Úrval - 01.10.1967, Page 21
19
Hér fara á eftir 20 orð og orðasambönd með réttri og rangri merkingu.
Prófaðu kunnáttu Þína í íslenzkri tungu og auk þú við orðaforða þinn með
þvi að finna rétta merkingu. Gæt þess, að stundum getur verið um fleiri
en eina rétta merkingu að ræða.
Til gamans getur lesandi geíið sjálfum sér einkunn og metið þannig getu
sína, þ.e. 0,5 fyrir hvert rétt svar og tilsvarandi lægri einkunn fyrir svarið,
ef um er að ræða fleiri en eina rétta merkingu og hann hefur aðeins tekið
fram aðra eða eina þeirra.
1. þröm: rim, brún, vandræði, ýlda, eymd, andstreymi, sjúkdómur, þrengsli.
2. frolla: ær, langloka, ljót húfa, fatadrusla, illa kynnt kona, léttúðardrós,
bátskrifli, ilát, subba, skass.
3. að aka höllu fyrir e-m: að sýna e-m yfirgang, að lúta í lægra haldi fyrir
e-m, að draga taum e-s, að tala illa um e-n, að lítilsvirða e-n, að smjaðra
fyrir e-m.
4. það hesjar i jörð: það blotnar um, það þornar um, snjólausir blettir eru
teknir að sjást, jörð er að byrja að grænka, gróðurinn er að byrja að
sölna, það sést ekki í jörð fyrir snjó.
5. gríður: hvalur, græðgi, tröllkona, ástriða, vopnahlé, friður, miskunn,
mergð, ósköp.
6. vamm: synd, aðfinnslur, önuglyndi, ógæfa, galli, skömm, rölt, rígur, níð.
7. bekri: óðinshani, hrossagaukur, geithafur, hrútur, tarfur, óþekktarorm-
ur, órói, áma, hundur, yfirgangsseggur.
8. glyðra: þurrkur, pokadrusla, slitin ábreiða, tötraleg flík, léttúðardrós,
ofbirta, blindun af ofbirtu, eyðslusöm kona.
9. brími: geisli, mjálm, öldugangur, frost, jötunn, ofsi, reiði, eldur.
10. það krælar ekki á honum: hann lætur sér hvergi bregða, það bítur ekk-
ert á hann, það sljákkar ekki í honum, hann sést ekki, það stendur
ekki á honum, hann þreytist ekki, hann lætur ekki sitt eftir liggja.
11. þræsingur: ýlda, þrjózka, önuglyndi, rifrildi, remma, geymslubragð,
kalsastormur, rigningarskúr, hláka, kvilli í hálsi.
12. nú tekur steininn úr: nú lagast Það, nú tekur út yfir, nú losnar u:n, nú
er lausnin fundin, nú mýkist það, nú glaðnar til, nú fer að hlána.
13. töggur: farangur, nöldur, seigla, moli, köggull, dugnaður, geðvonzka,
þreytandi endurtekning.
14. að kúldrast: að troðast, að kólna, að hirast, að visna, að híma, að drep-
ast, að svelgjast á, að skreiðast.
15. að þvagna: að gaspra, að draga úr, að blotna, að þorna, að þvost, að
þrefa, að nudda, að falla af.
16. hyskinn: svikull, forvitinn, ómerkilegur, latur, minnugur, gleyminn,
viljugur, traustur, duglegur.
17. flaustur: bátaskýli, skynding, straumur, mælska, hroðvirkni, vandvirkni,
afköst, bátur, undirferli.
18. að hjarga: að fitna, að lifna við, að setja hjörur á, að miða áfram, að
miða ekkert áfram, að lífga við.
19. glutur: gutl, gieymska, ringulreið, eyðslusemi, drasl, dreitill, hávaði,
óþverri.
20'. frýjun: bónorð. frestur, ögrun, ásökun, hindrun, beiðni, frestun, frelsun,
hótun.
Sjá svör á bls. 27.