Iðjuþjálfinn - 2023, Side 51
HÖFUNDAR
Gunnur Elísa Þórisdóttir
Harpa Lilja Vernharðsdóttir
Magnea Rut Ásgeirsdóttir
LEIÐBEINENDUR
Guðrún Jóhanna Hallgrímsdóttir
Linda Björk Ólafsdóttir
Niðurstöður
Niðurstöður rannsókna gáfu til kynna að námstengd streita
hafi verri áhrif á heilsu og jafnvægi í iðju nemenda en streita
tengd öðrum hlutverkum og iðju. Áhrif streitu virtist háð
einstaklings- og umhverfisþáttum. Aukinheldur sýndu
niðurstöður fram á gagnkvæm áhrif streitu, andlegrar
vellíðanar og upplifunar á jafnvægi og að sálfélagslegir þættir
höfðu áhrif á upplifun nemenda af ójafnvægi og streitu.
Upplifunin “að tilheyra” virtist hafa jákvæð áhrif á andlega
heilsu nemenda á meðan að einmanaleiki hafði neikvæð áhrif
samkvæmt niðurstöðum rannsókn.
Námstengd streita og ójafnvægi í kjölfarið virtist frekar raska
andlegri heilsu en líkamlegri samkvæmt niðurstöðum
rannsókna. Samhljómur var í rannsóknum um jákvæða
upplifun nemenda á líkamlegri heilsu sinni þrátt fyrir langa
kyrrsetu við nám. Þá bentu niðurstöður til þess að nemendur
sem stunduðu hreyfingu bjuggu við betri andlega heilsu og
betra jafnvægi en aðrir nemendur. Það er í samræmi við
rannsóknir á jákvæðum áhrifum hreyfingar á svefn, vellíðan
og streitustjórnun. Þá benda niðurstöður til þess að
heilsuefling á vegum háskólasamfélaga hafa jákvæð áhrif á
þátttöku nemenda í hreyfingu.
Til þess að stuðla að jafnvægi í daglegu lífi og draga úr streitu
virðist forgangsröðun athafna, aðlögunarhæfni, áhrifarík
tímastjórnun, svefn, hreyfing og tími til tómstundaiðju skipta
sköpun samkvæmt niðurstöðum rannsókna.
Áhrif skólaálags á jafnvægi í
iðju háskólanema
Heilbrigðisvísindasvið
Iðjuþjálfunarfræðideild 2023
Fræðileg skrif: FSG0112 - V23
Bakgrunnur
Áhrif háskólanáms á háskólanema
Það að hefja háskólanám getur raskað vanamynstri
fólks og falið í sér miklar breytingar. Rannsóknir hafa
sýnt að algengi andlegra veikinda í kjölfar aukins álags
vegna háskólanáms. Samkvæmt breskri rannsókn
upplifðu 90% fyrsta árs háskólanemenda þarlendis kvíða
og streitu vegna breytinga í kjölfar háskólanáms.
Niðurstöður rannsóknar á geðheilsu íslenskra
háskólanema leiddi í ljós að 34,4% nemenda væru yfir
klínískum mörkum þunglyndis og 19,8% yfir klínískum
mörkum kvíða.
Háskólanám á Íslandi
Háskólanám á Íslandi er metið með stöðluðum ECTS
einingum. Fullt háskólanám eru 60 ECTS einingar á ári
og skiptist í tvö misseri (Lög um háskóla nr. 63/2006;
Þingskjal nr. 530/2011). Til að ljúka einingum þarf að
standast verkefni og uppfylla kröfur hvers námskeiðs
(Háskóli Íslands, e.d) . Áætlaður vinnutími á hverja
einingu eru 25-30 klukkustundir sem samsvarar 750-900
klukkustundum á hverju misseri í fullu háskólanámi. Því
má áætla að nemendur noti 44 -52 klukkustundir á viku
í sitt nám. Til samanburðar má þess geta að fullt
starfshlutfall á Íslandi er 36-40 klukkustundir á viku.
Því er hægt að álykta að háskólanám sé meira en 100%
starf.
Iðja og hlutverk
Hugmyndafræði iðjuþjálfunar byggir á samspili
einstaklings, iðju og umhverfis. Iðja einkennir daglegt líf
einstaklings og er mikilvæg fyrir heilsu og vellíðan. Til
að iðja hafi jákvæð áhrif á heilsu og líðan einstaklings,
þarf jafnvægi í iðju (e. Occupational balance ) að vera til
staðar. Þegar einstaklingur finnur jafnvægi í iðju,
upplifir hann getu til þátttöku og skipulagningu á iðju í
samræmi við væntingar og gildi sín.
