðlumyndun Ab-peptíða og áhrif mótefna á það ferli, MTT-mæling til að mæla lifun fruma í rækt, ELISA til að meta mótefnasvörun músa og Western blot til að kanna hvaða stærð Ab (einpeptíð, fápeptíð, fjölpepríð) mótefnin bindast. Niðurstöður: Mótefnin hafa tilhneigingu til að auka þráðlu- myndun Ab í Thioflavin T mælingu en aftur á móti hafa mótefnin verndandi áhrif á forstigstaugafrumur í rækt (MTT-mæling) og auka lifun þeirra Porið saman við Ab1 -42. Áhrif mótefnanna er þó ekki í réttu hlutfalli við styrk þeirra í blóðvökva. Ekki er samræmi milli eiginleika mótefnanna in vitro og þeirra áhrifa sem ónæmingin hafði á mýs með AS, svo sem minnkaðs magns Ab í heilavef þeirra og Petri árangurs á vitsmunaprófum. Umræða: Áhrif mótefna á þráðlumyndun Ab eru ofmetin vegna ósértækni Thioflavin T mælingar á mótefnum. Mögulegt er að mótefnin bindist fremur Ab-fápeptíðum, sem eru eitraðasta form Ab, og hvati þráðlumyndun þeirra, sem leiðir til aukinnar lifunnar fruma í rækt án þess að hafa áhrif á Ab-álag in vivo. Það gæti skýrst af því að in vivo eru til staðar örtróðsfrumur sem hreinsa upp merkt (opsonized) Ab og mótefni bindast Ab útlægt sem minnkar magn Ab í heilavef. 82 LÆKNANEMINN 2005
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.