Úrval - 01.10.1967, Side 53

Úrval - 01.10.1967, Side 53
VERKFALL STÚLKNANNA .... 51 göngu til Neðri málstofu þingsins, og Cunninghame Graham og fleiri þingmenn tóku á móti sendinefnd 12 verksmiðjustúlkna í forsalnum. Þar voru einnig saman komnir fréttaritarar blaðanna, og í viður- vist allra þessara manna gekk fram vannærð 15 ára gömul stúlka. Hún tók af sér höfuðsjalið, og kom þá í ljós, að hún var nærri sköllótt. Þessi sönnun þess, hversu slæm á- hrif það gæti haft að vinna með þessi kemisku efni í þröngum og sóðalegum húsakynnum, hafði aug- sýnilega sín áhrif. Einn fréttaritar- anna komst svo að orði í grein sinni næsta dag, að þétta hefði haft „djúp áhrif á alla, er sáu það.“ Stöðugt streymdi meira fé til verkfallssjóðsins, eftir því sem blöð- in skrifuðu meira um málið. Undir / leiðsögn frú Besants mynduðu stúlkurnar nú stéttarfélag á form- legan hátt, og brátt tók samband stéttarfélaga í Lúndúnum að beita sér fyrir málstað þeirra. Það kom að máli við vinnuveitendurna og krafðist þess, að þeir semdu við félag stúlknanna. Það var augsýni- legt, að almenningur hafði mikla samúð með málstað stúlknanna og að sú samúð fór vaxandi. Og því gáfust forstjórar Bryant & May nú upp. Þeir gengu að öllum skilyrðum stúlknanna fyrir því, að þær sneru aftur til vinnu sinnar. Og það var líka samþykkt, að umræður skyldu eiga sér stað reglulega milli for- svarsmanna hins nýja stéttarfélags og verksmiðjustjórnarinnar, svo að hægt væri að koma í veg fyrir það, að alvarlegt vandræðaástand skap- aðist að nýju. f „The Star“ gat að líta þessar setningar næsta dag: „Sigur eldspýtnastúiknanna" er fulÞ kominn, og það er einn þáttur þessa máls, sem er þess eðlis, að mál þetta markar alger tímamót í sögu iðn- aðarþróunarinnar. Er þar átt við hinn mikla þátt, sem almenningsá- litið átti í endalokum þessa máls.“ Nokkrum árum síðar luku þau Sidney Webb og Beatrice eiginkona hans við að rita „Sögu stéttarfélags- hreyfingarinnar", sem var þá gefin út. f henni viðhöfðu þau þessi um- mæli um sigur „eldspýtnastúlkn- anna:“ „Það var sigur, sem braut nýtt blað í annálum stéttarfélag- anna. Það var alveg ný reynsla fyr- hina minni máttar að sigra. Og þetta reyndist öðrum verkamönn- um einnig lærdómsrík lexía.“ Það voru og orð að sönnu. Næsta ár voru gerð velheppnuð verkföll meðal stafsfólksins í vindlingaverk- smiðjum, starfsmanna hjá spor- vagnafélagi Lundúna og starfs- manna í gasstöðvum. Kröfðust þeir betri starfsskilyrða og hærri launa. Þessi ókyrrð náði hámarki sínu með hinu mikla hafnarverkfalli árið 1889, en það varð að lokum til þess að afla stéttarfélagahreyfingunni í Englandi varanlegrar viðurkenning- ar og tryggja vald hennar og rétt- indi. Nú tók ófaglært verkafólk að mynda með sér stéttarfélög í vax- andi mæli með hjálp dugandi leið- toga, félög, sem vernduðu rétt þeirra og viðurkenningu á því, að þeir væru virðingarverðir borgarar sem aðrir. Og eftir því sem stéttarfé- lögin urðu öflugri og sköpuðu verka- mönnunum meiri möguleika á að láta til sín heyra á opinberum vett-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.