Iðjuþjálfinn - 2023, Side 49

Iðjuþjálfinn - 2023, Side 49
IÐJUÞJÁLFUN EINHVERFRA BARNA Í SKÓLAUMHVERFINU Einhverf börn glíma mörg við áskoranir við úrvinnslu skynáreita sem getur átt hlut í því að þátttaka þeirra takmarkist í daglegum athöfnum. Rannsóknarspurningin er: Hvaða fræði eru til um iðjuþjálfun einhverfra barna á aldrinum 4-12 ára sem gagnlega aðferð til að efla færni og þátttöku þeirra í skólaumhverfinu? Iðjuþjálfun barna og íhlutanir Framkvæmd var fræðileg samantekt út frá aðferð Arksey og O´Malley (2005) til að ná góðri yfirsýn yfir viðfangsefnið. Notast var við fimm gagnasöfn; Scopus, ScienceDirect, EBSCOhost, ProQuest og Leitir.is og voru alls 15 greinar sem voru innan viðmiða leitarskilyrða. Aðal leitarorðin voru einhverf börn, þátttaka, iðjuþjálfun og skólaumhverfi. Íhlutunaraðferðir tengjast oft úrvinnslu skynáreita ásamt því að æfa fínhreyfingar til að auka færni við skrift þar sem 30-40% einhverfra barna eru verr stödd þar en jafnaldrar þeirra. Samvinna iðjuþjálfa í skólaumhverfinu og í klíník hefur einnig skilað góðum árangri bæði í skólanum og heima fyrir. Önnur aðferð er að hvetja börnin til leiks sem ýtir undir ánægju, forvitni, kímnigáfu og hvatvísi. Frá vinstri: Arnheiður Björk Harðardóttir, Hrafnhildur Ásta Njálsdóttir, Lilja Gestsdóttir og Lovísa Brynjarsdóttir. Ef vakna upp spurningar má hafa samband við Lilju í netfang lig1@unak.is BAKGRUNNUR AÐFERÐAFRÆÐI SAMANTEKT NIÐURSTÖÐUR Efling þátttökuÞátttaka einhverfra barna ÞÖRF Á FREKARI RANNSÓKNUM Við leitir á heimildum kom í ljós að þörf er á fleiri rannsóknum á iðjuþjálfun í grunnskólum til að dýpka skilning á málefninu og rannsaka enn frekar áhrif iðjuþjálfunar í grunnskólum á færni og þátttöku einhverfra barna. Algengt er að einhverf börn eigi erfitt með að skrifa sem hefur áhrif á þátttöku og því er aðkoma iðjuþjálfa mikilvæg til að efla grunnþætti við þá færni. Einnig er algengt að einhverf börn glími við áskoranir í úrvinnslu skynáreita og íhlutunarleiðir innan skólaumhverfisins eru gagnlegar til að auka þátttöku þeirra þar sem skólaumhverfið getur verið yfirþyrmandi. Þó þarf íhlutun líka að eiga sér stað heima fyrir til að ná enn betri árangri. Einnig er samvinna iðjuþjálfa í skólum og iðjuþjálfa sem vinna í klíník mikilvæg og getur ýtt undir frekari framfarir og þátttöku. Þátttaka einhverfra barna í skólaumhverfinu er takmörkuð miðað við jafnaldra þeirra m.a. vegna áskorana í úrvinnslu skynáreita. Mismunandi aðferðir eru notaðar til að efla þátttöku þeirra eins og hópastarf og líkamleg hvatning ásamt ýmsum tólum til að mæta skynþörfum líkt og æfingaboltar og skriffæri. Foreldrum þótti mikilvægt að börnunum væru settar viðeigandi kröfur námslega og að á sama tíma væru veitt tækifæri til þátttöku í félagslífi og iðju. Íhlutun innan skólaumhverfis þar sem lögð er áhersla á skipulagðar og einstaklingsmiðaðar kennsluaðferðir, einstaklingsmiðaða námskrá, þátttöku fjölskyldu o.fl. hefur reynst vel og skilar marktækum framförum í þátttöku barnanna. Upplifun kennara af þessum íhlutunaraðferðum er góð en þeir eru sammála um að þetta sé mikil aukavinna og erfitt að skipuleggja tímann sinn. HÖFUNDAR Arksey, H. og O´Mal ley , L. (2005). Scoping studies: Towards a methodological f ramework. Internat ional Journal of Social Research Methodology, 8(1) , 19-32. https://doi .org/10.1080/1364557032000119616 HEIMILD

x

Iðjuþjálfinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.