Úrval - 01.10.1967, Qupperneq 16
Það er kunn sága, þegar Olafur konungur vildi sannreyna þá full-
' ; i ■ ’>-'•" ; ;
yrðingu Sigurðar Rauðólfssonar að hann gœti sagt til um í
livaða átt sólin væri, án þess að hún væri sjáanleg. Til að
sannreyna þetta, notaði konungur sólarstein, sem
öðru nafní hefur verið nefhdur leiðarsteinn. Sag-
an segir, að fornir sœgarpar norrœnir hafi
notað sólarstein sem hjálpartæki í sjó-
ferðum í staðinn fyrir áttarvita.
SÓLARSTEINNINN
■ „Þá lét konungur sjá út
og sá hvergi skýlausan
himininn. Þá bað hann
Sigurð segja sér hvar
sól væri komin. Hann
kvað á. Þá lét konugur taka sólar-
steininn og hélt upp og sá hann
hvar geislaði úr steininum, og mark-
aði á því svo til sem hafði sagt.“
Það sem hér er skráð að ofan má
lesa í Flateyjarbók, nánar tiltekið
í Ölafssögu hinni mestu.
Það er kunn saga, þegar Ólafur
konungur vildi sannreyna þá full-
yrðingu Sigurðar Rauðólfssonar að
hann gæti sagt til um í hvaða átt
sólin væri, án þess að hún væri
sjáanleg. Til að sannreyna þetta,
notaði konungur sólarstein, sem
öðru nafni hefur verið nefndur leið-
arsteinn. Sagan segir, að fornir sæ-
garpar norrænir hafi notað sólar-
stein sem hjálpartæki í sjóferðum,
í staðinn fyrir áttavita.
Danská tímaritið SKALK birti
fyrir nokkru grein um Sjóferðir
víkinga. Þar sagði: Því miður kem-
ur það hvergi nógu skýrt fram í ís-
lendingasögunum hvað leiðarsteinn
í raun og veru var, en hann virðist
hafa verið einhvers konar tæki, sem
gat vísað til sólarinnar, þótt alskýj-
að væri.
■ •■■ -»■ r v ■,;.■■.: . . :0 :?s«í.
Stuttu eftir að þessi grein birtist,
gáfu tveir menn sig á framfæri við
greinarhöfundinn. Annar var loft-
siglingafræðingur og hinn verkfræð-
ingur, báðir hjá SAS. Þeir vissu
ekki hver af öðrum, en báðir voru
*.<■■'i ••,■"■.
• . 'O- '
SKALK