Iðjuþjálfinn - 2023, Qupperneq 5

Iðjuþjálfinn - 2023, Qupperneq 5
Iðjuþjálfinn I Fagblað iðjuþjálfa I 1. tölublað 2023 5 Greina mátti mikla tilhlökkun í hópnum með að hittast aftur að ári en fundurinn 2024 verður haldinn í tengslum við Evrópu- ráðstefnuna í Kraków 15.-19. október. Ég bendi félagsfólki á að kynna sér starfsemi COTEC á heimasíðunni þeirra. Samstaða og samfélag Eins og áður sagði tók IÞÍ þátt í undirbúningi og fram- kvæmd kvennaverkfallsins sem eitt af aðildarfélögum BHM. Fjölmennasti og fallegast útifundur sem haldinn hefur verið í sögu þjóðarinnar. Stemningin sem og krafturinn var magnaður, samstaðan áþreifanleg. Nú þurfa stjórnvöld og atvinnulíf að láta verkin tala og lagfæra kynbundinn launamun og vanmat á virði kvennastarfa! Við sem iðjuþjálfar, þar sem 98% félagsfólks eru konur, með fjögurra ára háskólamenntun að baki hið minnsta, samþykkjum ekki lengur að launasetning okkar á opinberum vinnumarkaði sé lægri en hjá karlægum stéttum – að menntun okkar sé minna virði en sambærileg menntun í fjármála- og tæknigeiranum. Við viljum leiðréttingu strax! Málþing IÞÍ var haldið á alþjóðlegum degi iðjuþjálfunar þann 27. október í samstarfi stjórnar og fræðslunefndar félagsins. Yfirskrift dagsins í ár var „Samstaða og samfélag“ (e. Unity through Community). Málþingið var afar vel sótt bæði á TEAMS og á staðfundi. Kynnt voru verkefni og rannsóknir sem rímuðu við yfirskrift dagsins. Helga Sif Pétursdóttir iðjuþjálfi og meistaranemi í heilbrigðisvísindum sagði frá fyrstu niður- stöðum rannsóknar sinnar á þýðingu og staðfæringu matslista um kulnun í foreldrahlutverkinu. Carmen Fuch iðjuþjálfi kynnti verkefnið „Þroskafjör“ á vegum Hafnarfjarðarbæjar. Markmið verkefnisins er að gefa börnum flóttafólks kost á að taka þátt í leik og iðju sem eflir þroska, þátttöku í leik og tengslamyndun. Gunnhildur Gísladóttir iðjuþjálfi og sérfræðingur í vinnuvernd hélt erindi um starf iðjuþjálfa á verkfræðistofu þar sem sjónum er beint að mikilvægi þess að vanda vel til hönnunar og aðbún- aðar til að tryggja sem besta líðan fólks og líkamsbeitingu við störf, þannig að koma megi í veg fyrir stoðkerfisvanda. Fram kom að 60% veikindafjarvista starfsfólks í Evrópu megi rekja til slíks heilsufarsvanda. Í lok málþingsins var yfirlýsing frá stjórn Iðjuþjálfafélags Íslands lesin upp og send á fjölmiðla í kjölfarið. Ég lýk þessum pistli með því að birta yfirlýsinguna hér: Yfirlýsing frá Iðjuþjálfafélagi Íslands Málþing í tilefni af alþjóðlegum degi iðjuþjálfunar: „Samstaða og samfélag“ Stríð og hryðjuverk ógna mannréttindum, lífi og heilsu fólks. Átök bitna mest á almennum borgurum með hörmulegum og langvarandi afleiðingum fyrir einstaklinga og samfélög. Öryggi sem og venjur hversdagsins eru hrifsaðar af fólki, tækifæri til þátttöku og iðju verða að engu. Undir öllum kringumstæðum skal virða alþjóðalög og útvega fólki neyðaraðstoð, tryggja öryggi og aðgengi að brýnni heilbrigðisþjónustu. Stríðsátök koma hvað harðast niður á konum, börnum og fötluðu fólki. Veita þarf þeim sérstaka vernd. Árásir á skóla, heilbrigðis­ starfsfólk og sjúkrahús eru algerlega óásættanlegar og þeim verður að linna. Iðjuþjálfafélag Íslands fordæmir með öllu hryðjuverk og stríðsátök hvar sem er í heiminum. Félagið vill með þessari yfirlýsingu sýna almennum borgurum í Úkraínu, Palestínu og Ísrael sem og þeim sem lifa á öðrum stríðshrjáðum svæðum stuðning. Hugur okkar er hjá iðjuþjálfum og öðru heilbrigðis­ starfsfólki sem sinnir störfum sínum við þessar erfiðu og lífshættulegu aðstæður. Vegna átakanna munu félagar okkar í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs ekki fagna alþjóðlegum degi iðjuþjálfunar líkt og við sem búum á Norðurlöndunum. Iðjuþjálfafélag Íslands skorar á íslensk stjórnvöld að taka skýra afstöðu gegn stríðsglæpum, taka þátt í samtali og stuðla að friði á alþjóðavísu auk þess að leggja sitt af mörkum til mannúðar hjálpar á átakasvæðum. Reykjavík 27. október 2023. Stjórn Iðjuþjálfafélags Íslands Með samstöðu getum við breytt heiminum! kær kveðja Þóra

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.