Úrval - 01.10.1967, Side 50

Úrval - 01.10.1967, Side 50
48 ÚRVAL að vísu ekki há. Laun þeirra voru frá 4 shillingum á viku fyrir 13 ára stúlku upp í 13 shillinga fyrir þaul- vanar konur, sem falin var meiri ábyrgð. En það var ekki fyrst og fremst hin lága upphæð launanna, sem þær kvörtuðu helzt yfir. Þær lögðu enn meiri áherzlu á hin frum- stæðu vinnuskilyrði sín. Þeim var troðið að vinnuborðunum eins og síld í tunnu, lýsingin var mjög slæm og loftræstingin einnig. Þær höfðu engin raunveruleg salerni né að- stöðu til þess að þvo sér. Hádegis- verðartíminn var mjög óreglulegur og oft skorið af honum, og þær höfðu engan sérstakan stað til þess að snæða nestið sitt á. Einnig þjak- aði þær mjög hinn grimmilegi agi ruddalegra verkstjóra, sem voru hinir verstu yfirgangsseggir. í hverri viku var dregið frá launaupphæð flestra stúlknanna. Var slíkur frá- dráttur kallaður „sekt.“ Var þar um hin lítilfjörlegustu atriði að ræða, svo sem að þær höfðu svarað fyrir sig, þegar þær voru skammaðar, skilið eftir brunnar eldspýtur á vinnuborðunum eða komið inn í verksmiðjuna á óhreinum stígvélum. Verkstjórarnir, sem skýrðu yfir- boðurunum frá þessum agabrotum, voru allir karlmenn. Þeir stóðu allt- af með stjórnendum fyrirtækisins til þess að halda stöðum sínum, þótt þeir gerðu sér grein fyrir því, að það var ólöglegt athæfi að láta stúlkurnar greiða slíkar sektir. Það voru engin skipulögð samtök á með- al stúlknanna. Þær studdu hver aðra eftir föngum, en það var harla lít- ið, sem þær gátu fengið áorkað til þess að bæta starfsskilyrði sín, þar eð hver sú stúlka var tafarlaust rekin, sem álitin var valda einhverj- um „erfiðleikum" að mati verkstjór- anna, sem voru þá ekki lengi að skýra stjórnendum fyrirtækisins frá því. Frú Bestant gerði sér grein fyrir því, að margt af því, sem stúlkurnar kvörtuðu yfir, var ekkert annað en brot á vinnulögunum, sem kváðu á um almenn starfsskilyrði alls stað- ar. Og hún lofaði stúlkunum því, að hún skyldi koma kvörtunum þeirra áleiðis til verksmiðjueftirlitsmanns- ins á svæði þeirra. Hún sagði þeim, að hún ætlaði sér að fá Charles Bradlaugh vin sinn til þess að hreyfa máli þessu í þinginu og hún ætlaði að birta allar upplýsingar þeirra í tímaritinu, sem hún starfaði við. En hún bætti því við, að þær yrðu líka að hjálpa til svolítið sjálfar í þessu máli, þær yrðu að kjósa nefnd, sem leggja skyldi síðan um- kvartanirnar formlega fyrir stjórn- endur verksmiðjunnar. Hún lagði á- herzlu á það, að það væri í raun- inni ekki hægt að gera neitt, nema þær skipulögðu samtök sín á þenn- an hátt og stæðu saman í þessu máli allar sem ein. Hún var þreytt, en full æsandi eftirvæntingar, þegar hún hélt aft- ur til skrifstofu sinnar í Bouverie- stræti til þess að skrifa grein sína. Greinin var svo birt nokkrum dög- um síðar eða þ. 23. júní í næsta hefti „The Link.“ Hún bar fyrir- sögnina „Hvítt þrælahald í Lundún- um“ og hófst með þessum orðum:: „Fæddar í fátækrahverfunum, rekn- ar til vinnu, meðan þær eru enn á barnsaldri, smávaxnar vegna þess
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.