Iðjuþjálfinn - 2023, Page 25
Iðjuþjálfinn I Fagblað iðjuþjálfa I 1. tölublað 2023 25
andi þrepafjölda atriðanna, sem eru ýmist tví-, þrí- eða
fjórkosta á hverjum þessara undirkvarða, auk þess að reikna út
marktækni mæligildamismunar við árangursmat eins og gert
er á ADL-kvarðanum. Aðrar rannsóknir staðfesta bæði innra
og ytra réttmæti hugbúnaðar ins (Guðrún Árnadóttir, 2023;
Guðrún Árnadóttir o.fl., 2020; Helgi Sigtryggsson o.fl., 2022;
Helgi Sigtryggsson o.fl., 2023) sem býður upp á umtalsverðan
vinnusparnað fyrir iðjuþjálfa. Á Mynd 1 má sjá dæmi um
innsláttarform hugbúnaðarins og pdf-skýrslu á íslensku.
Hugbúnaðurinn hefur verið settur upp á innra neti Land spítalans
með aðstoð starfsfólks heilbrigðis- og upplýsingatæknideildar
hans. Hann stenst því kröfur um meðferð og vörslu sjúkraskráa
og samræmist einnig öðrum öryggisstöðlum innan spítalans.
Hugbúnaðurinn hefur einnig verið settur upp á netþjón þar
sem iðjuþjálfar utan spítalans geta náð til hans, að því gefnu
að öllum öryggisreglum sé framfylgt af iðjuþjálfum eða starfs-
stöðvum þeirra. Gerðar voru notendaprófanir á hugbúnaðnum
2020 og 2021 á mismunandi þróunarskeiðum hans. Ein slík
notendaprófun er nú í gangi og nær hún bæði til iðjuþjálfa
sem nota forritið innan spítalans og erlendra iðjuþjálfa sem
staðið hafa að þýðingum þess og matstækisins á mismunandi
tungumál (sjá Mynd 2).
Yfirstandandi vinna við hugbúnaðinn byggir á uppfærslu
hans samkvæmt endurgjöf notenda, innleiðingu á þýðingum
allra tölvuskráðra hugtaka hans og texta matseyðublaða. Um
er að ræða þýðingu og forritun á yfir 3000 hugtökum með
möguleika á vali milli sex tungumála (ensku, dönsku, íslensku,
ítölsku, japönsku og kóresku). Einnig er verið að athuga hvort
æskilegt sé að fjölga undirkvörðum tengdum sértækum
sjúkdómsgreiningum. Auk þess er unnið að skölun sem
leyfir sveigjanleika lausna út frá ólíkum notendum. Erlendir
iðjuþjálfar sem starfa sem prófessorar við háskóladeildir
erlendis eða við klínískar deildir sjúkrahúsa sem komið hafa að
þýðingum hugbúnaðarins yfir á mismunandi tungumál munu
einnig taka þátt í notendaprófunum. Unnið er að uppfærslu
handbókar með upplýsingum um uppsetningu og notkun
forritsins. Auk þess er verið að kanna erlendar reglugerðir sem
tengjast meðferð persónuupplýsinga í mismunandi heims-
álfum og áhrif þeirra á útfærslu eyðublaðanna (sjá Mynd 3).
Kynningar á hugbúnaðnum og rannsóknarvinnunni að baki
hans hafa farið fram á íslensku á þverfaglegum innlendum
ráðstefnum (sex veggspjöld yfir mismunandi hugbúnaðar-
tengd rannsóknarverkefni) og á ensku á alþjóðlegum
Mynd 4a. Undirbúningur opnunar Vísindavöku Rannís 2022
Mynd 2. Kóreskir prófessorar sem séð hafa um þýðingu AONE
fyrir utan Yonsei háskólann í Suður Kóreu.