Iðjuþjálfinn - 2023, Qupperneq 54

Iðjuþjálfinn - 2023, Qupperneq 54
Árangursríkar íhlutunarleiðir fyrir barnshafandi konur með vímuefnavanda Leitarorð Vímuefnavandi Barnshafandi konur Íhlutun Árangurssrík Rannsóknarspurning Hvaða íhlutunarleiðir hafa reynst árangursríkar fyrir barnshafandi konur með vímuefnavanda? Jafningjastuðningur Horfa á sig sem mæður en ekki fíkla Viðbótarmeðferð Hvatning að yfirfæra athafnir á daglegt líf Áfallatengd meðferð Jákvæð áhrif á hegðunarbreytingar Heildræn nálgun Mætir þörfum kvenna þar sem þær eru staddar ÁRANGURSRÍKAR ÍHLUTUNARLEIÐIR Höfundar Fagfólk finnur fyrir reiði, gremju og sorg Hjálpar að kynna sér áfallasögu mæðranna Byggja upp gott meðferðarsamband en þurfa að virða mörk sín og starfsins Mikilvægt að fagfólk passi viðmót sitt, framkomu og fordóma VIÐHORF FAGFÓLKS Upplifa virðingaleysi, fordóma og neikvæðar athugasemdir Skortir viðeigandi stuðning og fræðslu varðandi almennt uppeldi Óttast að leita sér aðstoðar og að missa forræði vegna barnaverndar Fagaðilar virtu ekki skoðanir þeirra á uppeldinu VIÐHORF MÆÐRANNA Aðferð Stuðst var við fimm þrepa aðferð Arksey og O'Malley (2005). Leitin fór fram á ensku úr gagnasöfnum Ebscohost og Web of science frá árunum 2013- 2023. Greinar um læknisfræðilegt sjónarhorn voru útilokaðar. Leitin skilaði alls 15 greinum sem notaðar voru við skrif og leiddu í ljós þrjú þemu. Samantekt Meðganga er kjörinn tími til að veita konum með vímuefnavanda aðstoð en þær eru oft hikandi við að leita sér aðstoðar vegna fordóma fagfólks og ótta við barnavernd. Lélegt viðhorf og skortur á stuðningi frá fagfólki hefur neikvæð áhrif á vilja mæðra til þess að halda sér í meðferð og að sinna móðurhlutverkinu. Með því að einblína á fyrri hlutverk þeirra, styðja þær í að finna vilja sinn og skapa ný vanamynstur geta einstaklingar fundið fyrir hvatningu til að halda sig frá vímuefnum. Samkvæmt niðurstöðum er heildræn þjónusta með áherslu á áfallatengda nálgun árangursrík, ásamt því er jafningjastuðningur mikilvæg viðbót. Bakgrunnur Vímuefnavandi á meðgöngu er áhygguefni vegna áhrifa á heilsu kvenna og ófæddra barna þeirra. Konur með vímuefnavanda eru í meiri hættu fyrir vanda á borð við kynferðisofbeldi, vændi, heimilisleysi og fangelsun. Þeim skortir oft stuðning og hafa takmarkað bakland sem gerir þær að enn viðkvæmari hópi. Vímuefnavandi leiðir til þess að einstaklingar missa daglegar venjur og hlutverk sem skipta þau máli. Niðurstöður Heimild Arksey, H. og O'Malley, L. (2005). Scoping studies: Towards a methodological framework. International Journal of Social Research of Social Research Methodology, 8(1), 19-32. https://doi.org/10.1080/1364557032000119616 Karen Dögg Guðmundsdóttir, kdg1@unak.is Nína Karen Víðisdóttir, nkv1@unak.is Þórdís Jóna Kristjánsdóttir, ha181053@unak.is Gildi fyrir iðjuþjálfun MálsvariValdefla Aðstoða við að finna ný vanamynstur Fræða starfsfólk

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.