Úrval - 01.10.1967, Qupperneq 15
WALT DISNEY
13
eikin“ nálægt Newhall í Kalifomíu,
en hann er í eigu Disneykvikmynda-
félagsins og nær yfir geysimikið
flæmi.
„SÝNINGIN HELDUR ÁFRAM“
í ár er búizt við, að 250 milljón-
ir manna sjái Disneykvikmynd, 50
milljónir horfi á hvern Disneyþátt
í sjónvarpinu, 150 milljónir lesi
Disneyteiknimyndasögur, 50 millj-
ónir hlusti á Disneytónlist og
Disneyhljómplötur og 7 milljónir
heimsæki Disneyland. Sýningin
heldur áfram, alveg eins og Walt
vildi hafa það.
„Walt var stoltur af þeim hóp
starfsmanna, sem hann safnaði um-
hverfis sig, mönnunum, sem halda
nú áfram störfum hans,“ segir Roy.
En samt er persónuleiki Walts svo
■sterkur og einstæður, að enn gætir
áhrifanna í ríkum mæli. Gestir verða
hvarvetna varir við þetta í kvik-
myndaveri hans. í hverju samtali
ber nafn hans fljótlega á góma.
Card Walker, varaforstjóri kvik-
myndaversins, mælir á þessa leið,
þegar minnzt er á staðreynd þessa:
„Við þurfum ekki að gera annað en
að muna, hvað Walt vildi og fram-
kvæma það svo.“ Hin lifandi arf-
leifð Walts Disneys er ekki síður
fólgin í þessum anda en þeim heimi
drauma og ímyndunar, sem hann
skapaði.
MaÖurinn, sem getur búiö til þoku.
Japanskur vísindamaður hefur nýlega aflað sér mikillar frægðar
fyrir að búa til gerviþoku, og það furðulega við Þessa gerviþoku er það,
að hún endist lengur en venjuleg þoka.
Bretum, sem vanir eru þeim óþægindum að þurfa að híma á járn-
brautarstöövum, þar sem allt er hulið þoku, finnst þetta víst varla
vera slíkt afrek, að það ætti Nóbeisverðlaun skilið.
En þessi uppfinning gæti samt haft mikla þýðingu til notkunar í land-
búnaði, þ.e. varið viðkvæma uppskeru fyrir næturfrostum.
Visindamaður þessi, Y. Mihara við þjóðarstofnun landbúnaðarvísinda
í Tokíó, skýrir frá því, að honum hafi tekizt að framleiða „endingar-
góða“ þoku með því að blanda vatni saman við efni, sem þekkt er
sem OED (Oxyethylene docosyl).
Þegar blöndu þessari var sprautað út í loftið, í mjög fíngerðum
dropum, þá hékk úði þessi í loftinu eins og eðlileg þoka, en hún „entist"
lengur en þoka af náttúrunnar hendi hefði gert.
Eitt sinn er hann sprautaði „þoku" þessari í lægð eina á köldu
kvöldi, „entist" hún lengur en 10 klukkustundir og dró 40% úr hitaút-
geislun jarðvegsins.
Mihara álítur, að „þokur", framleiddar á þennan hátt í stórum stíl,
gætu t. d. bjargað heilum aldingörðum og hrísgrjónaekrum frá skemmd-
um af völdum næturfrosta.