Úrval - 01.10.1967, Síða 46
44
URVAL
á árinu 1966, þar sem frá því er
skýrt, að smíðaður hafi verið afl-
vaki sem taki Ijósbylgjur, og May-
man hafi gert uppkast að. Þetta
var í framhaldi af hugmynd þeirri,
sem þeir Basov, Prokhorov og
Townes stríddu við og leiddu fram
til sigurs.
E'kki getur talizt lang síðan sú frétt barst út öllum til undrunar að
náð hefðust tök á kjarna atóma til friðsamlegra nota. Nú er það
fótónið, ljósskammturinn, sem verið er að reyna að handsama. Og
fyrstu tilraunirnar, sem telja má að tekizt hafi, gefa til kynna hve
ótrúlega mikils megi af þessu vænta.
Reynið að gera yður I hugarlund efnaverksmiðju, þar sem hráefn-
um er dælt beint inn í reaktorinn, og gerist þar, undir egghvössum
geisla laser-tækisins, fullkomin efnasamtenging (synthese). Þá kemur
ný tilskipun frá mælaskiptiborðinu, og sloknar á laser þeim, sem að
verki var, en kviknar á öðrum, og hefur sá annan lit og tíðni. Við
þetta bregður svo, að sama hráefni verður að allt öðru efni en í fyrra
skiptið.
Hugsið yður ennfremur vélsmiðju þar sem laserinn er látinn skera
hörðustu efni, sem þekkjast, niður í búta jafn auðveldlega og Þeir
væru smjör. Verksmiðjunni stjórnar reiknivél þar sem hverjum hluta
er stjórnað af ljósgeisla, sem fer gegn um örmjóar leiðslur, I stað
þess að hafa hina venjulegu rafleiðsluþræði. Andsvör þessarar vélar
eru örskjót, og minni hennar einnig þúsundfalt á við hina beztu af
þeim sem nú þekkjast, en fyrirferðin miklu minni.
Þá mætti líka hugsa sér sjálfvirka símstöð með engum skiptiborðum.
Öllu er þar stjórnað með ljósi, og í stað þungra, fjölþættra kaðla
eru fíngerðar þynnur sem leiða ljós. Slíkar stöðvar mundu verða
þættir í samskiptakerfi, sem næði til allra staða á hnettunum, og
hefði til sinna nota marga gervihnetti, útvarpsbylgjur og Ijósöldur.
Þetta mundi ekki einungis nægja handa jörðinni, heldur mundi verða
hægt að hafa stöðugt samband við menn sem farnir væru til annarra
hnatta í rannsóknarerindum.
Nefna mætti tugi annarra hagnýtingarmöguleika þessara furðu-
tækja. sem komið geta fram og koma munu. Ekki er þörf á að van-
treysta vísindamönnunum. Þeir vita það sjálfir harla vel að hinar
þurru reikningsformúlur þeirra og rannsóknatæki búa yfir mætti til
að skapa hina ólíklegustu hluti.
Nema vígvélar. Svo segja bandarískir visindamenn jafnt sem sovézk-
ir: „Það er með öllu ólíklegt að maser geti í fyrirsjáanlegri framtíð
talizt nothæfur til hernaðarþarfa."