Úrval - 01.10.1967, Síða 89

Úrval - 01.10.1967, Síða 89
SÍÐASTI RÍKISLÖGREGLUFULLTRÚI... 87 brún, er þeir sáu þennan sérstak- lega útnefnda ríkislögreglufulltrúa sinn. Þeir höfðu búizt við að sjá hörkulegan, næstum grimmdarlegan mann, en þess í stað stóð þarna frammi fyrir þeim gamall maður, mjög vel snyrtur og strokinn, sem ávarpaði þá lágri, þýðri röddu. í vandlega hnýttu hálsbindi hans gat að líta bindisnælu, skreytta gull- mola. Á höfðinu bar hann risastór- an kúrekahatt, en hann var hvítur og augsýnilega rándýr. Og fyrir neð- an hattbarðið gat að líta góðmann- legt andlit með djúpum hrukkum, er prýtt var stórglæsilegu yfir- skeggi. Hann leit alls ekki út fyrir að vera neitt sérstaklega harður í horn að taka. Tilghman vissi, að fylgzt yrði með hverri hans hreyfingu í bænum og reynt að finna veika blettinn á hon- um. Fyrsta daginn hafði hann því verið svo önnum kafinn og látið svo mjög til sín taka, að margir yngri menn hefðu alveg örmagnazt. Þegar kvölda tók og það fór held- ur en ekki að lifna yfir bænum, hóf hann nýja eftirlitsferð. Það mátti heyra hávaða, glaum og gleði. Dansinn dunaði í danssöl- unum, og allt komst í fullan gang. Hann leit inn í veitingahúsin, gos- drykkjakrárnar (sem voru í raun og veru ólöglegir vínveitingastaðir), spilavitin, danssalina og vændishús- in og dvaldi nokkrar mínútur á hverjum stað, en samt nógu lengi til þess að tryggja, að vel yrði þar eftir honum tekið. Þegar hann hafði lokið þessari eftirlitsferð sinni, voru fáir fullorðnir í bænum, sem höfðu ekki gert sér grein fyrir nærveru hans þar. Hann sneri ekki aftur til skrifstofu sinnar fyrr en eftir mið- nætti. Þar var enginn, og hann lag- aði sér kaffi, settist svo hugsi í stól og hvíldi sig. En svo kváðu byssuskotin við stundarfjórðungi yfir tvö. Hann spratt á fætur tafarlaust með byss- una í hendinni. Hann hafði gert sér fulla grein fyrir öllum aðstæðum, þegar þriðja skotið kvað við. Byss- an var auðheyrilega í talsverðri fjarlægð frá skrifstofu hans, og því hafði skothríðinni ekki verið beint að honum. Af skothljóðinu vissi hann, að þar var um að ræða skammbyssu méð allmikilli hlaup- vídd, líklega Colt. 45 Hann stakk byssu sinni í hylkið að nýju og gekk út á götu og hélt síðan í þá átt, er skothljóðið hafði borizt úr. Hann hljóp ekki. Markvísi laf- móðs manns var ekki sú sama og væri hann ómóður. Hann gekk fyrir götuhorn og sá ungan mann standa þar úti á miðri götu um hálfa þver- götulengd í burtu. Ungi maðurinn veifaði byssu sinni og hrópaði ögr- unarorðum eitthvað út í loftið. „Hver ætlar að ná mér?“ hrópaði hann. „Hver heldur, að hann sé nógu harður karl til þess að ná mér?“ Tilghman varð að dæma allar að- stæður í hvelli og taka síðan á- kvörðun. Var þetta gildra? Var það ef til vill ögrun, sem beint var gegn honum sérstaklega? Væri um slíkt að ræða, þá óskaði sá, sem þetta hafði skipulagt, þess sjálfsagt ekki að myrða hann, heldur að prófa hann einungis, auðmýkja hann, neyða hann til þess að fyllast ótta
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.