Úrval - 01.10.1967, Síða 55
Sólgleraugu
og val
þeirra
Eru sólgleraugu
í raun og veru nauðsynleg?
Geta ódýr sólgleraugu haft
skaðleg áhrif á sjónvna? Hve
þýðingarmikill er litur sjónglerj-
anna? Er skaðlegt að ganga
alltaf með dökk gleraugu,
hæði innanhúss sem utan?
Eftir Paul W. Kearney.
Álitið er, að Bandaríkja-
frjPrnJM menn munu eyða um
100 milljónum dollara í
VVafcil sólgleraugu í ár. Og
■rMW þessi sólgleraugnakaup
þeirra munu byggjast á minni þekk-
ingu en hvað flestar aðrar vöruteg-
undir snertir. Eitt sönnunargagn
þess efnis er stóraukin sala í gler-
augum, sem eru miklu dýrari en
áður hefur þekkzt, eða frá 25 doll-
urum og upp úr. Það eru ekki gæði
sjónglerjanna, sem gera þessi gler-
augu svona dýr, heldur áberandi
glæsiumgerðir, sem tízkan segir fyr-
ir um hverju sinni.
Eru sólgleraugu í raun og veru
nauðsynleg? Geta ódýr sólgleraugu
haft skaðleg áhrif á sjónina? Hve
þýðingarmikill er litur sjónglerj-
anna? Er skaðlegt að ganga alltaf
með dökk gleraugu, bæði innanhúss
sem utan? Er ráðlegt að fara til
augnlæknis og láta hann mæla fyr-
ir um, hvernig sólgleraugu skuli
kaupa? Eru plastsjóngler og laus
sjóngler, sem smellt eru á venjuleg
gleraugu, nokkurs virði?
Sérfræðingar í sjóntækni, sem
vinna að rannsóknum á þessu sviði,
augnlæknar og sjónglerjasérfræð-
ingar eru allir á sama máli um það,
að svarið við flestum spurningum
um sólgleraugu sé komið undir
spyrjandanum sjálfum, þ. e. ástandi
augna hans og þeim notum, sem
sólgleraugun eru ætluð fyrir. Nú
skulum við athuga nokkrar af
spurningum þessum?
ERU SÓLGLERAUGU
NAUÐSYNLEG?
Eðlileg sjón er fullfær um að
Family Safety