Úrval - 01.10.1967, Side 26
24
ÚRVAL
ekki gera ráð fyrir því, að skelli-
nöðrur (skröltormar) gefi ætíð frá
sér skröltandi hljóð, áður en þeir
bíta. Sumar gera það, en aðrar ekki.
Þið skuluð ekki taka upp neina
slöngu né snerta hana, hvórki dauða
né lifandi, þangað til þið eruð al-
gerlega viss um, að hún sé ekki eitr-
uð. „Dauðum“ slöngum hættir til
að lifna við, og afhöggvið höfuð af
nýdrepinni slöngu er jafnvel fært
um að veita slæmt bit. Jafnvel mjög
ungar slöngur hafa áhrifamikil eit-
urbittæki, þó að stærri slöngurnar
séu yfirleitt hættulegri, þar eð þær
spýta meira eiturmagni og bíta
dýpra.
Dr. Parrish komst að því, að fleiri
verða fyrir slöngubiti í garðinum
heima við húsið sitt en á nokkrum
öðrum stað. Það eru sérstaklega
miklar líkur til þess, að hrundir eða
illa sprungnir veggir bygginga og
autt rúm undir gólffjölum dragi
að sér skellinöðrur og koparhausa.
Slönguveiðimaður í Suður-Dakóta-
fylki veiddi eitt sinn 8 sléttuskelli-
nöðrur á sveitabæ, þar sem bjó að-
eins ein öldruð kona. Þær voru. all-
ar undir gólffjölunum. í þessu til-
felli voru það mýs undir gólfinu,
sem drógu slöngurnar að húsinu, en
mýs draga slöngur oft að sér. Oft
verður vinnufólk á sveitabæjum
fyrir slöngubiti og einnig fólk, sem
lyftir trjábolum eða steinum. Viðar-
hraukar, ruslhaugar og hænsnahús
eru einnig hættulegir staðir. Og
fiskimenn verða oftar fyrir slöngu-
biti en veiðimenn á þurru landi, og
er ástæðan augsýnileg. Hún er sú,
að flestar slöngur liggja í dvala frá
hausti fram á vor.
Bráðabirgðaaðgerðir gegn eitur-
verkunum slöngubits eru kvaiafull-
ar og geta valdið sýkingu. Því ætti
fyrst af öllu að ákvarða, hvort slíks
er raunverulega þörf. Dr. Parrish
tekur fram fjögur merki, sem eru
örugg og hægt er að fara eftir, þegar
menn þurfa að ganga úr skugga um,
hvort þeir hafa verið bitnir af eitr-
aðri slöngu. Þau eru þessi: sárið
eftir eiturtennurnar, en það afmark-
ast af stungum, ákafur brennandi
verkur (slíkt er venjan, en þó fylg-
ir hann ekki alltaf), bólga og rauð-
blár roði. Séu öll þessi merki fyrir
hendi, hefur slangan, sem beit, ver-
ið eitruð. Hafi fórnardýrið ekki
möguleika á að komast til læknis
innan klukkustundar, skyldi við-
hafa eftirfarandi varúðarreglur
samkvæmt áliti lækna og heilbrigð-
isyfirvalda, þar á meðal Bandarísku
heilsugæ,zluþjónustunnar:
1. Verið róleg. Vefjið einhverju
tafarlaust fast að líkamanum milli
bitsins og hjartans. Notið háis-
bindi, mjúkt belti eða vasaklút,
og færið það til, ef bóigan breið-
ist út, þannig að bólgan kom-
ist ekki fram fyrir það. Reyrið
þetta ekki svo fast, að ekki sé hægt
að koma fingri undir það. Ef hönd
eða fótur verður dofinn, er of fast
bundið. Losið um þetta í 90 sekúnd-
ur á 10 mínútna fresti, þangað til
hægt er að ná til læknis.
2. Skerið aðeins í gegnum hvert
tannfar, þ.e. skurð, sem er um einn
áttundi til einn fjórðungur úr þuml-
ungi að lengd og mjög grunnur, þ.e.
um einn áttundi úr þumlungi að
dýpt.
3) Ef þið hafið við höndina