Iðjuþjálfinn - 2023, Qupperneq 13

Iðjuþjálfinn - 2023, Qupperneq 13
Iðjuþjálfinn I Fagblað iðjuþjálfa I 1. tölublað 2023 13 Jónasdóttur, Hand, Misener og Polgar (Jónasdóttir o.fl., 2018) þar sem aðferðafræði tilviksrannsóknar var í brennidepli og lagt út af henni. Langflest matstækin og annað í umfjölluninni beindist að fullorðnu fólki, eða 12 greinar. Einungis var fjallað um rannsóknir á einu matstæki, KIDSCREEN, sem notað er með börnum (Snæfríður Þóra Egilson o.fl., 2013). Í 13 greinum var þátttaka og/eða umhverfi (ÞU) í brennidepli. Greinarnar voru af ólíkum toga og beindust meðal annars að börnum og unglingum (Gunnhildur Jakobsdóttir o.fl., 2017; Egilson o.fl. 2017; Egilson og Hemmingsson, 2009; Egilson og Coster, 2004), geðrækt geðsjúkra (Elín Ebba Ásmundsdóttir, 2008), aðstæðum hælisleitenda hér á landi (Ingvarsson o.fl., 2016) og þátttöku og ánægju fólks sem sækir um styrk til breytinga á húsnæði í Svíþjóð (Thordardottir o.fl., 2016). Í tveimur greinum var rýnt með skipulegum hætti í stefnuskjöl og önnur gögn sem vörpuðu ljósi á tækifæri fólks með hreyfihömlun til þátttöku (Jónasdóttir o.fl., 2018, 2021). Sjö greinar féllu undir flokkinn viðhorf og/eða líðan svo sem grein Sonju Stelly Gústafsdóttur (2016) um viðhorf almennings til ástæðna og hættu á þunglyndi, og grein Susan Kaplan og Elínar Ebbu um viðhorf iðjuþjálfa til fagmennsku (Kaplan og Ásmundsdóttir, 2000). Sumar þessara greina féllu einnig í aðra flokka svo sem greinar sem byggðust gagngert á viðhorfum foreldra fatlaðra barna þótt þjónusta eða þátttaka og umhverfi væri annars í brennidepli (Gunnhildur Jakobs- dóttir o.fl., 2017; Snæfríður Þóra Egilson, 2007) eða grein Bjargar Þórðardóttur og félaga um viðhorf iðjuþjálfanema í Noregi til námsumhverfisins (Thordardottir o.fl., 2020). Fjórar greinar fjölluðu um hugmyndafræði fagsins (HUG). Tvær þeirra birtust í Iðjuþjálfanum, grein Guðrúnar Pálma- dóttur um ICF og iðjuþjálfun (2013) og grein Snæfríðar og Guðrúnar Pálmadóttur (2018) um gagnrýnin sjónarhorn innan fagsins í ljósi verka K. W. Hammell. Aðrar tvær greinar af hugmyndafræðilegum toga birtust í SJOT, grein Guðrúnar Árnadóttur (2017) um hugmyndafræðilega þróun A-One og grein Snæfríðar og Sigrúnar Kristínar um mikilvægi gagnrýnnar fötlunarfræðinálgunar og algildrar hönnunar í iðjuþjálfun (Egilson og Jónasdóttir, 2023). Einungis tvær greinar fjölluðu beinlínis um færni (FÆR) (Egilson og Coster, 2004; Leosdottir o.fl. 2005) en þess ber að geta að matstækin sem voru í fyrirrúmi í mörgum greinum beindust oft að færni í athöfnum svo sem grein Guðrúnar Árnadóttur og félaga (2012). Hið sama má segja um stöku greinar sem beindust að þjónustu iðjuþjálfa, sem gat falist í því að auka færni í athöfnum, svo sem grein Söru og Snæfríðar (2012). Líkt og segir að framan lá þessi flokkun síður en svo í augum uppi. Það átti meðal annars við um greinar sem beindust að tiltekinni þjónustu eða efni en þar sem jafnframt var fjallað töluvert um matstækin eða aðferðina sem beitt var. Þetta átti t.d. við um grein Snæfríðar, Gunnhildar Jakobsdóttur, Kjartans Ólafssonar og Þóru Leósdóttur í SJOT (Egilson o.fl., 2017) en þar er matstækið PEM-CY notað til að rýna í samfélagsþátttöku og umhverfi einhverfra barna og unglinga. Niðurstaðan var sú að flokka hana eingöngu undir þátttöku og umhverfi líkt og aðrar greinar þar sem svipað var uppi á teningnum. Í öðrum tilvikum var áherslan fyrst og fremst á rannsókn á ákveðnu matstæki en um leið var fjallað töluvert um niðurstöður sem fengust með notkun þess. Dæmi þess er grein Snæfríðar, Lindu Bjarkar Ólafsdóttur, Hólmdísar Methúsalemsdóttur og Þóru Leósdóttur (2013) þar sem fjallað er um þýðingu og staðfæringu KIDSCREEN en einnig um niðurstöður íslenskra rannsókna þar sem KIDSCREEN var beitt, rannsókna sem endurspegla viðhorf og líðan foreldra og barna. Dæmi um greinar sem féllu í tvo flokka, aðrar en þær sem áður hafa verið nefndar, eru greinar Sigrúnar Kristínar, Snæfríðar og Jan Polgar (2021, 2018) sem beinast að umhverfi og þátttöku en þjónusta er einnig í brennidepli. Grein Guðrúnar Árnadóttur (2017) féll einnig í tvo flokka að okkar mati, hún byggir á hugmyndafræðilegum grunni en fjallar einkum um þróun A-ONE.

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.