Úrval - 01.10.1967, Side 73
Kruppcettleggurinn: Alfred, 1812—1887; Fredricli Alfred, 185!t—1902; Gustav,
1870—1950; Alfried, 1907—1967; og Arndt, fæddur 1938.
svo brátt í kjörorðið: „Það gengur
á sama hátt fyrir Þýzkalandi sjálfu
og Krupp.“ (Þetta er þýzk útgáfa
af ameríska kjörorðinu: „Það, sem
er til hagsbóta fyrir General Mo-
tors, er til hagsbóta fyrir Bandarík-
in“).
Ég dvaldi þá á Hotel Essener Hof
í Essen, sem hafði eingöngu verið
starfrækt fyrir gesti Kruppfjöl-
skyldunnar allt fram til ársins 1945.
Það var eina gistihús heimsins, þar
sem engum gesti var nokkru sinni
sýndur reikningur. I því voru 100
herbergi. En einn af viðskiptavin-
unum, sem voru nú að snæða há-
degisverð í borðsalnum, var lávax-
in, gömul kona. Kona þessi var
Bertha Krupp, og stóru fallbyssun-
um, sem skutu á París í fyrri heims-
styrjöldinni, hafði einmitt verið gef-
ið nafn hennar og voru kallaðar
„Stóra Bertha.“ Það var Bertha
Krupp, sem erfði þetta hrikalega
stóra fyrirtæki, hvert tangur og
tetur af því, stræsta vopnafram-
leiðslufyrirtæki Evrópu. Hún giftist
fremur lágtsettum starfsmanni
þýzku utanríkisþjónustunnar, en
hann tengdi ættarnafn sitt hennar
ættarnafni og nefndist upp frá því
Herr Gustav Krupp von Bohlen
und Halbach.
Gustav þjónaði Þýzkalandskeisara
af stakri dyggð og trúmennsku allt
til hinna ömurlegu endaloka. Og
hann var settur í fangelsi eftir ó-
sigur Þýzkalands árið 1913, þegar
hann stjórnaði vopnlausri mót-
spyrnuhreyfingu gegn hinu franska
hernámi Ruhrhéraðsins. í síðari
heimsstyrjöldinni bauð hann Hitler
velkominn til Essen, og Foringinn
stóð í þögulli lotningu fyrir einni
af hinum risavöxnu stálpressum
Krupps, hátalari hinnar nazisku
stríðstrúar. Ilitler birti þjóðinni
„Lex Krupp“, sérstök lög, sem
veittu Kruppsamsteypunni sérstöðu
meðal ailra þýzkra iðnfyrirtækja,
en samkvæmt lögum þessum var
ríkisvaldinu óheimilt að skipta sér
af fyrirtækinu jafnt á stríðs- sem
friðartímum.