Úrval - 01.10.1967, Page 71
Til hægri sést hluti af verksmiöj-
unwm í Essen eins og þær eru nú.
Eimreiða- og vagnaverksmiöjan þar
er hin stærsta í Evrópu.
samankomnir umhverfis stærsta
borð heimsins í hinni frægu höll,
Villa Huegal“, aðsetri Kruppættar-
innar, í Essen í hjarta iðnaðarhér-
aðsins Ruhr. Við borð þetta geta
setið 300 gestir í einu. í fyrri heims-
styrjöldinni var það keisarinn, sem
sat við borðsendann og hyllti
Kruppsamsteypuna og Kruppættina.
En í stríði nazistanna var það Hitl-
er ....
En árið 1945 var þessi risavaxni
borðsalur matsalur liðsforingjanna í
brezku eftirlitsnefndinni, sem réð
málefnum Ruhrhéraðsins. Á veggj-
unum í salarkynnum Villa Huegal
héngu málverk af mörgum kyn-
slóðum Kruppættarinnar, sem virt-
ust einblína á okkur. Þarna var
járnvörukaupmaðurinn Alfred
Krupp, sem hratt þessu öllu af
stað árið 1812. Þarna var Fried-
rich sonur hans, sem smokraði sér
inn í stálsmiðju Sheffield til þess
að læra ýmislegt gagnlegt, áður en
hann sneri aftur til Essen til þess
að gerast frumkvöðull nýrrar stál-
bræðsluaðferðar.
Það var í rauninni Friedrish sem
lagði grundvöllinn að þessu iðnað-
arstórveldi (samanber hið opinbera
nafn fyrirtækisins, sem er „Fried.
Krupp“). Það dafnaði og blómgaðist
vegna fransk-prússneska stríðsins
og byrjaði að leggja undir sig borg-
ina, sem það var staðsett í, þangað
til það var orðið sannleikanum sam-
kvæmt að segja: „Essen er Krupp,
og Krupp er Essen.“ Þetta breyttist