Iðjuþjálfinn - 2023, Síða 31

Iðjuþjálfinn - 2023, Síða 31
Iðjuþjálfinn I Fagblað iðjuþjálfa I 1. tölublað 2023 31 spurninganna. Við vorum að æfa okkur í að spyrja og þá var oft sem fólk sagði: „Hvað meinarðu mikilvægt fyrir mig? Það er allt mikilvægt fyrir mig.“ Það hjálpaði okkur að koma orðum að því að hverju við værum að leita. Ég var alltaf dálítið skotin í þessu og kynntist Lenu ágætlega. Hún var þara yfir deildinni og var alltaf viðloðandi. Svo fóru auðvitað nokkrir iðjuþjálfar frá Reykjalundi til hennar í Kanada á námskeið í ReDo. Hún varð alveg furðu lostin yfir að það kæmu þarna svona margir iðjuþjálfar á námskeið til Kanada,“ rifjar Björg upp (sjá grein í Iðjuþjálfanum 2019, bls. 44: Introducing the ReDo Programme and the ValMO model in the Icelandic Context). ReDo og Reykjalundur í sókn Björg rifjar upp fleiri fyrstu skref í þessari nálgun. „Ég man hvað ég var kvíðin þegar ég átti að vera með aðstandenda- fræðslu á Reykjalundi. Það kom mér mikið á óvart hvað fólk var móttækilegt og það kemur mér alltaf skemmtilega á óvart þegar það eins og kviknar ljós hjá fólki, „já, ég hef aldrei spáð í þetta!“ Inn í þetta kemur ValMO, mikilvægi iðju, hvað er það sem hefur áþreifanlegt gildi fyrir okkur, skyldustörfin og matseldin, það sem við verðum að gera, það er ávinningur af þessu. Og svo hvaða iðja hefur meira félagslegt gildi fyrir okkur, við gerum þetta af því að við erum í ákveðnu hlutverki,“ bendir hún á. Mikið hefur verið unnið með ReDo-efnið á undanförnum árum. „Það er svo búið að þýða á ensku. Það er líka verið að skoða þetta í Montreal sem er frönskumælandi og líka á Írlandi og það var doktorsverkefni. Það var verið að skoða innleiðinguna á ReDo í geðheilbrigðisþjónustu í heilsugæslu, skemmtileg grein að lesa [sjá heimild í rammagrein]. Þar kom fram sjónarmið um að fólk vill ekki að nágranninn eða næstu ættingjar viti endilega að skjólstæðingurinn er í iðjuþjálfun eða meðferð,“ útskýrir Björg. Næstu skrefin í ReDo-ferlinu eru að iðjuþjálfar á Reykjalundi safna gögnum, „bæði sem eru í ReDo-pakkanum, eins og matstæki um truflanir og það sem hvetur í daglegu lífi, en líka spurningalistar sem eru notaðir á Reykjalundi og þær vildu hafa með. Þannig að þær gætu borið saman niðurstöð- urnar við sína spurningalista og þannig séð, er samsvörun milli Reykjalundarlistanna og þessara lista? Eru þeir að gefa okkur svipaðar en ekki sömu niðurstöðurnar? Réttmæti og áreiðanleiki þessara lista. Er þetta í ósamræmi við önnur gögn og þá kannski hentar þetta ekki okkur? Eða er þetta að bæta einhverju við sem við sjáum að væri gott að nota?“ spyr Björg. Í árdaga COPM á Reykjalundi var verið að prófa sig áfram með notkun þess. Björg man eftir skoplegu atviki í þeirri vinnu. „Skjólstæðingur sem valdi það sem mikilvægustu athöfn sína að hætta að reykja, gaf sér 1 á COPM fyrir frammistöðu en 10 fyrir ánægju af því hún vildi í raun ekki hætta að reykja. Ég nota þetta dæmi oft þegar ég er að kenna notkun mælitækja, finnst þetta svo lýsandi fyrir hvernig ekki er hægt að mæla allt.“ Fleira rifjast upp, til dæmis úr kennslunni: „Einu sinni í aðgengisvikunni hafði ég bókað kennslustofu þar sem voru tröppur að báðum inngöngunum og fyrirlesarinn í hjólastól!“ Prófum eitthvað nýtt Að endingu er Björg beðin um hvatningarorð inn í framtíðina fyrir iðjuþjálfa. „Eins og Lína Langsokkur sagði (aldrei): „Þetta hef ég aldrei gert áður svo ég hlýt að geta það.“ Lína sagði að hún vissi ekki hvort hún kynni á skauta því hún hefði aldrei prófað. Ég hvet iðjuþjálfa til að prófa eitthvað nýtt og segja alltaf já! Síðan má skipta um skoðun,“ segir Björg að lokum. Sænska iðjuþjálfaráðstefnan i Malmö 2017.

x

Iðjuþjálfinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.