Úrval - 01.10.1967, Side 47
Meðlimir Fabianfélagsins höfðu safnazt þarna saman þetta kvöld
til þess að hlusta á erindi um „Verkalconur í Lundúnum“ eftir ung-
frú Clementinu fílack, sem var fyrsta konan, sem útnefnd hafði
verið sem verksmiðjueftirlitsmaður.
Verkfall stúlknanna í
eldspýtnaverksmiðjunni
Eftir Tony Parker.
Kvöld eitt í júnímánuði
árið 1888 safnaðist lít-
ill hópur manna saman
í húsi einu í Blooms-
ums*. buryhverfinu í Lund-
únum. Þar var um að ræða venju-
legan hálfsmánaðarlegan fund í
Fabianfélaginu, en það var mið-
stéttafélagsskapur, sem vann að á-
róðri og rannsóknum í anda sósíal-
ismans og taldi þá 40 meðlimi innan
sinna vébanda. Félagið hafði verið
stofnað 4 árum áður og dró nafn
sitt af rómverska herforingjanum
Quintusi Fabiusi Maximusi, sem
gekk undir nafninu „sá, sem tefur“,
vegna þess að hann barðist við
Hannibal á árunum 217—214 f. Kr.
án þess að hætta sér út í stórfelldar
orrustur við hann, heldur hélt uppi
sífelldum skæruhernaði gegn her-
jum hans. Meðlimir Fabianfélags-
ins vonuðust einnig til að geta náð
markmiði sínu á svipaðan hátt, þ. e.
með vitsmunalegri röksemdarfærslu,
sem hefði í för með sér stjórnmála-
legar og efnahagslegar umbætur
stig af stigi. Tilgangur þeirra var að
gera sósíalismann að virðulegu fyr-
irbæri, og kjörorð þeirra var „Evo-
lution, not Revolution“ (þróun, ekki
bylting).
Það voru innan við 20 meðlimir
mættir á fundi þessum, og flestir
(100 stórviðburðir, sem breyttu veröldinni)