Úrval - 01.10.1967, Síða 91

Úrval - 01.10.1967, Síða 91
SÍÐASTI RÍKISLÖGREGLUFULLTRÚI... 89 handlegg honum. „Jæja, hvort viltu nú heldur fara heim eða í fangelsi? A annan hvorn staðinn verðurðu að fara.“ „Ég fer heim“, sagði pilturinn hógværlega. Fréttin um hugrekki það sem Tilghman hafði sýnt, þótt byssu væri miðað á hann, barst um bæinn eins og eldur í sinu. En það voru sumir, sem misskildu framkomu hans. Nokkrir löggæzlumenn af gamla skólanum, sem litu sömu augum á starf sitt og Tilghman gerði, höfðu unnið það hljóðlátlega án þess að láta mikið yfir sér. Þeir gerðu sér grein fyrir því, að þeir gegndu mikilvægu og virðulegu embætti og voru stoltir af virðingu þeirri, sem einkennismerki þeirra skapaði þeim. En hinni nýju tegund glæpamanna úr stórborgunum var slík framkoma algerlega framandi. Þeir misskildu það, hvernig Tilgh- man hafði komið fram við unga, drukkna piltinn. Hann hafði sýnt piltinum föðurlegan skilning og al- úð, en þeir héldu bara, að hann væri tekinn að gerast gamlaður og skrýt- inn í kollinum. Þeir tóku þessu sem uppgjöf. Þeir vissu ekki, að hann hafði handtekið suma af hættuleg- ustu útlögum og stigamönnum Vilta Vestursins án þess að þurfa að hækka róminn nokkru sinni. VÍSUNDASKYTTA. Þegar Bill Tilghman var ungbarn, var ráðizt á fjölskylduna af fjand- samlegum Indíánum. Fjölskyldan var að fara með gufuskipi upp eftir Minnesotaánni, og Indíánarnir leyndust á árbakkanum og gerðu fólkinu fyrirsát. Þetta virtist tákn um, að hann ætti eftir að lifa hættulegu lífi. Tilghman hitti Villta Bill Hickock af tilviljun, er hann var orðinn 12 ára gamall, og virtist þessi tilviljun staðfesta þennan fyrirboða. Faðir Tilghmans og eldri bróðir voru enn í herþjónustu. Þetta var á dögum Þrælastríðsins. Og Tilghman var staddur úti á veginum nálægt bóndabæ fjölskyldunnar í Kansas- fylki, þegar þessi eftirtektarverði og áberandi könnunarnjósnari og lögæzlumaður reið þar framhjá. Hann var að leita að misindis- manni, sem hafði stolið vagni og múldýraeyki. Bill litli hafði aldrei séð svona glæsilegan mann áður. Viku seinna las hann fréttaklausu í dagblaði um handtöku þjófsins og komst þá að því, hver Villti Bill var. Og þá tilkynnti hann móður sinni það tafarlaust, að hann vildi líka gerast könnunarnj ósnari og löggæzlumaður. Bill minntist svo ekki á þessa ráðagerð aftur fyrr en nokkrum ár- um eftir lok Þrælastríðsins, þegar faðir hans og bróðir voru komnir heim heilir á húfi. Móðir hans von- aði, að hann hefði gleymt hugmynd- inni. En svo var þó ekki. „Ég hitti nokkra menn, sem eru að fara vestur á vísundaveiðar“, sagði hann við þau kvöld eitt. „Það er hættulegt starf“, svaraði pabbi hans. „Það er mikið upp úr því að hafa“, hélt hann áfram. „Ég hef frétt, að þeir borgi 5 dollara fyrir húðina. Og þar að auki er það ekki svo hættulegt, ef maður veit, hvern-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.