Úrval - 01.10.1967, Page 62

Úrval - 01.10.1967, Page 62
60 ÚRVAL að það er svo, að þessi faðir og upphafsmaður heimspekinnar, sem á engan sinn jafningja í víðfeðmi hugsunarinnar, á heldur engan sinn jafningja í fögrum og sannfærandi rithætti. Það er sagt að Plato hafi brennt kvæði sín, eftir að hann kynntist Sókratesi fyrst, og í Lýðveldinu lætur hann í ljósi mjög gagnrýn- andi skoðanir á skáldum — en hann gat samt ekki dulið, að hann var sjálfur skáld. Hann réðist einnig á Sofistana, þennan nýja hóp heim- spekinga í Aþenu, sem vildu end- urskoða allt og kenndu fólki, að það skyldi ekki lengur virða hinar gömlu hugmyndir, sem borg þeirra var byggð á og skeleggar ræður og fyndnar þversagnir löðuðu fólk að þessum mönnum. Plato sjálfur bjó samt yfir sömu hæfileikum og þess- ir menn og notaði oft aðferðir þess- ara óvina sinna. Plato var dæmigerður Grikki, sem elskaði kappræður með glæsi- brag, líkt og þegar menn skylmast. Hann hefði hæglega geta orðið fremstur sofista eða hann hefði get- að beint hæfileikum sínum og neytt félagslegrar aðstöðu sinnar til að gefa sig að stjórnmálum. Vinátta hans og Sókratesar kom í veg fyrir þetta og þó einkum fordæming Aþ- eninga á Sókratesi og síðan dauði hans er hann drakk hina eitruðu veig. Dauði Sókratesar olli hatri Platos á Aþeningum og aðþensku lýðræði. Hann olli einnig andlegri útlegð Platos og einnig stuttu eftir dauða Sókratesar raunverulegri útlegð í Megra. Þetta orsakaði brennandi hatur á hinum fljótfengnu og yfirborðs- kenndu hyggindum sófistanna, en það sem meira var um vert, var það, að þessir atburðir urðu til að veita honum styrk til hinna miklu verka sinna á sviði rannsóknar á eðli allra hluta. Sókrates var andstæða Platos. Hann var af alþýðufólki og alþýðu- maður, líkastur fátækum munki, sem byggði kenningar sínar á spurn- ingum og gagnspurningum, hafði tilhneigingu til að gera skáldskap hlægilegan og jafnframt mælsku og háspeki, en í öllu þessu var höfð- inginn Plato meistari. Sókrates, sem hélt því fram, að sinn eini vísdómur væri sá, að hann gerði sér grein fyrir að hann vissi ekki, þegar aðr- ir menn héldu fyrir víst að þeir vissu allt, og hann gekk um og spurði einfaldra spurninga og not- aði málfar og líkingar úr hinu dag- lega málfari á markaðstorginu. Það má segja, að verk Platos séu hin einfalda kenning Sókratesar flutt okkur og skýrð af þeim manni, sem átti engan sinn jafningja í samtím- anum. Jafnframt því sem hann var ástríðufullur lærisveinn Sókratesar varðveitti hann sitt upprunalega eðli, hugsun og veraldarhyggindi þess höfðingsdóms, sem hann var borinn í. Beztu verk hans fela í sér alhliða hugsun, eins og hún getur orðið glæsilegast samsett, samfara vitund þess og þörf að láta hugsun- ina leiða til einhvers jákvæðs, en láta sér ekki nægja skarplegar rök- ræður eða sannfærandi búning hug- myndanna. Sókrates og Plato lifðu á blóma-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.