Úrval - 01.10.1967, Qupperneq 58
56
ÚRVAL
fyrirmælum augnlæknis. Efnið í
ódýrari, óslípuðu sjónglerin er fram-
leitt í sléttum plötum, sem eru svo
sveigðar við hita. Sé vandvirkni
gætt við framleiðsluna, er hægt að
losna næstum því alveg við alla
galla, en staðreyndin er sú, að þau
eru oft framleidd og skoðuð af tak-
markaðri vandvirkni.
Sjóngler úr plasti eru mjög mis-
munandi að gæðum alveg eins og
sjóngler úr gleri. Þau eru venjulega
léttari, óbrothætt og ódýrari. Það
þarf líka að gæta miklu meiri var-
kárni í meðferð þeirra og hreinsun,
vegna þess að þau rispast mjög auð-
veldlega.
Til eru nokkrar allgóðar aðferðir
til þess að prófa sjóngler. Athugið
þau í birtu og á móti birtunni. Þau
ættu að vera alveg tær, laus við all-
ar ójöfnur og örður, svo sem rispur
í ýmsar áttir, litrákir, sammiðja
hringi, bólur eða óskýra bletti.
Haldið þeim í hálfri handleggs-
lengd frá augunum og lítið í gegn-
um þau á einhvern hlut, sem hef-
ur ákveðnar lóðréttar og láréttar
línur, svo sem umgerð glugga.
Hreyfið sjónglerin upp, niður og til
hliðanna. Titri útlínur gluggans til
eða hreyfist í sömu eða þveröfuga
átt við sjónglerin, eru sjónglerin
full af skekkjum og maður ætti ekki
að líta við þeim. Þessi prófun á
samt ekki við sjóngler, sem búin
eru til samkvæmt fyrirmælum augn-
læknis, því að þar kann að vera
um beygjur að ræða til þess að
hamla'gegn áhrifum sjóngalla.
Verð á sólgleraugum er alls ekki
öruggur mælikvarði á gæði þeirra
sem gleraugna, þar sem dýrust sól-
gleraugun kunna að vera í „glæsi-
stíl“ samkvæmt fyrirmælum tízk-
unnar. Dr. Merrill J. Allen, pró-
fessor í sjónprófunarvísindum við
Indianaháskólann, segir svo um
þetta atriði: „Venjulega eru ekki
notuð fyrsta flokks sjóngler í glæsi-
umgerðir sólgleraugna, sem eru
samkvæmt nýjustu tízku.“
HVAÐA LITUR SJÓNGLERJA
ER BEZTUR?
Yfirleit er hlutlaus grár litur eða
reyklitur beztur. Það er erfiðast að
ná þeim lit á sjónglerin, svo að þau
litbrigði fyrirfinnast sjaldan í ódýr-
um sólgleraugum. Næst þessum lit-
brigðum gengur svo grænt. Rafgult
er áhrifamest þá sólskinsdaga, þeg-
ar mistur hvílir yfir öllu, þar sem
þessir litir skýra andstæður. Blá eða
rauð sjóngler koma aðeins að notum
við störf í vissum iðngreinum.
í þessu sambandi er vert að geta
þess, að engir þeir, sem þekkingu
hafa á þessu sviði, mæla með gulum
sjónglerjum til næturaksturs, en
þau eru mikið auglýst til slíkra
nota. Þau fjarlægja blá-grænu lit-
ina, sem eru nauðsynlegir til þess,
að sjá megi vel í myrkri.
HVERSU DÖKK SKYLDU
SJÓNGLER SÓLGLERAUGNA
VERA?
Það fer eftir því, í hvaða augna-
miði þau eru notuð. Dekkstu lit-
irnir, sem fáanlegir eru, eru hent-
ugir við sólböð og í glampandi snjó-
birtu, en þeir gætu verið lífshættu-
legir við bílakstur á vegi, sem er
öðru hverju í skugga. Flestir velja
sjóngler, sem eru of ljós til venju-