Úrval - 01.10.1967, Page 59
SÓLGLERAUGU OG VAL ÞEIRRA
57
legra nota. Ein ástæða þessa er sú,
að dekkstu sjónglerin, sem maður
getur séð í gegnum í vel raflýstri
verzlun, verða algerlega ófullnægj-
andi á baðströnd eða í skíðabrekku,
þar sem birtan verður 200—300
sinnum skærari en í verzluninni.
Bezta ráðið er að fara með gleraug-
un út á gangstéttina og prófa þau
þar í björtu sólskini.
Sjóngler, sem hleypa í gegn 20%
ljóssins, eru álitin heppilegust til
venjulegrar notkunar í tempruðu
beltunum samkvæmt áliti þeirra,
sem framkvæmt hafa rannsóknir á
þessu sviði. Sjóngler, sem hleypa
30% ljóssins í gegn, eru aftur á
móti aðeins álitin heppilegust til
aksturs.
ERU LAUS SJÓNGLER ÁLITIN
HEPPILEG AF SÉRFRÆÐINGUM?
Slík sjóngler, sem smellt er á
venjuleg gleraugu, eru dálítið vafa-
söm, einkum til notkunar við akst-
ur. f fyrsta lagi veita þau minni
vernd við útjaðra sína, en það er
einmitt þar, sem birtuglampar og
endurskin valda mestum óþægind-
um. f öðru lagi eru þannig komin
tvöföld sjóngler fyrir framan aug-
un, og eykur þetta vandamál, sem
samfara eru sjónglerjaendurvarpi
birtu frá andlitinu og birtu, sem er
að baki þeim, sem ber þessi tvö-
földu sjóngler. Þetta verður til þess,
að það verður erfiðara að sjá skýrt.
Sérfræðingar halda því fram, að
það sé miklu æskilegra, að láta búa
til sólgleraugu samkvæmt sérstök-
um fyrirmælum augnlæknis (slíp-
uð).
EN HVAÐ ER AÐ SEGJA UM
STÆRÐ SJÓNGLERJA OG
UMGERÐIRNAR?
Margar tegundir ódýrra, lélegra
sólgleraugna hafa svo lítil sjóngler,
að þau veita auganu alls ekki nægi-
lega vernd. Sama er að segja um
sumar dýrar og furðulegar gerðir,
sem tízkufrömuðir hamast við að
finna upp án nokkurrar sérþekk-
ingar á þessu sviði. Þau veita ekki
heldur næga vernd. Það er einfalt að
prófa það, hvort stærð og lögun
sjónglerjanna er æskileg. Berðu
hálfkrepptan lófann að hliðum
gleraugnanna í bjartri birtu til
þess að prófa, hvort þú sérð betur
á þann hátt, þ.e. með því að skyggja
með lófunum fyrir birtu, sem berst
að augunum frá hliðunum. Reynist
svo vera, veita sjónglerin ekki nægi-
lega vernd til hliðanna. Sólgleraugu
þau, sem falla þétt að gagnaugun-
um og mikið eru notuð við skíða-
iðkanir (stormgleraugu eða svipuð),
eru líklega einnig æskilegust til
notkunar við akstur.
Bezt er að líta í spegil til þess að
prófa, hvort umgerðin er hæfilega
stór. Fullvissið ykkur um, að sjá-
öldrin beri sem nákvæmast í miðju
sjónglerjanna. Kaupið ekki sól-
gleraugu með umgerðum, sem hafa
svo breiðar hliðarspangir, að þær
hindri sjón til hliðanna.
Það er ekki alltaf farið vel með
sólgleraugu með góðri og sterkri
umgerð. Séu sólgleraugu notuð að
staðaldri, ætti umgerð þeirra að
vera sem sagt eins sterk og umgerð
venjulegra gleraugna frá augnlækni.
Hinn „veiki hlekkur" í umgerð
ódýru sólgleraugnanna eru „hjar-