Úrval - 01.10.1967, Qupperneq 48

Úrval - 01.10.1967, Qupperneq 48
46 ÚRVAL þeirra þekktust vel. Þeirra á með- al var hir.n rauðskeggjaði tónlistar- gagnrýnandi dagblaðsins „The Star“, George Bernhard Shaw að nafni, en hann var þá 32 ára og hafði skrifað allmargar skáldsögur við lítinn orðstír, en hafði ekki enn komið sínu fyrsta leikriti á leik- svið. Þar var einnig ungur prestur, séra Stuart Headiam, sem tilheyrði „Christian Socialist“ hreyfingunni. Shaw notaði síðar þennan prest sem fyrirmynd að einni aðalpersónunni í leikriii sínu „Candidu“, þ. e. prestinum og eiginmanninum. Þar var einnig Sidney Webb, ungur ó- gií'tur maður, sem var þá opinber ríkisstarfsmaður, en vann í frístund- um sínum að bók um verkalýðs- hreyfingu.na. Meðal viðstaddra var einnig Herbert Burrows, góðlegur og spekingslegur ungur maður, ný- útskrifaður frá Cambridgeháskóla, mjög fræðilega sinnaður og mikill byltingarmaður. Þar var einnig fyrr- verandi foringi úr hernum, Herbert Champion að nafni, og einnig frú Annie Besant, lagleg, fertug kona, sem var þegar fræg sem snjöll ræðu- kona. Einnig var hún þekkt fyrir róttækar skoðanir sínar, ekki að- eins í stj órnmálum heldur hvað snerti kvenréttindamál og takmörk- un barneigna. Meðlimir Fabianfélagsins höfðu safnazt þarna saman þetta kvöld til þess að hlusta á erindi um „Verkakonur í Lundúnum“ eftir ungfrú Clementinu Black, sem var fyrsta konan, sem útnefnd hafði ver- ið sem verksmiðjueftirlitsmaður. Menn vita ekki lengur, hvað hún sagði í ræðu sinni, en það er líklegt, að hún hafi minnzt á stúlkurnar, sem unnu í eldspýtnaverksmiðjun- um í East End í Lundúnum. Svo mikið er víst að þegar hún hafði lokið erindi sínu, kveikti Herbert Champion á eldspýtu með glæsilegri handhreyfingu, saug pípu sína og tottaði þangað til hann hafði fengið eld í hana, og spurði síðan félags- menn, hvort þeir vissu, að Bryant & May, stærstu eldspýtnaframleið- endur í Lúndúnum, borguðu verk- smiðjustúlkum sínum aðeins 2J/4 pence fyrir hvert gross af eldspýtu- stokkum, sem þær framleiddu í verksmiðjum þeirra, en borguðu hluthöfunum á hinn bóginn yfir 20 % árlegan ágóðahluta. Nei, þetta höfðu þeir ekki heyrt. Og nú hófust lang- ar og fjörugar umræður. Þeim lauk með því, að samþykkt var ályktun þess efnis, að meðlimir Fabianfé- lagsins mundu framvegis hvorki kaupa né nota eldspýtur framleidd- ar af Bryant & May. Champion dró Annie Besant af- síðis, þegar fundinum lauk. Hann sagði við hana, að ályktun sam- þykkt af litlu og lítið þekktu félagi þess efnis, að meðlimir þess ætluðu ekki að líta við einhverri fram- leiðsluvöru, mundi hafa harla lítil áhirf á framleiðendur vörunnar, ef þá nokkur. En hann stakk upp á því, að frú Besant rannsakaði málið ná- kvæmlega og skrifaði grein um það í „The Link“, mánaðarrit, sem gef- ið væri út af Laga- og frelsissam- bandinu og hún væri ritstjóri fyrir. Frú Besant áleit, að þessi hugmynd væri mjög góð. Síðdegis næsta dag hélt hún nið- ur til verksmiðju Bryant & May
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.