Úrval - 01.10.1967, Síða 23
Skröltorvxur
Kóralsnákur
Koirraslanga
kvalafull reynsla, jafnvel fyrir þau
fórnardýr, sem lifa slöngubit af,
og stundum hefur hún í för með
sér margra vikna eða mánaða veik-
indi, varanleg örkuml, handar- eða
fótarmissi eða aðra varanlega fötl-
Við skulum taka sem dæmi það,
sem kom fyrir Ray Woods kol-
dimma nótt í ágústmánuði árið 1957.
Woods er fimmtugur bóndi, sem
býr nálægt Jamesport í Missori-
fylki. Hann vaknaði um miðnætti
við ofsalegt gelt í hundinum sínum.
Hann flýtti sér út án þess að hafa
fyrir því að fara í skó og hélt út í
dimmt skýlið, þar sem hundurinn
hans var bundinn, og gekk inn til
þess að losa um ólina, sem æstur
hundurinn var bundinn með. Þegar
hann steig inn fyrir þröskuldinn,
fann hann að eitthvað klóraði eða
stakk hann í ristina á hægra fæti.
Hann fór aftur inn til sín, náði í
vasaljós og fann síðan stóran skrölt-
orm hringaðan rétt fyrir innan
þröskuldinn á skýlinu. Hann batt í
flýti um fótinn fyrir ofan sárið til
þess að stöðva blóðrásina frá rist-
inni og hringdi í lækni, sem kom
eftir 20 mínútur og sprautaði hann
tafarlaust með móteitursblóðvökva,
sem var sérstaklega ætlaður gegn
slöngubiti.
Næstu klukkustundirnar hafði
Woods stöðug uppköst og kúgaðist
þess á milli, en fóturinn og neðri
hluti fótleggsins bólgnaði ofboðslega
upp. Bólgunni fylgdi óskapleg kvöl.
A næstu 7 dögum léttist Wood um
31 Vi pund. Hann hafði verið 189
pund á þyngd, en var þá kominn
niður í 157 V2 pund. Þegar hið versta
var afstaðið í janúarmánuði næsta