Úrval - 01.10.1967, Page 70
Alfried Krupp og sonur hans Arndt.
samsteypunni í venjulegt fyrirtæki
að nútírnasið, þar sem leynd mun
ekki hvíla yfir áætlunum og fram-
kvæmdum. Það mun birta ársreikn-
inga sina opinberlega, svo að allir
geti átt greiðan aðgang að þeim, og
verður þetta í fyrsta skipti í hinni
156 ára löngu sögu fyrirtækisins,
sem siíkt er gert. Það mun bjóða
hlutabréf sín til sölu á hinum al-
menna verðbréfamarkaði, og það
mun verða að hlíta eftirliti stærstu
banka Þýzkalands, sem munu leggja
fram lánsfé til þess að standa straum
af kostnaðinum við hinar risavöxnu
framkvæmdir Kruppsamsteypunn-
ar.
Herra Alfried Krupp von Bohlen
und Halbach, svo að fullt nafn hans
sé nefnt, hefur hingað til verið eini
eigandi þessarar risasamsteypu. Nú
ræður hann ekki lengur einn öll-
um málum þessarar risasamsteypu,
líkt og fyrirrennarar hans gerðu. Nú
mun 9 manna ráð stjórna sam-
steypunni, en bankastjórar stór-
bankanna hafa þar töglin og hagld-
irnar. En einkaeign Alfrieds Krupps,
sem er álitin vera 400 milljónir
sterlingspunda, mun verða komið
fyrir í sérstökum sjóði, og sá sjóður
mun örugglega ekki verða áhrifa-
laus, hvað snertir stjórn og fram-
lcvæmdir fyrirtækisins.
Framkvæmdir Krupps! Ég hef
lengi haft talsverða nasasjón af
þeim, og því vil ég leyfa mér að
leita á vit minninganna.
Það var rétt eftir lok síðari heims-
styrjaldarinnar. og við vorum þarna