Úrval - 01.10.1967, Page 19
í hinni norðursjálenzku
deild og útibúi þjóð-
minjasafnsins danska, í
Brede við Lyngby, hef-
■ ur fyrir skömmu verið
opnuð sýning á munum frá tímum
Eiríks rauða á Grænlandi. Það er
hægt að geta sér til um stærð þess-
arar sýningar, ef athugað er, að
stærsti sýningargripurinn er eftir-
mynd í fullri stærð af elztu kirkju
sem byggð var á Grænlandi, Þjóð-
hildarkirkju.
Þjóðhildarkirkja fannst fyrir til-
viljun sumarið 1961 og var grafin
upp á næstu árum. — Hér fer á
eftir stuttorð greinargerð fyrir að-
draganda þess, að kirkja þessi var
byggð: Árið 985 og næstu ár nam
Eiríkur rauði og nokkrir aðrir menn
af íslandi, Grænland, sem þá var
nýfundið. Áður höfðu engir menn
frá Evrópu komið þar. Landnáms-
mennirnir voru heiðingjar, en stuttu
síðar flutti Leifur hinn heppni, son-
ur Eiríks, kristna trú til Grænlands.
Eiríki var þetta ekki að skapi, en
Þjóðhildur kona hans snérist til
kristni, og hún lét byggja þessa
hina fyrstu kirkju, sem lengi var
hin eina, sem til var í landinu. Lengi
hafa menn vitað hvar bær Eiríks
stóð, og fyrir sex árum fannst kirkj-
an, svo sem áður er sagt. Þegar
grafið var í kirkjugarðinn, en því
verki er nú lokið, fundust 144 beina-
grindur manna, ýmsar þeirra vel
varðveittar. Enginn efi er á því að
þær eru af Eiríki og heimamönnum
hans.
SKALK
17