Úrval - 01.10.1967, Page 59

Úrval - 01.10.1967, Page 59
SÓLGLERAUGU OG VAL ÞEIRRA 57 legra nota. Ein ástæða þessa er sú, að dekkstu sjónglerin, sem maður getur séð í gegnum í vel raflýstri verzlun, verða algerlega ófullnægj- andi á baðströnd eða í skíðabrekku, þar sem birtan verður 200—300 sinnum skærari en í verzluninni. Bezta ráðið er að fara með gleraug- un út á gangstéttina og prófa þau þar í björtu sólskini. Sjóngler, sem hleypa í gegn 20% ljóssins, eru álitin heppilegust til venjulegrar notkunar í tempruðu beltunum samkvæmt áliti þeirra, sem framkvæmt hafa rannsóknir á þessu sviði. Sjóngler, sem hleypa 30% ljóssins í gegn, eru aftur á móti aðeins álitin heppilegust til aksturs. ERU LAUS SJÓNGLER ÁLITIN HEPPILEG AF SÉRFRÆÐINGUM? Slík sjóngler, sem smellt er á venjuleg gleraugu, eru dálítið vafa- söm, einkum til notkunar við akst- ur. f fyrsta lagi veita þau minni vernd við útjaðra sína, en það er einmitt þar, sem birtuglampar og endurskin valda mestum óþægind- um. f öðru lagi eru þannig komin tvöföld sjóngler fyrir framan aug- un, og eykur þetta vandamál, sem samfara eru sjónglerjaendurvarpi birtu frá andlitinu og birtu, sem er að baki þeim, sem ber þessi tvö- földu sjóngler. Þetta verður til þess, að það verður erfiðara að sjá skýrt. Sérfræðingar halda því fram, að það sé miklu æskilegra, að láta búa til sólgleraugu samkvæmt sérstök- um fyrirmælum augnlæknis (slíp- uð). EN HVAÐ ER AÐ SEGJA UM STÆRÐ SJÓNGLERJA OG UMGERÐIRNAR? Margar tegundir ódýrra, lélegra sólgleraugna hafa svo lítil sjóngler, að þau veita auganu alls ekki nægi- lega vernd. Sama er að segja um sumar dýrar og furðulegar gerðir, sem tízkufrömuðir hamast við að finna upp án nokkurrar sérþekk- ingar á þessu sviði. Þau veita ekki heldur næga vernd. Það er einfalt að prófa það, hvort stærð og lögun sjónglerjanna er æskileg. Berðu hálfkrepptan lófann að hliðum gleraugnanna í bjartri birtu til þess að prófa, hvort þú sérð betur á þann hátt, þ.e. með því að skyggja með lófunum fyrir birtu, sem berst að augunum frá hliðunum. Reynist svo vera, veita sjónglerin ekki nægi- lega vernd til hliðanna. Sólgleraugu þau, sem falla þétt að gagnaugun- um og mikið eru notuð við skíða- iðkanir (stormgleraugu eða svipuð), eru líklega einnig æskilegust til notkunar við akstur. Bezt er að líta í spegil til þess að prófa, hvort umgerðin er hæfilega stór. Fullvissið ykkur um, að sjá- öldrin beri sem nákvæmast í miðju sjónglerjanna. Kaupið ekki sól- gleraugu með umgerðum, sem hafa svo breiðar hliðarspangir, að þær hindri sjón til hliðanna. Það er ekki alltaf farið vel með sólgleraugu með góðri og sterkri umgerð. Séu sólgleraugu notuð að staðaldri, ætti umgerð þeirra að vera sem sagt eins sterk og umgerð venjulegra gleraugna frá augnlækni. Hinn „veiki hlekkur" í umgerð ódýru sólgleraugnanna eru „hjar-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.