Iðjuþjálfinn - 2023, Page 53

Iðjuþjálfinn - 2023, Page 53
 Á H R I F T I T R I N G S Á L A G S Á D A G L E G T L Í F I Ð N A Ð A R - O G V E R K A F Ó L K S Arna Sól Mánadóttir, Eva Rós Gunnarsdóttir, Hrafnhildur Ósk Halldórsdóttir og Thelma Dögg Grétarsdóttir Iðjuþjálfunarfræðinemar við Háskólann á Akureyri BAKGRUNNUR Um þriðjungur allra vinnuslysa og veikinda á ári hverju orsaka hreyfi- og stoðkerfisvandamál. Þetta orsakast m.a. af einhæfri álagsvinnu, erfiðum vinnustellingum og titringi (Eyþór Víðisson, 2022). Iðnaðar- og verkafólk vinnur alla jafna í breytilegu umhverfi. Aðstæður geta verið misjafnar eftir veðurfari eða verkefnum líðandi stundar. Handverkfæri sem leiða titring til handar- og handleggs eru gjarnan notuð af fyrrnefndum hópi fólks. Áhrif og afleiðingar titrings eru talin óæskileg en alvarleikinn ræðst af útslagi, tíma og tíðni. Tilgangur þessa kortlagningaryfirlits var að kanna hvaða gögn liggja fyrir um áhrif handar- og handleggstitrings á daglegt líf iðnaðar- og verkafólks. AÐFERÐAFRÆÐI Fimm þrepa aðferð Arksey og O'Malley (2005) var notuð við gerð kortlagningaryfirlits. Til að afla heimilda fyrir samantektina voru gagnasöfnin EbscoHost og Scopus notuð. SAMANTEKT Niðurstöður gefa til kynna að handar- og handleggstitringur hefur töluverðar neikvæðar afleiðingar í för með sér sem geta skert lífsgæði. Iðnaðar- og verkafólk sem notar titrandi handverkfæri á í hættu á að þróa með sér HAVS. Erfitt getur reynst að ná fullum bata og eru í raun meiri líkur á að einkenni versni með tímanum. Líkamleg einkenni HAVS geta leitt til takmarkaðrar þátttöku til atvinnu og annarra athafna daglegs lífs. Áhrifin eru víðtæk og geta þau orðið að margþættum heilsufarsvanda. Ef þátttaka einstaklings er takmörkuð er hætta á að viðkomandi upplifi verri andlega líðan og að sjálfsálit minnki. Markmið vinnuverndar er að koma starfsmanni heilum og heilbrigðum heim og eru það mannréttindi sem allir eiga að hafa aðgang að. Hlutverk iðjuþjálfa gæti vegið stórt þegar horft er til þess að fyrirbyggja titringsálag og viðhalda lífsgæðum starfsfólks innan og utan vinnustaðar. NIÐURSTÖÐUR Líkamleg áhrif Vinnustaður, viðhorf og starfsgeta Það starfsfólk sem útsett er fyrir titringsálagi í starfi sínu er í áhættuhóp að þróa með sér stoðkerfisvanda í efri útlimum og taugafræðileg einkenni Hand Arm Vibration Syndrome (HAVS). HAVS er heilkenni sem getur komið í kjölfar útsetningar fyrir handar- og handleggstitring. Titringsálag getur valdið kvillum í stoðkerfi og skertu snertiskyni t.d. minnkuðum gripstyrk og slakri fínhreyfifærni. Töluverður munur getur verið á alvarleika einkenna eftir magni titrings, sem gefur til kynna að skammtaháð svörun er á milli titringsálags og taugafræðilegra einkenna HAVS. Öryggisvitund er lykilþáttur góðrar öryggismenningar, en hún felur m.a. í sér stöðuga meðvitund og skilning á ólíkum hættum í starfsumhverfinu. Fræðsla um hollustuhætti og öryggisþjálfun vegna titrandi handverkfæra er af skornum skammti innan byggingariðnaðarins og ekki viðunandi til að tryggja öryggi starfsfólks. Iðnaðar- og verkafólk talar um HAVS sem óumflýjanlegan hluta af starfi sínu sem þarf að umbera til að halda stöðu sinni. Starfsfólk er líklegra til að aðlaga framkvæmd verka til þess að koma til móts við eigin líkamlega skerðingu og fara þannig á mis við öryggiskröfur sem eykur líkur á slysum. Athafnir daglegs lífs, þátttaka og lífsgæði Lífsgæði einstaklinga með HAVS eru heilt yfir minni og upplifa þeir meiri erfiðleika við athafnir daglegs lífs. Greiningin þykir hamla fulla þátttöku í daglegu lífi og getur haft áhrif á framtíð viðkomandi vegna neikvæðra framvindu einkenna. Helsta ástæða minnkaðra lífsgæða eru einkenni tengd skynjun og sársauki í höndum og efri útlimum. Leiðir það til erfiðleika við ADL svo sem eigin umsjá og almenn heimilisstörf innan- og utandyra. Vegna einkenna og verkja getur þessi hópur einstaklinga átt í erfiðleikum með að taka þátt í og njóta tómstundaiðju. Leitarorðin sem notuð voru tengdust áhrifum handar- og handleggstitrings á líf iðnaðar- og verkafólks sem útsett eru fyrir slíku við störf sín. Alls voru 17 greinar notaðar og við þemagreiningu var stuðst við hugmyndafræði ICF. TEYMIÐ Thelma Dögg ha180746@unak.is Arksey, H. og O’Malley, L. (2005). Scoping studies: Towards a methodological framework. International Journal of Social Research Methodology, 8(1), 19–32. https://doi.org/10.1080/1364557032000119616 Eyþór Víðisson. (2022). Hreyfi- og stoðkerfi. Í Völundur Óskarsson (ritstjóri), Vinnuvernd: Vitund, varnir, viðbrögð (1.útgáfa)(bls. 251). IÐNÚ. Hrafnhildur Ósk hoh1@unak.is Eva Rós erg1@unak.is Arna Sól asm1@unak.is

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.