Iðjuþjálfinn - 2023, Page 36

Iðjuþjálfinn - 2023, Page 36
Iðjuþjálfinn I Fagblað iðjuþjálfa I 1. tölublað 2023 36 Framtíðarsýn Opna leikskóla Memmm Play sækja um og yfir 100 fjölskyldur í hverri viku og fer notendum hratt fjölgandi með hverri vikunni sem líður. Reykjavíkurborg er eina sveitarfélagið á höfuð- borgarsvæðinu sem býður upp á gjaldfrjálsan opinn leikskóla í samstarfi við Memmm Play, enn sem komið er. Hins vegar koma fjölskyldur í opna leikskólann úr flestum nærliggjandi sveitarfélögum og í síðustu þjónustukönnun voru einungis um 60% notenda búsett í Reykjavíkurborg. Ákall foreldra um meiri þjónustu og fjölskylduvænna samfélag er hávært um þessar mundir og á Reykjavíkurborg hrós skilið fyrir að ríða á vaðið og bjóða fyrst sveitarfélaga upp á gjaldfrjálsan opinn leikskóla, sem þó er öllum opinn.  Eitt af markmiðum Memmm Play er að innleiða hugmynda- fræðina um opinn leikskóla inn í íslenskt samfélag og stuðla að starfsemi þeirra á landsvísu. Með aukinni þekkingu á mikilvægi geðheilbrigðis foreldra og tengsla þeirra við börn sín má segja að opnir leikskólar gætu verið vettvangurinn sem sveitarfélögin geti boðið upp á til að stuðla að fjölskylduvænna samfélagi og bættu aðgengi allra að stuðningi, fræðslu og samskiptum á jafningjagrundvelli. Samvinna við Heilsugæsluna er einnig mikilvæg og stefnum við að frekara samstarfi við ungbarna- vernd og hjúkrunarfræðinga sem gætu nýtt vettvanginn til miðlunar fræðslu og upplýsinga til foreldra. Heimasíðan og samfélagsmiðlar        www.memmmplay.is  Instagram: memmm_play  hlekkir:  https://www.vallentuna.se/forskola­och­skola/forskola­och­ pedagogisk­omsorg/nyheter/oppna­forskolan­50­ar­firas­ med­tartkalas/ https://www.mfof.se/foraldraskapsstod/arenor­for­foraldra­ skapsstod/oppen­forskola.html

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.