Úrval - 01.10.1967, Qupperneq 35
-4Ð REYNA SIG VIÐ SKRATTANN
33
mundi hafa verið að taka útdrátt
úr bók Alexei Tolstoy „Dauðageisl-
ar Garins“, sem er vísindaskáld-
saga, og láta þá skýringu fylgja að
þetta væru staðreyndir ofar allri
skáldsagnalygi. Ekki einungis hefði
fundizt máttugur geisli, heldur væri
sá geisli lífgandi og gagnlegur, og
mætti nota hann við vandasamar
læknisaðgerðir, samsetningu véla og
smíði fínna vélahluta, hárnákvæm-
ar tímamælingar, rannsóknir á
plánetunni, sem við byggjum, og til
þess að stýra geimskipum sem send
væru til að kanna aðrar.
En vísindamenn eru vísindamenn,
og vilja vera það, og telja mátti á
fingrum annarrar handar þá sem
nokkuð botnuðu í ræðu prófessors
Edlers. En miklu skemmtilegra
kynni að hafa verið fyrir áheyr-
endurna, ef hann hefði brotið í bág
við alla venju á þessum mótum og
skýrt frá því hvernig þeir félag-
arnir hefðu unnið saman, og hvers-
háttar menn þeir væru. í stað þess
að segja slíkt sem þetta: „...efl-
ing stuttbylgna með útsendingu örf-
andi geislunar ... “, hefði hann get-
að sagt eitthvað þessu líkt:
„Yðar hátignir, konunglegu tign-
ir, frúr og herrar, nú eru dýrðar-
dagar eðlisfræðinga upp runnir. Upp
úr stríðslokum hækkaði gildi þeirra
um allan helming. Og þegar skipa
átti í Moskva nýbakaða eðlisfræð-
inga í stöður á árunum eftir lok
hinnar síðari heimsstyrjaldar, þá
var það sem á gekk einna líkast
burtreiðum riddara forðum, hver
stofnun og fyrirtæki, sem þurfti á
nýjum eðlisfræðingi að halda, varð
að taka á því sem til var, ef von
átti að vera um að ná í nokkurn
þeirra.
Ýmsir sjónarvottar tóku eftir því
hve órótt Prokhorov var meðan
hann beið í anddyri eðlisfræðistofn-
unarinnar í Moskva, daginn sem
átti að ráða Basov, og hvernig hann
reyndi með öllu móti að ná fundi
hans í rannsóknarstofu hans. Því
fyrst og fremst voru þeir vinir, og
jafnaldrar, en auk þess beindist á-
hugi þeirra að hinum sömu verk-
efnum, og í þriðja lagi höfðu þeir
verið saman á vígstöðvunum og
áttu þaðan sameiginlegar endur-
minningar. Prokhorov hafði verið
hafður til að njósna og kanna, þó
að hann væri svo stór, að ólíklegt
mundi þykja að hann væri ekki
fyrirtaks skotmark, enn ólíklegra að
hann fengi nokkursstaðar dulizt.
Hann var ekki fyrr laus úr herþjón-
ustu en hann byrjaði að gera til-
raunir með samfasarafal.
„Með honum var í verki annar
eðlisfræðistúdent, Basov að nafni,
sem verið hafði aðstoðarmaður við
herspítala á vígstöðvunum. Basov
innritaðist 1 eðlisfræðideild háskól-
ans í Moskva (MIFI) en lauk því
námi hjá Prokhorov, sem stjórnaði
samfasarafalnum við eðlisfræði-
stofnun vísindaakademíunnar (FI
AN).
„Meðan Prokhorov beið í anddyr-
inu datt honum snjallt ráð í hug,
— að bjóða MIFI samfasarafalinn
í skiptum fyrir Basov. Það mundi
ekki kosta Prokhorov annað en að
tala um fyrir forstjóra sínum svo
hann léti hann af hendi, — koma
honum í skilning um að rétt væri