Úrval - 01.10.1967, Side 50
48
ÚRVAL
að vísu ekki há. Laun þeirra voru
frá 4 shillingum á viku fyrir 13 ára
stúlku upp í 13 shillinga fyrir þaul-
vanar konur, sem falin var meiri
ábyrgð. En það var ekki fyrst og
fremst hin lága upphæð launanna,
sem þær kvörtuðu helzt yfir. Þær
lögðu enn meiri áherzlu á hin frum-
stæðu vinnuskilyrði sín. Þeim var
troðið að vinnuborðunum eins og
síld í tunnu, lýsingin var mjög slæm
og loftræstingin einnig. Þær höfðu
engin raunveruleg salerni né að-
stöðu til þess að þvo sér. Hádegis-
verðartíminn var mjög óreglulegur
og oft skorið af honum, og þær
höfðu engan sérstakan stað til þess
að snæða nestið sitt á. Einnig þjak-
aði þær mjög hinn grimmilegi agi
ruddalegra verkstjóra, sem voru
hinir verstu yfirgangsseggir. í hverri
viku var dregið frá launaupphæð
flestra stúlknanna. Var slíkur frá-
dráttur kallaður „sekt.“ Var þar um
hin lítilfjörlegustu atriði að ræða,
svo sem að þær höfðu svarað fyrir
sig, þegar þær voru skammaðar,
skilið eftir brunnar eldspýtur á
vinnuborðunum eða komið inn í
verksmiðjuna á óhreinum stígvélum.
Verkstjórarnir, sem skýrðu yfir-
boðurunum frá þessum agabrotum,
voru allir karlmenn. Þeir stóðu allt-
af með stjórnendum fyrirtækisins
til þess að halda stöðum sínum, þótt
þeir gerðu sér grein fyrir því, að
það var ólöglegt athæfi að láta
stúlkurnar greiða slíkar sektir. Það
voru engin skipulögð samtök á með-
al stúlknanna. Þær studdu hver aðra
eftir föngum, en það var harla lít-
ið, sem þær gátu fengið áorkað til
þess að bæta starfsskilyrði sín, þar
eð hver sú stúlka var tafarlaust
rekin, sem álitin var valda einhverj-
um „erfiðleikum" að mati verkstjór-
anna, sem voru þá ekki lengi að
skýra stjórnendum fyrirtækisins frá
því.
Frú Bestant gerði sér grein fyrir
því, að margt af því, sem stúlkurnar
kvörtuðu yfir, var ekkert annað en
brot á vinnulögunum, sem kváðu á
um almenn starfsskilyrði alls stað-
ar. Og hún lofaði stúlkunum því, að
hún skyldi koma kvörtunum þeirra
áleiðis til verksmiðjueftirlitsmanns-
ins á svæði þeirra. Hún sagði þeim,
að hún ætlaði sér að fá Charles
Bradlaugh vin sinn til þess að hreyfa
máli þessu í þinginu og hún ætlaði
að birta allar upplýsingar þeirra í
tímaritinu, sem hún starfaði við.
En hún bætti því við, að þær yrðu
líka að hjálpa til svolítið sjálfar í
þessu máli, þær yrðu að kjósa
nefnd, sem leggja skyldi síðan um-
kvartanirnar formlega fyrir stjórn-
endur verksmiðjunnar. Hún lagði á-
herzlu á það, að það væri í raun-
inni ekki hægt að gera neitt, nema
þær skipulögðu samtök sín á þenn-
an hátt og stæðu saman í þessu máli
allar sem ein.
Hún var þreytt, en full æsandi
eftirvæntingar, þegar hún hélt aft-
ur til skrifstofu sinnar í Bouverie-
stræti til þess að skrifa grein sína.
Greinin var svo birt nokkrum dög-
um síðar eða þ. 23. júní í næsta
hefti „The Link.“ Hún bar fyrir-
sögnina „Hvítt þrælahald í Lundún-
um“ og hófst með þessum orðum::
„Fæddar í fátækrahverfunum, rekn-
ar til vinnu, meðan þær eru enn á
barnsaldri, smávaxnar vegna þess