Iðjuhlutverk (e. occupational role) er mynstur hegðunar
sem mótast af samfélaginu og einstaklingur sinnir í
félagslega samþykktum aðstæðum sem breytast eftir
tímabilum í lífi hans. Hlutverka ójafnvægi (e. role
overload) er þegar einstaklingur upplifir vanlíðan vegna
of mikils álags miðað við þann tíma sem hann hefur til
ráðstöfunar í hlutverki. Þá getur einstaklingur upplifað
hlutverka álag (e. role strain) vegna óhóflegra krafna
sem gerðar eru til hans.
Tilgangur og markmið
Tilgangur þessar fræðilegu samantektargreinar er að
varpa ljósi á áhrif ójafnvægis í iðju á andlega- og
líkamlega heilsu háskólanema út frá gögnum og
rannsóknum sem til eru um efnið. Stuðst var við aðferðir
gagnreyndar þekkingar við mótun
rannsóknarspurningar. Markmið fræðilegu
samantektarinnar er að leita upplýsinga um hvaða gögn
eru til um áhrif skólaálags á iðju jafnvægi háskólanema
og heilsu þeirra?
Umræður
Gildi fræðilegu samantektargreinarinnar fyrir
iðjuþjálfunarfagið felst í samhljómi
hugmyndafræði fagsins og niðurstaða rannsókna
um mikilvægi þess að skoða jafnvægi í iðju út frá
daglegu lífi einstaklinga. Aukinheldur að iðja hafi
áhrif á heilsu og líðan einstaklinga. Þverfagleg
þekking iðjuþálfa á samspili iðju, einstaklings og
umhverfis er nauðsynleg til að efla vitund á
iðjuvanda og áhrifum ójafnvægis í lífi
mismunandi hópa t.d. háskólanema. Þannig gætu
iðjuþjálfar í háskólum stuðlað að betri heilsu og
vellíðan háskólanema.
Niðurstöður gefa til kynna að það sé ekki
einungis námið sem veldur nemendum vanlíðan,
heldur ójafnvægið sem skapast í lífi þeirra á
meðan á námi stendur. Það er því samspil iðju,
einstaklings- og umhverfisþátta sem veldur og
hefur gagnkvæm áhrif í mismunandi þætti í lífi
nemenda. Líðan og heilsa háskólanema hefur
áhrif víðsvegar um samfélagið þar sem hlutverk
háskólanema eru einnig utan háskólans. Því má
álykta að þessi innsýn inn í líf háskólanema geti
haft hagnýtt gildi fyrir iðjuþjálfunarfagið og
samfélagið allt.
Takmarkað efni er til um viðfangsefni
rannsóknarinnar en með auknum hraða í
samfélaginu og vitundarvakningu í málefnum
tengdum heilsu og líðan háskólanema er
mikilvægt að auka þekkingu á viðfangsefninu. Þá
skortir rannsóknir á sviðum iðjuvísinda og
þekkingu á samspili iðju, einstaklings og
umhverfis í þessu samhengi til að styðja við og
efla heilsu háskólanema með markvissum hætti.
Þörf er á þverfaglegum rannsóknum á þessu
málefni til að dýpka skilning samfélagsins á
vandamálinu sem ójafnvægi í iðju er.
Gunnur Elísa Harpa Lilja Magnea Rut
get1@unak.is hlv1@unak.is mra2@unak.is
Hægt er að hafa samaband við höfunda í gegnum
netföng fyrir frekari upplýsingar.
Höfundar
Aðferð
Samantektargrein veitir skýrar vísbendingar um magn
rannsókna og greina ákveðna eiginleika sem tengjast
viðfangsefninu (Arksey og O'Malley, 2005). Hópur,
áhrif og útkoma verkefnisins voru valin samkvæmt
aðferðum gagnreyndar þekkingar við mótun
rannsóknarspurningarinnar.
Áður en leit hófst var útbúin áætlun þar sem leitarorð
voru skilgreind út frá rannsóknarspurningunni og
unnið var eftir aðferðum gagnreyndrar þekkingar (e.
evidence based practice). Leitin að rannsóknargreinum
var ekki línulegt ferli og var stöðugt endurmetin
samkvæmt aðferðum gagnreyndar þekkingar.
Leitarorðum var breytt og þau aðlöguð eftir þörfum.
Greinar með áherslu á COVID-19,
framhaldsskólanema, smáforrit og minnihluta voru
útilokaðar.